Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 50

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 50
878 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Breytingar á næmisprófum Sýklalyfjaónæmi fer vaxandi, ný sýklalyf koma til sögunnar og önnur verða úrelt. Árið 1990 var gerð grein fyrir næmisprófum á sýklafræðideild Landspítalans og helstu aðferðunum (1), en síðan hefur orðið talsverð breyting á sýklalyfjanæmi og mörg ný lyf komið til sögunnar. Þótt ákveðinnar íhaldsemi sé þörf í tengslum við breytingar á næmisprófum, er nú tímabært að breyta og aðlaga næmispróf- in breyttum alþjóðastöðlum. Þann 1. nóvember síðastliðinn tóku gildi breytingar á fram- kvæmd og túlkun næmisprófa á sýklafræðideild Landspítalans og er líklegt að svipaðar breyt- ingar fylgi í kjölfarið á sýkla- rannsóknadeildum Borgarspít- alans og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu breyting- unum. Næmisprófin verða áfram gerð samkvæmt aðferð Kirby og Bauers (1,2). Sú aðferð er í stöðugri endurskoðun og eru reglulega gerðar endurbætur á henni. Þessi aðferð er mest not- uð í Bandaríkjunum og eru þar reglulega gefnir út staðlar til að fara eftir við framkvæmd næm- isprófanna (National Commit- tee for Clinical Laboratory Standards, NCCLS). Breyting- arnar felast meðal annars í nýj- um sýklaætum, viðmiðunar- stærð hindrunarsvæða umhverf- is lyfjaskífur og sérstökum aðferðum við að finna sýkla- lyfjaónæmi. Þann 1. nóvember var næmisprófum sýklafræði- deildarinnar breytt til samræmis við nýjustu staðla NCCLS. Auk þess voru gerðar breytingar á vali sýklalyfja sem prófuð eru. Staphylococci í staðinn fyrir meticillín hefur komið oxacillín. Ástæðan er sú að það er talið líklegra til að greina meticillín ónæmi hjá stafýlókokkum. Oxacillín tekur þá við sem fulltrúalyf fyrir þ-laktam sýklalyfin. Það þýðir að ef stafýlókokkar eru ónæmir fyrir oxacillíni, þá teljast þeir einnig ónæmir fyrir öðrum peni- cillín (kloxacillín, díkloxacillín, flúkloxacillín), cefalósporín (t.d. cefradín, cefúroxím, ce- fótaxím og ceftríaxón) og car- bapenem (imipenem) lyfjum, sem og samsetningum með (1-laktamasa hemjurum (amoxi- cillín+klavúlan sýru). Vegna þess að möguleiki er á því að vankómýcín ónæmi berist frá enterókokkum yfir í stafýló- kokka, er gert næmispróf fyrir vankómýcíni hjá öllum stafýló- kokkum. Rétt er að minna á að meticillín/oxacillín ónæmi er ekki landlægt á íslandi, en er algengt í nágrannalöndum okk- ar nema á Norðurlöndunum. Til að koma í veg fyrir innflutn- ing þeirra skal kembirækta sjúk- linga og starfsfólk sem koma frá erlendum sjúkrahúsum (nema Norðurlöndunum), samkvæmt reglum sýkingavarnarnefnda sjúkrahúsanna. Enterococci Enterókokkar eru að upplagi með lélegt næmi fyrir sýklalyfj- um. Bestu kostir til meðferðar eru ampicillín og penicillín/ ampicillín með amínóglýkósíð lyfi. Vegna sívaxandi fjölda ampicillín ónæmra stofna (bæði þ-laktamasamyndandi og ekki fS-laktamasamyndandi), vankó- mýcín ónæmra stofna og stofna með algert ónæmi fyrir amínó- glýkósíðum (high level resist- ance), hefur aðferð við næmis- próf enterókokka verið breytt talsvert. Næmi fyrir gentamícíni er ekki lengur gefið upp sem S, I eða R (enda gentamícín ekki gefið eitt sér sem meðferð við enterókokkasýkingum), heldur er þess getið hvort samverkun fáist með gentamícíni. Ef um al- gert ónæmi er að ræða fæst hvorki samverkun með penicill- ínum né vankómýcíni. Ampi-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.