Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 37

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 469 merkja um sjúkdóm 30 mánuðum síðar. Fáar rannsóknir eru til um lífshorfur eftir endur- teknar aðgerðir á lifrarmeinvörpum, en þær benda til meðallifunar í um það bil 22 mánuði (12). Pað eru betri lífshorfur en við náttúruleg- an gang sjúkdómsins við fyrsta lifrarmeinvarp ef ekkert er að gert. Við notkun hljóðbylgjuhnífs er hnífurinn hreyfður til og frá hornrétt á skurðflötinn, því sundrast eitthvað af vef bæði af lifrinni sem eftir er og einnig af sýninu. Þannig getur verið að sjúkdómurinn nái að skurðbrún sýnisins en hljóðbylgjuhnífurinn hafi tekið heilbrigðan vefjakant og sjúklingur fengið bata af aðgerð- inni. Sjúklingar sem deyja vegna ristil- eða enda- þarmskrabbameins hafa yfirleitt meinvörp í lif- ur við dauða. Um það bil 50% sjúklinga fá meinvörp í lifur (1,5). Það er venjulega áætlað að um það bil 10% allra sjúklinga með ristil- eða endaþarmskrabbamein hafi hugsanlega gagn af lifraraðgerð. Á íslandi eru ný tilfelli af þessu æxli hjá 30,6 körlum og 17 konum /100.000 á ári (Krabbameinsskrá). Hugsanlega hefðu um 12 sjúklingar á ári gagn af lifrarað- gerð hérlendis. Á þessu tímabili gerðum við eina könnunaraðgerð (exploration) á lifur vegna meinvarpa frá ristilkrabbameini, en fundum að meinvarpið var óskurðtækt. Það er því hugsanlegt að íslenskir læknar séu ekki nógu vakandi fyrir því að lifraraðgerð sé mögu- leg og stundum læknandi, ef frumkomni sjúk- dómurinn er í ristli eða endaþarmi. Önnur meinvörp í lifur eru hugsanlega lækn- anleg en minni vitneskja er til um það. Einkum hafa aðgerðir við krabbalíki (carcinoid æxli) og Wilms æxli, ef þau eru staðbundin, sýnt sam- bærilegar niðurstöður (4). Ihuga ber mögu- leika á lifrarúrnámi ef sjúkdómurinn er stað- bundinn, sérstaklega ef annarri meðferð er ekki til að dreifa. Skurðdauði (innan við 30 daga frá aðgerð) virðist vera það lágur, að lifraraðgerð sé verjandi (1-3,6,10). Við höfum beitt öllum tiltækum ráðum til þess að rannsaka sjúklingana fyrir aðgerð með tilliti til meinvarpa annars staðar í líkamanum. Ómskoðun af lifur er ómissandi og sérstaklega hjálpleg til þess að staðsetja æxlin með tilliti til lifrarbláæðanna sem gefur mikilvægar upplýs- ingar um staðsetningu æxlisins í lifur. Ómskoð- un á lifur í aðgerð (intraoperative ultrason- ography) á frumæxlinu gæti enn aukið á grein- ingarnákvæmni (9,13), fundið lifrarmeinvörp á fyrstu stigum og mögulega flýtt lifraraðgerð, en góðar rannsóknir um það hafa enn ekki birst. Tölvusneiðmyndarannsókn bætir við og staðfestir upplýsingar sem fást með ómskoðun og gefur oft glögga mynd af eitlum við stóru æðarnar í kviðnum og aftanskinu (retroperi- toneum) (14). Æðarannsókn af innyflaæðum (visceral angiography) er nauðsynleg til þess að skurðlæknirinn geri sér ljóst hvaðan lifrin fær slagæðablóð sitt. Frávik æða frá venjulegri legu er umtalsverð. Til dæmis getur lifrarslag- æð komið frá efri hengisslagæð (a. mesenterica superior). Hlutfallsleg tíðni þessara frávika er óþekkt hérlendis, enda kom í ljós að einn sjúk- linga okkar (nr. 5) nærði vinstri lifur beint frá vinstri magaslagæð (a. gastrica sin.). Létti það aðgerðina mikið að hægt var að byrja á því að taka þá æð í sundur og sjá síðan nákvæmlega skiptin á milli lifrarhelminganna. Einnig er hægt að sjá portæðina við æðarannsóknina og er það hjálplegt við alla áætlun um framkvæmd aðgerðarinnar. Skurðdauði var enginn en talsverð hætta er á honum við lifrarúrnám. Erlendar rannsóknir sýna skurðdauða á bilinu 0-10% (2,3,6,7,11). Skurðdauði er lágur hjá sjúklingum yngri en 64 ára (um það bil 3%), en hækkar nokkuð eftir það og verður um það bil 11% hjá sjúklingum 64 ára og eldri. Tegund aðgerðar skiptir þó meira máli hjá þessum aldursflokki og reynist útvíkkuð hægri lifraraðgerð (extended right) hafa í för með sér 30% skurðdauða en aðrar tegundir lifraraðgerða sambærilegan skurð- dauða og hjá öðrum aldursflokkum. Blæðing er aðalhættan í þessum aðgerðum og er óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra. Mið- tala blæðinga í hverri aðgerð hjá okkur er 3000 ml. Torvelt er að bera saman blæðingar í að- gerð en aðrar rannsóknir benda til 3000-6300 ml meðalblæðingar (2,6,7,11). Það virðist því vera sambærileg blæðing í okkar rannsókn og því sem best gerist hjá öðrum. Fjöldi fylgikvilla við aðgerð er mikill en er í samræmi við aðrar rannsóknir (2,3,6,7,11). Aðalfylgikvillinn og sá algengasti er sýking og ef enduraðgerðar er þörf, er oftast um að ræða að tæma út sýkingu. Eina sýkingu var unnt að tæma út með kera, sem lagður var inn með hjálp ómsjár. Það er erfitt að draga miklar ályktanir af þessum litla efniviði. Þó er ekki fráleitt að álykta að lifrarúrnám sé framkvæmanlegt með öryggi fyrir okkar sjúklinga þrátt fyrir fá til-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.