Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 22

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 22
856 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Fyrirspurnir — svör Glútenóþol í görn ... Athugasemd Ég las með áhuga grein Jóns Sigmundssonar og félaga Glútenóþol ígörn á íslandi — faralds- frœði, sjúkdómsmynd og greining sem birtist í Læknablaðinu í maí 1995 (1). Það vakti furðu mína að aðeins einn af þessum 28 sjúklingum sem greindust með glútenóþol, hafði hring- blöðrubólgu (dermatitis herpetiformis). Það er vitað að stór hluti, ef ekki allir, sjúklingar með hringblöðrubólgu hafa glútenóþol í görn, en í meirihluta tilfella án einkenna (2). Ég geri ráð fyrir því að það hafi greinst meira en einn sjúklingur á Islandi með hringblöðrubólgu á tímabilinu 1962-1991. Hafa þessir sjúklingar verið rannsakaðir með tilliti til glútenóþols í görn? Ef það hefur verið gert og í ljós hefur komið að þeir hafa ekki verið með glútenóþol, þá er það út af fyrir sig mjög merkilegt og efni í sérstaka grein. Hafi þeir aftur á móti ekki verið rannsakaðir með tilliti til glútenóþols þá má gera ráð fyrir því, að þessir sjúklingar bætist í hóp þeirra sem eru með glútengarnamein en hafa ekki verið greindir. HEIMILDIR 1. Sigmundsson J, Guðjónsson H, Björnsson J, Cariglia NJ, Pálsson G. Glútenóþol í görn á íslandi — faraldsfræði, sjúkdómsmynd og greining. Læknablaðið 1995; 81: 393- 400. 2. Katz SI. Dermititis Herpetiformis. In: Fitzpatrick TB, Eisen AZ, Wolff K, Freedberg, Austen KF, eds. Derma- tology in General Medicine. New York: McGraw-Hill, Inc. 1993: 636-41. Vigfús Sigurðsson sérfræðingur í húðsjúkdómum, húðlækningadeild Háskólasjúkrahússins í Utrecht Svar Við þökkum Vigfúsi kærlega fyrir þann áhuga sem hann sýnir grein okkar um glúten- óþol í görn á íslandi (1). Það er hárrétt hjá Vigfúsi að nær allir þeir sem hafa hringblöðru- bólgu (dermatitis herpetiformis) hafa einnig glúten-garnamein, þó oftast séu einkenni frá þarmi lítil sem engin. Aftur á móti ef glúten- óþol kemur fyrst og fremst fram í görn (coeliac sprue) þá hafa einungis innan við 10% slíkra sjúklinga hringblöðrubólgu (2). Okkar grein einskorðast við þá sem hafa fyrst og fremst glúten-garnamein þannig að það er í samræmi við ofanskráð að einungis einn af 28 sjúkling- um með glúten-garnamein hafa líka húðsjúk- dóminn. Okkur er reyndar kunnugt að á tíma- bilinu 1962-91 eru að minnsta kosti sjö vel stað- fest tilfelli um hringblöðrubólgu. Þetta þekkj- um við því leitað var að slíkum sjúklingum í tengslum við rannsókn á HLA vefjaflokkum sjúklinga með glútenofnæmi (3). Einungis einn þessara sjúklinga fór í smáþarmasýnatöku sem var jákvæð. Þessi tiltekni sjúklingur er einmitt þessi eini í okkar hópi sem hefur staðfest glút- enofnæmi í görn og húð. Hinir sex með hring- blöðrubólgu eru ekki hluti af okkar efniviði þar sem eitt af inntökuskilyrðum fyrir glúten- garnamein er sönnuð skemmd á þarmaslím- húð. HEIMILDIR 1. Sigmundsson J, Guðjónsson H, Björnsson J, Cariglia NJ, Pálsson G. Glútenóþol í görn á Islandi — faraldsfræði, sjúkdómsmynd og greining. Læknablaðið 1995 ; 81: 393- 400. 2. Trier JS. Celiac sprue. In: Sleisengar MH, Fordtran JS, eds. Gastrointestinal disease. Philadelphia: WB Saunders Co, 1993: 1078-96. 3. Árnason A, Skaftadóttir 1, Sigmundsson J, Mooney E, Björnsson J, Cariglia N, Pálsson G, Guðjónsson H. The association between coeliac disease, dermatitis herpeti- formis and certain HLA-antigens in Icelanders. Eur J Immunogenetics 1994; 21: 457-60. Fyrir hönd höfunda Hallgrímur Guðjónsson læknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.