Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1994, Side 57

Læknablaðið - 15.11.1994, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 485 minnst tveimur árum á háskóla- sjúkrahúsi. Hægt er að taka allt að einu ári af heildartímanum á endurhæfingardeild eða með- ferðardeild fyrir fatlaða eða á stofnun sem sér um fyrirbyggj- andi barnalækningar. Eftirtalin háskólasjúkrahús eru viður- kennd í barnalækningum: Aker sykehus, Rikshospitalet, Ullevál sykehus, Sentral sykehuset í Ak- ershus, Haukeland sykehus í Björgvin og Regionsykehuset í Þrándheimi og Tromsö. Hliðarmenntun er fólgin í eins árs þjónustu við aðra deild en barnadeild. Viðurkennd er þjónusta við klíníska deild eða göngudeild sem ekki sér um al- mennar barnalækningar, þjón- usta við fyrirbyggjandi barna- lækningar, á deild/stofnun fyrir þroskahefta, heimilislækning- ar, á fræðilegri lyflæknastofnun eða við rannsóknarstofu innan lyflækninga. Námskeið: A námstímanum er skylt að taka námskeið í allt að 120 tíma sem haldin eru af norska læknafélaginu. Þar af skulu vera minnst 60 tímar í mikilvægustu þáttum barna- lækninga. Sumum þessara nám- skeiða lýkur með prófi. Ekki er um að ræða neitt skipulagt loka- próf í barnalækningum, þrátt fyrir að það hafi verið til um- ræðu með reglulegu millibili. Leiðbeinandi: A námstíman- um er þeirri stofnun sem sér um menntun lækna í sérnámi skylt að sjá til þess að hver unglæknir hafi leiðbeinanda. Hlutverk leiðbeinanda er meðal annars að sjá til þess að viðkomandi fái þá verklegu þjálfun og bóklegu menntun sem er nauðsynleg til að geta starfað sjálfstætt sem barnalæknir. Kvenlækningar Samantekt unnin af Svein Ras- mussen, Haukeland sjúkrahús- inu í Björgvin Kröfur til sjúkrahúsþjónustu. A. Aðalmenntun: 1. Fjögurra ára þjónusta við kvensjúkdóma-/fæðingar- deild. Þó má koma í staðinn eins árs þjónusta við sérdeild í illkynja kvensjúkdómum. 2. Eins árs þjónusta við viður- kennda deild í almennum skurðlækningum. B. Hliðarmenntun: Hálft ár við aðra klíníska deild, við lyflækningadeild eða viðeigandi rannsóknarstofu eða í heimilislækningum. Með viðeigandi rannsóknar- stofu er átt við stofnanir í eftir- farandi greinum; erfðafræði, blóðmeinafræði, ofnæmisfræði, ónæmisfræði / ónæmisblóð- meinafræði, klínískri lyfjafræði, klínískri lífeðlisfræði, meina- fræði, klínískri taugalífeðlis- fræði, líffærafræði, líffæra- meinafræði, öndunarlífeðlis- fræði, hjartalækningum, innkirtlasjúkdómum, melting- arfæralækningum. Mælt er með að viðkomandi ráðfæri sig við sérfræðinefndina áður en fyrirhuguð menntun hefst, ef vafi leikur á að þjón- usta við deildina sé viðurkennd. Aðgerðalisti skal fylgja umsókn um sérfræðiviðurkenningu, og er hann metinn samkvæmt gild- andi minnstu kröfum. Námskeið: Kröfur gildandi frá 1. janúar 1994: Krafist er 120 klukkustunda í eftirfarandi námskeiðum: Ofrjósemi kvenna, ófrjósemi karla, kveninnkirtlalækning- um, ómskoðun, meðhöndlun illkynja kvensjúkdóma (sex mánaða þjónusta við Det Nor- ske Radiumhospitalet eða aðra deild fyrir illkynja kvensjúk- dóma). Auk ofangreindra nám- skeiða eru gerðar kröfur um námskeið í skipulagningu og stjórnun. Frá 1. janúar 1996: Krafist er 200 klukkustunda, þar af minnst 120 klukkustunda í eftir- töldum námskeiðum: Ófrjó- semi kvenna og karla, með- höndlun illkynja kvensjúk- dóma, erfðafræði og meðfæddum göllum, ómskoð- un, fæðingarfræði (pre-, per- og postnatal), þvagfærasjúkdóm- um og þvagstraumfræði, kven- innkirtlalækningum. Auk ofangreindra námskeiða eru gerðar kröfur um námskeið í skipulagningu og stjórnun. Skemmri þjónusta en þrír mán- uðir við deild er ekki viður- kennd. Að minnsta kosti eitt og hálft ár af aðalmenntun verður að fara fram við háskólasjúkra- hús eða annað stærra sjúkrahús „grúppu 1“ sjúkrahús. Svæfingalækningar Samantekt unnin af Árna Haf- stað, Haukeland sjúkrahúsinu í Björgvin I Noregi eru um það bil 14.600 læknar, þar af eru 380 skráðir svæfingalæknar. Enn sem komið er hefur verið skort- ur á svæfingalæknum og erlend- ir kollegar gjarnan verið fengnir til þess að fylla í skarðið (til dæmis eru sjö af 42 læknum á svæfingadeild Haukeland sjúkrahússins í Björgvin erlend- ir). Þrátt fyrir þennan greinilega læknaskort er vandkvæðum háð að fá lengri ráðningu en sex mánuði, hafi maður ekki starf- að í Noregi áður. Er það vegna þess að ráðningar til lengri tíma eru afgreiddar af Statens helse- tilsyn (landlæknisembættinu), en samkvæmt reglum sem þar gilda, komast umsækjendur ekki í forgangsröðun nema þeir hafi unnið eitt ár í landinu. Á hinn bóginn er vandalaust að sniðganga Helsedirektoratet og sækja beint um til viðkomandi deilda, sætti maður sig við skemmri ráðningu (sex mánuði eða skemur) án frekari skrif- legrar skuldbindingar af hálfu stofnunarinnar fyrsta árið. Sérnáminu í svæfingum er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.