Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 52
482 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir Magnús Bjarni Baldursson starfsmaður landlæknisembættisins Könnun um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni Svo sem kunnugt er gekkst landlæknisembættið fyrir könn- un á forgangsröðun í heilbrigð- isþjónustunni í ársbyrjun. Nið- urstöður hafa verið kynntar á fundum og í dagblöðum. Vegna þeirrar umræðu um forgangs- röðun, sem nýlega hefur verið endurvakin hefur talsvert verið spurt um könnun landlæknis- embættisins. Rétt þykir því að gera lauslega grein fyrir henni. Könnunin var þannig gerð að 12 fullyrðingar voru sendar fimm hópum fólks: 1. Yfirlæknum heilsugæslu- stöðva 2. Hjúkrunarforstjórum heilsu- gæslustöðva 3. Fundarmönnum á fundi urn forgangsröðun 4. Almenningi, sem leitaði til heilsugæslustöðvanna 5. Alþingismönnum Þingmenn tóku sig saman um að svara ekki könnuninni og þótt nokkur svör hafi borist er þeim sleppt úr niðurstöðum, sem hér verða kynntar. Svörun annarra hópa var góð eða rúm- lega 70% (157 af 223 einstak- lingum). Þátttakendur voru beðnir um að raða 12 fullyrðing- um, sem leiða áttu til sparnað- ar, eftir vægi. Atriðin voru flest tekin beint úr umræðu dagsins og ljóst að flestum þóttu allir kostir slæmir, enda er það sú staðreynd sem menn standa oft- ast frammi fyrir við forgangs- röðun. Óvegin niðurstaða allra hópa sést á súluritinu, en þar merkir hæð hverrar súlu hversu mikil- vægt viðkomandi atriði er talið dögum er fjárhagslega ofviða allt of mörgum fjölskyldum. Þjóðfélagið ver á hverju ári hundruðum milljóna til keppn- isíþrótta fullorðinna. Á sama tíma hefur almenningur tak- markaðar aðstæður til að stunda hreyfingu sér til heilsu- bótar og fjölskyldurnar þurfa að kosta tugum þúsunda til að kaupa börnunum aðgang að íþróttaiðkun. Listnám er líka dýrt og ljóst, að öll börn eiga ekki jafnan kost í þeim efnum. Verja þarf meiru af því fé, sem til ráðstöfunar er, til að tryggja fjölskyldum aðgang að þroskaleiðum á þessum vett- vangi og að enginn þurfi að líða fyrir fjárskort, standi hugurinn til íþrótta- og listiðkunar. Heilbrigði er öllum eftir- sóknarvert. Að glata heilsunni er flestum þungbært. Sjúkdóm- ar og heilsuleysi í fjölskyldu reyna á þolrif hennar og eru álag umfram hversdagsleg við- fangsefni. Nauðsynlegt er, að þjóðfélagið styðji fjölskyldur, sem þannig er ástatt um, eins og kostur er. Sjúkdómar og heilsuleysi mega ekki skerða möguleika fjárvana og/eða barnmargra fjölskyldna til að koma einstak- lingunum, sent þær mynda, til þroska. Ungir foreldrar með börn eiga fullt í fangi með að afla sér húsnæðis og menntunar fyrir sig og börn sín. Þessi þjóðfélags- hópur þarf að njóta lægstu greiðslna fyrir heilbrigðisþjón- ustu, sem völ er á hverju sinni. Nám fer nú fram í æ ríkari mæli á árunum eftir tvítugt. Á þeim árum er eðlilegt, að ein- staklingar efni í fjölskyldu og hefji barneignir. Þetta tvennt þ.e. öflun menntunar og barn- eignir er þjóðfélaginu eftirsókn- arvert. Kjör námsmann þurfa því að vera þannig, að þetta verði sam- einað. Námsmenn þurfa að geta notið eðlilegs fjölskyldulífs við ekki of þröngan kost, þannig að fjölskyldan bíði ekki skaða og að þeir þurfi ekki að hverfa frá námi. Áfengisnotkun í fjöl- skyldum er víða vandamál þó hún sé ekki viðurkennd sem drykkjusýki. Reglubundin áfengisnotkun getur spillt heil- brigðu fjölskyldulífi auk þess sem hún krefst síns skerfs af ráðstöfunartekjum heimilanna. Áfengisneysla getur leitt til mis- sættis foreldra og valdið börn- um hugarangri og almennri van- líðan. Rannsaka þarf áhrif þessa á fjölskyldulíf íslendinga og fræða þarf almenning um afleið- ingar reglubundinnar áfengis- neyzlu fyrir einstaklingana, sem fjölskyldurnar mynda. Samþykkt á aðalfundi Fé- lags íslenskra heimilislækna í Reykjavík 17. september 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.