Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 18

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 18
208 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þeirra (4/12) er dáinn í dag vegna annarra sjúk- dóma sem er hærra hlufall en hjá sjúklingum á stigi I (4/35=11%). Samanburður á þessum hópum er þó varasamur þar sem sjúklingar á stigi II-V voru það fáir, eða 12 talsins. í stærri rannsóknum eru heildarlífshorfur á stigi II og III í kringum 80-90% og 60% á stigi IV (28). Reynt var að beita Cox fjölbreytugreiningu til að kanna forspárgildi lífshorfa en þar sem dánarhlutfall var mjög lágt reyndust sjúkling- arnir of fáir og niðurstöður því ómarktækar. Greining: Krabbamein í eistum eru yfirleitt greind með þreifingu en í vafatilvikum getur ómskoðun af eista verið hjálpleg (28). Leiki grunur á æxli skal taka sjúklinginn til aðgerðar en þar má staðfesta greininguna með frysti- skurðarsýni. Mælingar á æxlisvísum hafa minni þýðingu fyrir sáðfrumukrabbamein en önnur stoðkerfisæxli í eistum. Engu að síður er rétt að mæla AFP (alpha-fetoprotein)og þ-hCG (beta-human chorionic gonadotropin) bæði fyrir og eftir aðgerð því í 10% tilfella er þ-hCG hækkað fyrir aðgerð. Hækkað AFP útilokar hins vegar að um „hreint“ sáðkrabbamein sé að ræða (18,25). Mælt er með lungnamynd og tölvusneiðmyndarannsókn af aftanskinurými hjá öllum en tölvusneiðmyndataka er talin betri rannsókn en sogæðamyndataka til að greina stækkaða eitla í aftanskinurými og kem- ur því í stað hennar (18,26,27). Ómskoðun af aftanskinurými kemur einnig til greina (27). Meðferð: Við greiningu er rétt meðferð að fjarlægja eistað og er slíkt fullnaðarmeðferð við staðbundnu sáðfrumukrabbameini. Þetta gefur aukreitis nákvæmar upplýsingar um vefjagreiningu, æxlisvöxt í skurðbrúnum og æðainnvöxt. Eistnakrabbamein dreifa sér oft til eitla í kviðarholi. Mikilvægt er að fjarlægja eistað gegnum náraskurð þar sem eistna- krabbamein getur sáð sér í skurðsári á pung. Aðferðin gefur einnig möguleika á að klemma fyrir æðar frá eistanu og hindra þannig hugsan- lega dreifingu upp í kviðarhol, þegar æxlið er handfjatlað (25). Hvað varðar frekari meðferð eftir skurðað- gerð hafa áherslur breyst á tímabilinu. A árun- um 1971-1987 fengu sjúklingar með sjúkdóm á stigi I geislameðferð gegn eitlum sömu megin í grindarholi og meðfram meginslagæð í kviðar- holi upp fyrir 11. brjóstlið, þar eð fyrsta eitla- stöð við eistnakrabbameini liggur í nýrnahæð. Sjúklingar með sjúkdóm á stigi II fengu einnig geislameðferð gegn eitlum í miðmæti. Frá þessu hefur verið horfið síðari ár varðandi sjúkdóm á stigi I, þar eð rannsóknir hafa sýnt að gott eftirlit gefur jafn góðan árangur og er þá geisla- eða lyfjameðferð beitt við endur- vakningu sjúkdómsins (30,31). Þá hafa rann- sóknir leitt í ljós að áhætta getur hugsanlega fylgt geislameðferðinni og hefur þar verið bent á meðferðartengd krabbamein (32). Geisla- skammtar og stærð geislareita geta þar skipt máli. Frá 1987 hefur geislameðferð því ein- göngu verið gefin hér á landi við sjúkdómi á stigi II og er þá geislameðferð gegn miðmæti sleppt á svipuðum forsendum og geislameð- ferð var hætt gegn sjúkdómi á stigi I. í dag er of snemmt að fullyrða um árangur þessarar breyttu meðferðar, enda sjúklingar á stigi I sem fylgt hefur verið frá 1987 aðeins 13 talsins. Engu að síður er ljóst að einungis í einu tilviki tók sjúkdómurinn sig upp (8%) en eftir- litstíminn eru tæp sex ár. Sjúklingurinn sem um ræðir svaraði vel krabbameinslyfjameðferð að undangenginni skurðaðgerð og er við góða heilsu í dag, rúmum tveimur árum síðar. Sáðkrabbamein er næmt fyrir meðferð með frumudrepandi lyfjum (29). Helsta aukaverk- un slíkra lyfja hefur verið ófrjósemi, en rétt er að benda á, að stór hluti sjúklinga með eistna- krabbantein er með minnkað magn sæðis- frumna og sæðisfrumur með skertan hreyfan- leika við greiningu (33). Frysting sæðis og auk- in tækni við frjóvgun hafa gert þessi vandamál minni. Með tilkomu cisplatíns á áttunda ára- tugnum var raunhæft að lækna sjúklinga með lengra gengið sáðfrumukrabbamein með lyfja- meðferð og eru lækningalíkur nú yfir 90% hjá sjúklingum með sjúkdóm á stigi IIB og hærri, þegar slíkri meðferð er beitt (18). Af ofan- skráðu er ljóst að með bættri greiningu, mark- vissara vali á sjúklingum til eftirmeðferðar, takmarkaðri geislameðferð og rétt valinni lyfjameðferð þar sem cisplatín er uppistaða í meðferð, er unnt að lækna sjúklinga með sáðfruntukrabbamein í langflestum tilvikum með lágmarks aukaverkunum. Lokaorð Sáðkrabbamein virðist aukast á Islandi og meðalaldur sjúklinganna fer lækkandi. Einnig bendir margt til þess að stigun fari lækkandi sem þýðir aukið hlutfall sjúklinga með stað- bundinn sjúkdóm. Ekki er vitað hvaða áhrif þessi þróun hefur á lífshorfur en lífshorfur eru mjög góðar fyrir þessa sjúklinga og með

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.