Læknablaðið - 15.03.1996, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
201
Lokaorð
Umræða um forgangsröðun, sem ég vil
nefna stefnumótun, er mikilvæg, nauðsynleg
og tímabær.
Einfaldasta svarið við spurningunni, hvort
þörf sé forgangsröðunar í heilbrigðismálum er,
já auðvitað, forgangsröðun hefur alltaf verið til
í heilbrigðiskerfinu og er nauðsynlegur hluti
hennar svo lengi sem við erum háð mannlegri
þekkingu og tíma, það er að segja svo lengi sem
einn læknir þarf að sinna tveimur sjúklingum á
sama tíma. Kannski breytist þetta þegar við
förum að ferðast í tímanum og nota tölvur sem
lækna í stað manna.
Beinist spurningin hins vegar ekki að þessari
gerð forgangsröðunar heldur hinum tveimur
eða þremur þrepunum, verður svar mitt að
mjög líklega þurfi að forgangsraða verkefnum
á þessum sviðum, enda hefur það vissulega
verið gert hingað til þó í mismunandi miklum
mæli sé og mismikið hafi verið eftir því tekið.
Dæmi um forgangsröðun á þessu stigi er að láta
þjónustu við bráðveika sjúklinga ganga fyrir
þjónustu við sjúklinga með langvinna sjúk-
dóma.
Sé hins vegar spurt hvort þurfi að forgangs-
raða ákveðnum sjúklingahópum á kostnað
annarra sjúklingahópa eða meðferð við ein-
hverjum sjúkdómi á kostnað annarrar með-
ferðar, þannig að til komi einhvers konar geng-
isfelling á meðferð frá því sem nú er, þá verð ég
að viðurkenna að ég er ekki viss um hvert sé
rétta svarið. Það sem ég tel mig ekki vita ennþá
er hvað gera megi til dæmis með hagræðingu
innan kerfisins, þannig að ekki þurfi að gengis-
fella meðferð eða raða sjúklingahópum á ann-
an hátt en gert er í dag. En ég veit heldur ekki
til þess að neinn annar hafi gott svar við þessari
spurningu ennþá. Beinist upphafsspurningin í
þessa átt tel ég hana allt of mikla einföldun á
vandamálum heilbrigðiskerfisins. Að mínum
dómi er ekki æskilegt að fjalla um forgangsröð-
un sjúklingahópa eða meðferða án þess að
fjalla um margt annað í heilbrigðiskerfinu sem
hefur beint og óbeint áhrif á þessa röðun.
Ef merking spurningarinnar er nær því að
vera: Er þörf á að ræða forgangsröðun í heil-
brigðiskerfinu?, er svarið já. Það er alltaf þörf
á því að ræða hvað er að gerast og hvað best sé
að gera, þannig að ekki verði óvart teknar
ákvarðanir sem eru siðferðilega vafasamar eða
kannski kostnaðarsamari en þær sem við höf-
um í dag.
Ef spurningin er: Er þörf heildarstefnumót-
unar í heilbrigðiskerfinu til framtíðar?, þá er
svarið einfalt — oft var þörf en nú er nauðsyn.
Hér vil ég meina að við séum komin að
kjarna málsins og svörin við spurningunum
hver stefnan eigi að vera og hvers vegna hún
eigi að vera þannig er verðugt rannsóknarefni
og niðurstaðan skiptir miklu máli fyrir alla
þjóðina.
María Sigurjónsdóttir,
geðdeild Landspítalans
HEIMILDIR
1. Sigurjónsdóttir M. Staða lækna í þjóðfélaginu, nokkur
siðferðileg atriði. Læknablaðið 1995; 81: 819-22.
2. Magnússon T. Siðferðilegur grunnur styrkir ákvarðanir
um forgangsröðun. Læknablaðið 1995; 81: 704-6.
3. Outka G. Social justice and equal access to health care.
In: Munson R, ed. Intervention and Reflection. Basic
Issues in medical Ethics. 4th ed. Belmont, California:
Wadsworth Publishing Company, 1992: 594-603.
4. Rescher NP. The ailocation of exotic medical lifesaving
therapy. In: Mappes TA, Zembathy JS, eds. Biomedical
Ethics. 3rd ed. New York: McGraw-Hill Inc., 1991: 598-
608.
5. Daniels N. Health-care needs and distributive justice. In:
Arras J. Rhoden J, eds. Ethical Issues in Modern Med-
icine. 3rd ed. California: Mayfield Publishing Company,
Mountain View, 1989: 501-9.
6. Callahan D. Meeting needs and rationing care. In:
Mappes TA, Zembathy JS, eds. Biomedical Ethics. 3rd
ed. New York: McGraw-Hill Inc., 1991: 575-81.
7. Emery DD, Schneiderman LJ. Cost-effectiveness analy-
sis in health care. Hastings Center Report, 1989; July-
August: 8-13.