Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 22
212 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Kviðsjáraðgerð á botnlanga er örugg að- gerð. Legudagar eru enn óverulega færri en eftir opna aðgerð. Hins vegar koma sjúklingar mun fyrr til vinnu. Enn sem komið er tekur kviðsjáraðgerð lengri tíma. Við teljum kvið- sjáraðgerð álitlegan valkost fyrir sjúklinga með bráða botnlangabólgu, ekki síst í tilvikum þar sem vafi leikur á greiningu. Inngangur Botnlangataka er ein algengasta bráðaað- gerð sem framkvæmd er og hefur sáralítið breyst í rúma öld (1). Fylgikvillar eru aðallega sýkingar þar sem sárasýkingar sjást hjá 3-23% sjúklinga háð sýklalyfjaforgjöf fyrir aðgerð (2). í stórri sænskri rannsókn var skurðdauði hverf- andi og legutími eftir opna aðgerð 5,3 dagar (3). Stórstígar framfarir urðu á kviðarholsað- gerðum með tilkomu kviðsjár sem tengd er myndavél og sjónvarpsskjá. Fleiri læknar gátu fylgst með og tekið þátt í aðgerðinni á sjón- varpsskjá. Þannig varð hægt að gera flóknari kviðsjáraðgerðir en áður. Kviðsjártæknin hef- ur þegar sannað gildi sitt við gallblöðruaðgerð- ir (4). Rúm 12 ár eru síðan fyrsti botnlanginn var fjarlægður með kviðsjá (5). Engu að síður hefur kviðsjártækni ekki fest sig í sessi við að- gerðir á botnlanga. Skýringin er aðallega sú að ávinningur af kviðsjáraðgerð er ekki jafn aug- ljós og við aðgerðir á gallblöðru, enda opin gallblöðrutaka stór aðgerð. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að botnlanga- taka með kviðsjá er örugg aðgerð og tæknilega framkvæmanleg (6-12). Verkir í skurðsári eru minni og legutími sjúklinga styttri (6-8,12) en eftir opna aðgerð. Rannsóknir benda einnig til þess að sýkingar í skurðsárum séu fátíðari (6,7). Veikindaforföll eru mikilvæg því að ungt vinnufært fólk er stór hluti sjúklinga með botnlangabólgu. Valdi kviðsjáraðgerð minna álagi fyrir sjúklinga en opin aðgerð, ættu veik- indaforföll að minnka. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að svo sé, en fæstar hafa verið slembaðar (6-8). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort kviðsjáraðgerð leiddi til styttri legu og minni veikindaforfalla en opin aðgerð. Efniviður og aðferðir Á 15 vikna tímabili, frá 22. mars til 7. júlí 1993, greindust 40 sjúklingar (15 ára og eldri) klínískt með botnlangabólgu á Landspítala og voru undirbúnir fyrir bráðaaðgerð. Sjúklinga- hópurinn var samfelldur (consecutive materi- al). Sjúklingarnir völdust til hefðbundinnar botnlangatöku eða kviðsjáraðgerðar með lok- uðum bréfum (closed envelope ramdomisa- tion) og voru 20 sjúklingar í hvorum hópi. Sjúklingarnir fengu sýklalyf í æð fyrir aðgerð (Augmentin®,l g í æð). Sýklalyfjagjöf var hald- ið áfram í einn til níu daga eftir aðgerð ef drep (gangren) eða rof (perforatio) var í botnlang- anum. Magaslanga og þvagleggur voru sett í alla sjúklinga sem fóru í kviðsjáraðgerð, en hvort tveggja var síðan fjarlægt strax að aðgerð lok- inni. Loftnál (Veress needle) var stungið í gegnum kviðvegg og kviðarholið fyllt af lofti upp að ákveðnum þrýstingi (15 mm Hg). Síðan var 10 mm holsting (trochar) (Endotrocar®, Autosuture) stungið í gegnum kviðvegg fyrir neðan nafla. Kviðsjá (10 mm, 0°, Karl-Storz) var komið fyrir í gegnum naflarörið og hún tengd myndavél (video) sem tengd var sjón- varpsskjá. Því næst var 5 mm holsting stungið í miðlínu ofan þvagblöðru og aðgerðarborðinu hallað 15-20° á bakborða með höfuð sjúklings- ins niður á við (10-15°). Töng var rennt í gegn- um smærra holrörið og togað í smágirni og botnristil (coecum) svo botnlangi sæist. Stund- um varð að losa um botnristil til að komast að botnlanganum. Ef botnlanginn var bólginn var þriðja holstingnum (12 mm) komið fyrir í vinstri neðri fjórðungi eða rétt yfir botnlangan- um í hægri neðri fjórðungi. Tekið var beint í botnlangatotuna með töng en þegar botnlangi var mjög bólginn var lykkjusaumur (Endo- loop® Autosuture) klemmdur utan um hann sem síðan var hægt að ná taki á með töng. Gluggi var gerður í gegnum hengi botnlangans (mesenterium) og lokað fyrir æðar þess með hefti (Endo-GIA®, Autosuture), lykkjusaumi eða brennsluhníf (diathermy). Því næst var heft fyrir botnlangann, hann skorinn frá með sömu heftibyssu og dreginn út í gegnum rör án snertingar við kviðvegg. Mjög bólgnum botn- löngum var komið fyrir í sérstökum ruslapoka (Endo-bag®, Autosuture). í einu tilviki þurfti að skola út gröft og í öðru tilviki var fjarlægður bólginn botnlangi á bakvegg botnristils (retro- coecal appendix). Var botnristli þá lyft upp á við og til hægri og botnlanginn losaður með skærum og brennsluhníf. Sárum var lokað með 3/0 saum (Vicryl®, Ethicon) innanhúðar (intra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.