Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 47

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 479 Um árgjöld í 12. gr. gildandi laga Lækna- félags íslands um árgjöld segir að „aðalfundur ákveði árgjöld til Læknafélags Islands fyrir hvern gjaldskyldan félaga og hluta svæðafélagsins í því. Stjórn LÍ getur ákveðið að læknar sem verið hafa virkir fé- lagar í 40 ár eða hætt störfum fyrir aldurssakir eða heilsu- brests svo og að illa stæðir lækn- ar megi vera undanþegnir fé- lagsgjöldum. Læknar sem eru 70 ára eða eldri skulu vera gjald- fríir. Stjórn Læknafélags ís- lands getur veitt öðrum félags- mönnum samskonar undanþág- ur. Félagar Læknafélags íslands erlendis eru undanþegnir full- um félagsgjöldum en greiða þess í stað árgjald til Læknafé- lags íslands sem svari áskriftar- gjaldi Læknablaðsins og séu þeir þar með áskrifendur Læknablaðsins." Eins og sést af þessari laga- grein kveður hún afdráttarlaust á um að læknar geti verið und- anþegnir fullum félagsgjöldum og jafnframt að stjórn Læknafé- lags Islands sé heimilt að fella niður félagsgjöld lækna undir ákveðnum kringumstæðum sem nánar eru skilgreindar í laga- greininni. Stjórn Læknafélags Islands hefur jafnan tekið tillit til aðstæðna lækna eins og lög félagsins kveða á um. Því verð- ur að telja að engin þörf sé frek- ari ákvæða um frávik hvað varð- ar greiðslu árgjalda. Stjórn Læknafélags íslands er þó nauðsynlegt að vita um breytingar á högum lækna svo hún geti gert breytingu á ár- gjaldi ef tilefnið er slíkt. Þetta á við meðal annars um kandídata. Þeir greiða nú hálft árgjald og er auðvelt að skipta því niður á fjóra til fimm gjalddaga og jafn- framt að fylgja frávikum séu þeir án launa einhverra hluta vegna en skrifstofa læknafélag- anna verður að vita af högum hvers og eins. Sverrir Bergmann formaður LÍ Fundur í Læknafélagi Reykjavíkur Almennur fundur verður haldinn í Læknafélagi Reykjavíkur að miðvikudaginn 16. nóvember næstkomandi kl. 20:30. Fundarefni 1. Skipulagsbreytingar á Læknafélagi íslands Fá sérgreinafélög beina aðild að LÍ? Eykst atkvæðisréttur Reykvíkinga? Á forræði allra samninga að flytjast til LÍ? Frummælendur með 5-10 mínútna erindi: Magni Jónsson, Magnús R. Jónasson, Halldór Jóhannsson Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt: Högni Óskarsson, Kristján Guðmundsson, Fulltrúi Félags ungra lækna 2. Önnur mál Stjórn LR

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.