Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 13

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 203 Aldursstaðlað nýgengi sáðkrabbameins á rannsóknatímabilinu var 2,0 fyrir 100.000 karla á ári. Af 47 sjúklingum greindust tveir fyrir tilviljun en aðrir með einkenni þar sem fyrir- ferð (98%) og verkir í eista (42%) voru algeng- ust, en 11% höfðu einkenni meinvarpa. Flestir höfðu einkenni í einn til fjóra mánuði fyrir greiningu (34%) en 25% greindust eftir meira en sex mánuði. Meðalstærð æxlanna var 6,1 cm og fór minnkandi eftir 1981, eða úr 8 cm í 5,2 cm. Flest æxlin voru meðhöndluð með brott- námi eistans (98%), 66% sjúklinga fengu einn- ig geisla og 9% krabbameinslyfjameðferð. Æxlin voru stiguð og voru 73% æxlanna á stigi I, 20% voru á stigi II, 2% á stigi III og 5% æxlanna voru á stigi IV. Fimm ára lífshorfur fyrir hópinn í heild voru 89% og 10 ára lífshorf- ur 84%. Níu sjúklinganna voru látnir í ágúst 1994, enginn vegna sáðkrabbameins. Nýgengi sáðkrabbameins er í meðallagi á Islandi og klínísk hegðun og sjúkdómsstigun sambærileg og í nágrannalöndum okkar. Lífs- horfur karla með sáðkrabbamein eru mjög góðar á íslandi jafnvel í tilfellum þar sem sjúk- dómurinn er útbreiddur. Ef æxlið er lítið og sjúkdómurinn staðbundinn er brottnám eist- ans nægileg meðferð. Inngangur Krabbamein í eistum eru í 90-95% tilvika upprunnin í frjófrumum eistans (germinal cells) (1). Frjófrumuæxlunum er samkvæmt hefð skipt í sáðkrabbamein (seminoma) og annað æxli en sáðkrabbamein (non-semin- oma), en skiptingin kemur aðallega til vegna ólíkrar klínískrar hegðunar og meðferðar þess- ara æxla (2). í krabbameinsskrám eru illkynja æxli í eist- um yfirleitt sett undir sama hatt, þar á meðal í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. í henni sést að á árunum 1987- 1991 voru eistnakrabbamein aðeins tæp 2% af nýgreind- unt krabbameinum (3) en nýgengi hefur verið í meðallagi á íslandi í samanburði við nágranna- lönd (mynd 1) (4,5). Hjá körlum á aldrinum 20-34 ára er eistnakrabbamein engu að síður algengasta nýgreinda krabbameinið (3) en al- mennt má gera ráð fyrir sáðkrabbameini í um það bil helmingi eistnakrabbameinstilfella (1,6). Lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein hafa gjörbreyst síðustu áratugi og má gera ráð fyrir lækningu í allt að 90% tilfella (7). Vegur þar þyngst öflugri lyfjameðferð hjá sjúklingum með önnur æxli en sáðkrabbamein og útbreytt sáðkrabbamein (2,7). í íslenskri rannsókn hef- ur verið sýnt fram á verulega bættar lífshorfur frá 1940 hjá körlum með krabbamein í eistum (6). Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að vefjagerð æxlanna og ekki var litið sérstaklega á einkenni, greiningu og meðferð, hvorki fyrir sáðkrabbamein né önnur eistnaæxli. Auk þess náði rannsóknin aðeins til sjúklinga sem greindust fyrir 1984 en fjöllyfjameðferð með cisplatínum hófst hér á landi í lok áttunda ára- tugarins. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna með hvaða hætti sáðkrabbamein í eistum greinist hér á landi, stigun sjúkdómsins við greiningu, meðferð sjúklinganna og lífshorfur. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til allra íslenskra karla sem greindust með sáðkrabbamein í eistum frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1990. Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands greindust 93 karlar með krabbamein í eistum (carcinoma testis ICD-7 178) á þessu 20 ára tímabili. Farið var nákvæmlega yfir sjúkra- skrár og skrár Rannsóknastofu Háskóla Is- lands í vefjafræði og reyndust þrír sjúklingar ranglega greindir. Af 90 körlum sem eftir eru höfðu 47 sáðkrabbamein eða 52%. Flokkunar- kerfi WHO fyrir illkynja æxli í eistum var haft til hliðsjónar (8). Ef önnur æxli en sáðkrabba- mein fundust auk sáðkrabbameins í einu og sama æxli voru þau flokkuð með þeim fyrr- nefndu og því ekki tekin með í þessari rann- sókn. Numhcr pcr 100.000 malcs Figure 1. Age stcmdardised incidence per 100.000 men for carcinoma of llie teslis (1CD/-178) in llie Nordic countries 1981-1985.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.