Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 22

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 22
856 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Fyrirspurnir — svör Glútenóþol í görn ... Athugasemd Ég las með áhuga grein Jóns Sigmundssonar og félaga Glútenóþol ígörn á íslandi — faralds- frœði, sjúkdómsmynd og greining sem birtist í Læknablaðinu í maí 1995 (1). Það vakti furðu mína að aðeins einn af þessum 28 sjúklingum sem greindust með glútenóþol, hafði hring- blöðrubólgu (dermatitis herpetiformis). Það er vitað að stór hluti, ef ekki allir, sjúklingar með hringblöðrubólgu hafa glútenóþol í görn, en í meirihluta tilfella án einkenna (2). Ég geri ráð fyrir því að það hafi greinst meira en einn sjúklingur á Islandi með hringblöðrubólgu á tímabilinu 1962-1991. Hafa þessir sjúklingar verið rannsakaðir með tilliti til glútenóþols í görn? Ef það hefur verið gert og í ljós hefur komið að þeir hafa ekki verið með glútenóþol, þá er það út af fyrir sig mjög merkilegt og efni í sérstaka grein. Hafi þeir aftur á móti ekki verið rannsakaðir með tilliti til glútenóþols þá má gera ráð fyrir því, að þessir sjúklingar bætist í hóp þeirra sem eru með glútengarnamein en hafa ekki verið greindir. HEIMILDIR 1. Sigmundsson J, Guðjónsson H, Björnsson J, Cariglia NJ, Pálsson G. Glútenóþol í görn á íslandi — faraldsfræði, sjúkdómsmynd og greining. Læknablaðið 1995; 81: 393- 400. 2. Katz SI. Dermititis Herpetiformis. In: Fitzpatrick TB, Eisen AZ, Wolff K, Freedberg, Austen KF, eds. Derma- tology in General Medicine. New York: McGraw-Hill, Inc. 1993: 636-41. Vigfús Sigurðsson sérfræðingur í húðsjúkdómum, húðlækningadeild Háskólasjúkrahússins í Utrecht Svar Við þökkum Vigfúsi kærlega fyrir þann áhuga sem hann sýnir grein okkar um glúten- óþol í görn á íslandi (1). Það er hárrétt hjá Vigfúsi að nær allir þeir sem hafa hringblöðru- bólgu (dermatitis herpetiformis) hafa einnig glúten-garnamein, þó oftast séu einkenni frá þarmi lítil sem engin. Aftur á móti ef glúten- óþol kemur fyrst og fremst fram í görn (coeliac sprue) þá hafa einungis innan við 10% slíkra sjúklinga hringblöðrubólgu (2). Okkar grein einskorðast við þá sem hafa fyrst og fremst glúten-garnamein þannig að það er í samræmi við ofanskráð að einungis einn af 28 sjúkling- um með glúten-garnamein hafa líka húðsjúk- dóminn. Okkur er reyndar kunnugt að á tíma- bilinu 1962-91 eru að minnsta kosti sjö vel stað- fest tilfelli um hringblöðrubólgu. Þetta þekkj- um við því leitað var að slíkum sjúklingum í tengslum við rannsókn á HLA vefjaflokkum sjúklinga með glútenofnæmi (3). Einungis einn þessara sjúklinga fór í smáþarmasýnatöku sem var jákvæð. Þessi tiltekni sjúklingur er einmitt þessi eini í okkar hópi sem hefur staðfest glút- enofnæmi í görn og húð. Hinir sex með hring- blöðrubólgu eru ekki hluti af okkar efniviði þar sem eitt af inntökuskilyrðum fyrir glúten- garnamein er sönnuð skemmd á þarmaslím- húð. HEIMILDIR 1. Sigmundsson J, Guðjónsson H, Björnsson J, Cariglia NJ, Pálsson G. Glútenóþol í görn á Islandi — faraldsfræði, sjúkdómsmynd og greining. Læknablaðið 1995 ; 81: 393- 400. 2. Trier JS. Celiac sprue. In: Sleisengar MH, Fordtran JS, eds. Gastrointestinal disease. Philadelphia: WB Saunders Co, 1993: 1078-96. 3. Árnason A, Skaftadóttir 1, Sigmundsson J, Mooney E, Björnsson J, Cariglia N, Pálsson G, Guðjónsson H. The association between coeliac disease, dermatitis herpeti- formis and certain HLA-antigens in Icelanders. Eur J Immunogenetics 1994; 21: 457-60. Fyrir hönd höfunda Hallgrímur Guðjónsson læknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.