Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 58

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 58
486 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 skipt í tvo hluta; aðalmenntun fjögur ár og hliðarmenntun eitt ár. Aðalmenntunin felur í sér fjögurra ára þjónustu á svæf- ingadeild á viðurkenndu sjúkra- húsi, þar af minnst eitt ár á há- skólasjúkrahúsi. Hliðarmennt- un er tvískipt; annars vegar hálft ár á barnadeild eða lyf- lækningadeild. hins vegar hálft ár á annarri klínískri deild, rannsóknarstofu eða heilsu- gæslu. Pyrluþjónusta og stór- slysaþjónusta kemur einnig til greina hér. Annað skilyrði fyrir norskum sérfræðiréttindum er að hafa tekið þátt í eftirtöldum nám- skeiðum sem haldin eru árlega af norska læknafélaginu: 1. Kynningarnámskeið í svæf- ingum (Rikshospitalet, jan- úar). 2. Deyfingar, lyfjafræði, eitur- efnafræði (Þrándheimi, mars). 3. Gjörgæslulækningar (Haukeland sjúkrahúsið, mars). 4. Hjarta- og lungnalífeðlis- fræði í tengslum við svæfing- ar og gjörgæslu (Tromsö, október). 5. B lokkdeyfing og verkjameð- ferð (Ullevál, nóvember). 6. Svæfingar og gjörgæsla á börnum og svæfingar við fæðingarhjálp (Rikshospi- talet og Aker sjúkrahús, ap- ríl). 7. Stjórnunarnámskeið haldið á fleiri stöðum yfir árið. Hvert námskeið tekur eina viku og lýkur með prófi og kostnaðurinn er greiddur af norska læknafélaginu. Þó að engin lokapróf séu haldin er sumstaðar lagt hart að mönnum að taka fyrri hluta prófs í The European Academy of Anaes- thesiology. Seinni hlutann er síðan hægt að taka að fengnum norskum sérfræðiréttindum. Almennar skurðlækningar Samantekt unnin af Hirti Gísla- syni, Haukeland sjúkrahúsinu í Björgvin Nám í almennum skurðlækn- ingum í Noregi tekur sex ár. Námið er skipulagt þannig að menn fái sem breiðasta mennt- un í almennum skurðlækning- um. Fyrirkomulagið tekur með- al annars mið af að menn verði færir um að taka sameiginlegar vaktir (allar undirgreinar skurð- lækninga), sem er algengt á minni stöðum. Eftir að nám í almennum skurðlækningum er lokið sérhæfa flestir sig, það er taka undirsérgrein, en það tek- ur tvö til þrjú ár í viðbót. Þær undirgreinar sem eru viður- kenndar í Noregi eru; bæklun- ar-, þvagfæra-, meltingarfæra-, æða-, brjósthols-, hjarta-, barna- og miðtaugakerfisskurð- lækningar. Sérnámið byggist að mestu á vinnu á skurðdeildum. Metin er vinna allt að fjórum árum á litl- um sjúkrahúsum en krafist er að minnsta kosti tveggja ára vinnu á stóru sjúkrahúsi (háskóla- eða stóru „fylkis“ sjúkrahúsi). Það hefur ekki reynst neinum vand- kvæðum bundið að fá metna starfsreynslu frá íslenskum sjúkrahúsum. Reiknað er með að á starfstímanum öðlist menn reynslu í öllum undirsérgrein- um og á stóru sjúkrahúsunum flytjist menn yfirleitt milli sér- deilda eftir ákveðnum reglum. Flestir stóru spítalanna hafa svokallað „leiðsögukerfi“ þar sem einn af yfirlæknunum verð- ur leiðsögumaður (veileder) og hjálpar til við að skipuleggja námið. Krafist er ákveðins lágmarks- fjölda aðgerða (í hverja undir- sérgrein) og þarf að skila að- gerðalistum þegar sótt er um sérfræðiviðurkenningu. Mikil- vægt er því að halda til haga af- riti af aðgerðalýsingum ef menn hefja nám sitt á íslandi. Krafist er þátttöku í ákveðnum nám- skeiðum meðan á sérnámi stendur. Fjögur námskeiðanna eru skyldunámskeið og tekur hvert þeirra eina viku. Auk þess er krafist um 100 tíma í frjálsum námskeiðum í skurðlækning- um. Ákvæði um námskeiðin eru í kjarasamningum og auðsótt að fá frí á fullum launum. Reynsl- an hefur sýnt að erfiðast er að fá vinnu ef menn eru alveg reynslulausir og því æskilegt að vinna eitt til tvö ár á handlækn- ingadeild á íslandi áður en hald- ið er utan. Læknisfræðileg örveru- fræði Samantekt unnin af Guðrúnu Baldvinsdóttur, Ullevál sjúkra- húsinu í Osló Læknisfræðileg örverufræði er sérgrein sem ekki er til á ís- landi. Þar er greininni skipt upp og hægt að fá sérfræðileyfi í ann- aðhvort sýklafræði eða veiru- fræði. Nýlega var tekin í notkun ný reglugerð í Noregi sem lýst er í aðaldráttum hér á eftir. Frá janúar 1996 verður að öllum lík- indum einnig breyting á skyldu- námskeiðum og lágmarkskröf- um sem koma fram í atriðaskrá (sjekkliste). A. Aðalgrein: 1. Fjögur ár á rannsóknarstofu í örverufræði. Stofnunin þarf að hafa viðurkennda náms- áætlun. 2. Allt að einu ári af þvf sem krafist er í lið A. 1 er hægt að taka á klínískri deild. þar sem smitsjúkdómar eru stór hluti af starfseminni. B. Hliðargrein: 1. Eitt ár á deild eða stofnun, þar með taldar vísindalegar rannsóknarstofnanir sem tengjast greininni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.