Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 6

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 6
198 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 198-201 Ritstjómargrein Er þörf forgangsröðunar í heilbrigðismálum? Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hefur verið nokkuð vinsælt umræðuefni undanfarið. Ég hef verið meðal þeirra sem hef gagnrýnt þessa umræðu fyrir að vera ómarkvissa, tak- markaða og oft á tíðum ruglandi (1). Færa má rök að því að heppilegt sé að skoða forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu eins og hún eigi sér stað á nokkrum þrepum. Ástæðan er sú að umfjöllunarefni, rök, vandamál, aðferðir og lausnir eru ekki endilega þau sömu á öllum þessum þrepum. Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hefur venjulega verið skipt í þrjú stig eða þrep sem eru; a) forgangsröðun í meðferð tiltekinna einstaklinga, b) forgangsröðun innan stofnana eða landsvæða og c) forgangsröðun fyrir þjóð- ina alla. í grein sem birtist nýlega í Læknablaðinu bætti Torfi Magnússon við fjórða stiginu sem er skipting fjárlaga en á því þrepi er ákveðið hve stórum hluta fjárlaga er veitt til heilbrigðis- mála ár hvert (2). Venjulega er þetta stig for- gangsröðunar haft fyrir þjóðina alla en stund- um getur hentað að afmarka það frá hinum. Á öðru stigi er um að ræða forgangsröðun í heilbrigðismálum þjóðarinnar. A þessu þrepi á að taka margar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir, til dæmis hver eiga að vera verk- efni og markmið heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Á þessu stigi fer fram yfirstjórnin og samræmingin í heilbrigðiskerfinu. Hér á að ákveða hvernig fjármagni sem veitt hefur verið til heilbrigðiskerfisins er skipt til ýmissa verk- efna; stofnana, nýbygginga, tækjabúnaðar og Byggt á erindi sem flutt var á umræðufundi Læknafélags Reykjavíkur 23. nóvember 1995. jafnvel stöðugilda svo eitthvað sé nefnt. Hér á að fjalla um verkaskiptingu innan heilbrigðis- kerfisins, til dæmis milli heilsugæslu, sjúkra- húsa og einkarekinna stofnana. Hér á að ákveða hvaða starfsstétt á að vinna hvaða störf og hvaða starfsstéttir eru nauðsynlegar til að heilbrigðiskerfið virki eins og til er ætlast. Hér þarf líka að ákveða hvaða stofnanir eiga að sinna sérverkefnum sem eru of sjaldgæf eða of vandasöm til að vinna þau á hvaða stofnun sem er. Umræða um forgangsröðun sjúklingahópa á að fara fram á þessu stigi, það er að segja hvort einn sjúklingahópur eigi að hafa forgang fram yfir annan eða hvort veita skuli eina meðferð á kostnað annarrar. Þessi umræða þarf auðvitað að vera málefnaleg og taka mið af verkefnum og markmiðum heilbrigðiskerfisins en má ekki stjórnast af stundaræsingi. Forgangsröðun innan landsvœða eða stofn- ana er millistig milli forgangsröðunar fyrir þjóðina annars vegar og einstaklinga hins veg- ar. Hér er um að ræða ákvarðanir teknar af sveitarstjórnum eða sjúkrahússtjórnum og/eða heilsugæslustjórnum um það hvaða verkefnum þær ætli að sinna og hvernig, innan þess ramma sem þeim er settur af heilbrigðisráðuneyti og því fjármagni sem til þeirra er skammtað. Hér myndu einnig vera ákvarðanir um hvernig stofnanirnar ætli að eyða fjármagni sínu í tæki, mannafla, lyf, aðstöðu og annað. Þegar rætt er um forgangsröðun í meðferð tiltekinna einstaklinga er verið að fjalla um það hvernig velja skuli milli einstakra sjúklinga þegar ekki er til nóg handa öllum. Skort getur hæft starfsfólk, lyf, tíma, aðstöðu eða eitthvað annað. Skorturinn getur verið tímabundinn eða varanlegur. Þetta ástand skapast meðal annars þegar einn læknir þarf að sinna tveimur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.