Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 48

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 48
480 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ár fjölskyldunnar Aðstæður í íslensku þjóðfé- lagi eru all sérstakar. Vinnudag- ur er lengri en víðast annars staðar og það hjá báðum for- eldrum. Milli 80 og 90% ís- lenskra kvenna vinna utan heimilis hluta dags eða allan daginn. Eingöngu 6% afkonum 20-70 ára eru heimavinnandi. I hverri fjölskyldu á íslandi eru 2,97 einstaklingar að meðaltali og á landinu eru um 38 þúsund barnafjölskyldur. Meðalvinnu- vika er lengst á íslandi allra Norðulandanna eða 47,5 stund- ir. (Danmörk 39 stundir, Finn- land 41,5, Noregur 35,1 og Sví- þjóð 36 stundir.) Petta hefur skapað óeðlilegt álag á fjöl- skylduna, sem draga þarf úr af öllum mætti. Laun eru lág á ís- landi miðað við nágrannalönd- in, þannig að víða hefur þurft tvær fyrirvinnur til þess að ná endum saman. Atvinnuleysi fer vaxandi. Fólk hefur lagt á sig ómælt erfiði til að koma yfir sig þaki og enn er langt í land fyrir íslenskar fjölskyldur að standa jafnfætis fjölskyldum í ná- grannalöndunum í þeim efnum. Skóladagur er styttri hér á landi en víða annars staðar og skólar voru tví- og jafnvel þrísettnir, þegar verst lét. Foreldrar hafa haft lítil áhrif á skólastarf. Skipulag umhverfis og innra skipulag þjóðfélagsins hefur stuðlað að einangrun kjarna- fjölskyldunnar. Börnin taka æ minni þátt í heimilishaldi og að- föngum og fjölskyldan þarf í rík- ari mæli að reiða sig á einkabíl- inn við aðdrætti og önnur þjón- ustunot. Samgangur milli kynslóða er erfiður. í opinberum gögnum Sam- einuðu þjóðanna er fjallað um fjölskylduna sem grunneiningu þjóðfélagsins. Hið mikilvæga félagslega og efnahagslega hlut- verk, sem hún gegnir, er talið henni til tekna. Prátt fyrir ýmsar breytingar á þjóðfélaginu. sem haft hafa áhrif á hlutverk fjöl- skyldunnar, er hún enn eðlileg umgjörð um þann tilfinninga- lega og fjárhagslega stuðning, sem hverjum einstaklingi er nauðsynlegur. Fjölskyldan gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun menningarverðmæta. I víðari skilningu getur hún sinnt menntun, þjálfun, örvun og stuðningi við einstaklingana og stuðlað þar með að framtíðar- þroska þeirra. Fjölskyldan er einstaklingun- um athvarf, sem ekkert annað getur að fullu komið í staðinn fyrir. Fjölskyldumeðlimir eru tengdir nánum ættar- og tilfinn- ingaböndum. Innan fjölskyld- unnar geta verið margir ættliðir. Innan hennar verður til þekking hinna yngri á uppruna sínum og menningararfur flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þar deilir fólk meðbyr og andbyr, gleði og sorg og vinnur að sameiginleg- um markmiðum. Fjölskyldan, ólíkt öðrum stofnunum þjóðfé- lagsins, lætur sér ekkert óvið- komandi, sem snertir meðlimi hennar. Hún er ekki tímabund- ið fyrirbrigði. Fjölskyldan er kjölfestan í lífi einstaklinganna og þannig grundvallareining í samfélaginu. Það er því mikil- vægt, að vel sé að henni búið, svo hún nái að gegna hlutverki sínu sem best. Vel virk og starfhæf fjöl- skylda getur dregið mjög úr þörf fyrir ýmiss konar samfélags- þjónustu og kostnaði við hana. Má þar nefna til dæmis: 1. Aðstoð vegna fæðingar- undirbúnings, uniönnunar nýbura og barnagæslu til skóla- aldurs. Hjá vel starfhæfum fjölskyld- um er á þessu skeiði lífsins minni þörf fyrir fræðslu og stuðning af ýmsu tagi frá heil- brigðisstarfsfólki, minni þörf fyrir stofnanadvöl í veikindum og margskonar félagslegan stuðning svo sem heimilishjálp. 2. Aðstoð/afskipti vegna barna á skólaaldri. Vel starfhæfar fjölskyldur geta betur stutt og leiðbeint börnum sínum á þessu þýðing- armikla æviskeiði. Þar með minnkar þörf fyrir ýmiss konar sérstuðning í skóla vegna einelt- is, námsfrávika, óreglu, félags- legrar einangrunar, rangrar næringar og annars heilsuspill- andi lífernis. 3. Undirbúningur fullorðinsár- anna. Margir villast af leið á þessum árum, hætta námi fyrr en skyldi, stofna til illa grundaðrar sam- búðar, lenda í ótímabærum barneignum og leiðast út í af- brot og óreglu. Vel starfhæfar fjölskyldur eru besta vörnin gegn þessu. 4. Fullorðinsárin. Þeir, sem eiga fjölskyldu að, er getur veitt stuðning, þurfa síður á aðstoð samfélagsins að halda við veikindi, fjárhagsörð- ugleika, óreglu og fleira. 5. Elliárin. Fjölskyldan dregur úr félags- legri einangrun og einmana- leika og öryggisleysi, sem henni fylgja. Síður er hætta á vannær- ingu. Minni þörf er fyrir ýmiss konar heimilisaðstoð, matar- sendingar og fleira. Einnig dregur verulega úr þörf fyrir stofnanavist. Samfélagið hefur mikið að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.