Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 27

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 217 útskrift og rúmur þriðjungur innan viku frá aðgerð. Svipaðar niðurstöður liggja fyrir í tveimur slembuðum rannsóknum og einni óslembaðri (6,7,25). Lengd sjúkrahúsdvalar var nokkuð sam- bærileg í hópunum tveimur (tveir til þrír dag- ar). Munurinn er skýrari þegar þeir sjúklingar sem snúið var í opna aðgerð eru ekki taldir með kviðsjárhópnum. Þeir lengja umtalsvert legutímann. Samt er ekki um marktækan mun að ræða. Til þess hefði þurft helmingi fleiri sjúklinga í hvorn hóp. Niðurstöðurnar gefa engu að síður til kynna tilhneigingu til styttri legutíma eftir botnlangaaðgerðir með kviðsjá. Enda voru 50% sjúklinga í kviðsjárhópi út- skrifaðir innan tveggja sólarhringa en 17% í opna hópnum. Legutími eftir kviðsjáraðgerðir okkar er sambærilegur eða heldur styttri en fram kemur í erlendum rannsóknum (tafla VI). Hins vegar voru sjúklingar útskrifaðir fyrr eftir opna botnlangatöku í rannsókn okkar, að jafnaði einum degi fyrr. Þetta skýrir að ekki er mark- tækur munur á legutíma hópanna tveggja. Rétt er að taka fram að fæstar erlendu rannsókn- anna voru slembaðar. Því er hugsanlegt að þar sé um villu í vali sjúklinga að ræða þannig að „auðveldari“ tilfelli hafi valist í kviðsjárhóp- inn. I stórri slembaðri rannsókn sem birt var nýlega náðist ekki marktækur munur eftir því hvor aðgerðin var gerð (13). Engu að síður er það mat okkar að sjúklingar séu frískari eftir kviðsjáraðgerð og legutími þeirra því eitthvað styttri enda þótt munur á legutíma sé ekki jafn mikill og talið hefur verið. Engar fyrirfram ákveðnar reglur voru settar um útskrift og það hvenær sjúklingar byrjuðu aftur að vinna, held- ur var fylgt venjulegum vinnureglum. Ákvarð- anir um útskrift voru teknar af deildarlækni og sérfræðingi í sameiningu. Sjúklingar úr báðum hópum voru útskrifaðir þegar þeir voru komnir á almennt fæði, hitalausir og án teljandi verkja. Styttri legutími og minni fjarvistir frá vinnu eftir kviðsjáraðgerðir skýrast af minni verkjum eftir aðgerð. Þar ráða mestu minni skurðir jafnvel þó þrír litlir séu gerðir. í rannsókn okk- ar var ekki lagt mat á verki en fjöldi rannsókna hefur sýnt minni verkjakvartanir og verkja- lyfjanotkun hjá sjúklingum eftir kviðsjárað- gerð (6,7,25,26). Við teljum hlutlægt verkja- mat erfitt, ekki síst þegar rannsóknin er ekki blind. Sennilega er vinnufærni besti mæli- kvarðinn á almennt ástand sjúklings eftir að- gerð þótt ekki sé um gallalausan mælikvarða að ræða. Upplýsingar um vinnufærni í okkar rannsókn eru mjög áreiðanlegar enda komu allir sjúklingar í eftirlit og haft var samband við þá alla þremur mánuðum eftir aðgerð. Kviðsjáraðgerðirnar eru tímafrekari en opin aðgerð. Þótt meginatriði kviðsjáraðgerðar séu svipuð og í opinni aðgerð er aðgangur að botn- langanum erfiðari og aðgerðin tæknilega flóknari. Hér er um fyrstu reynslu okkar af kviðsjáraðgerðum á botnlanga að ræða enda þótt þeir sem aðgerðirnar framkvæmdu hefðu umtalsverða reynslu í kviðsjáraðgerðum á gall- blöðru. Því er eðlilegt að kviðsjáraðgerðirnar taki lengri tíma í byrjun. Þegar leið á rannsókn- ina styttist aðgerðatíminn og í dag taka botn- langatökur með kviðsjá oft í kringum 30 mínút- ur. Tiltölulega langur aðgerðartími fyrir opnu aðgerðirnar skýrist hins vegar af því að þær framkvæmdu yngri læknar í þjálfun undir eftir- liti sérfræðinga. Meiri munur er á svæfingar- tíma en aðgerðartíma fyrir hópana tvo. Það skýrist af uppsetningu flókins tækjabúnaðar og meiri undirbúnings við kviðsjáraðgerðirnar. Með aukinni þjálfun starfsfólks má gera ráð fyrir að undirbúningstími styttist. Það kom okkur á óvart að kviðsjáraðgerð er vel framkvæmanleg á feitu fólki og getur hún verið auðveldari viðfangs en opin aðgerð hjá þeim hópi sjúklinga. Einnig er hún í mörgum tilvikum vel framkvæmanleg ef um retrocoecal Table VI. Hospital stay (days) following appendectomy with laparoscope and open operation, comparison of results. Author N Laparoscopic Open Significiant McAnena, et al. (6)# 65 (29/36) 2 4 + Fritts, et al. (8)* 264 (55/206) 3.13 4.4 + Attwood, et al. (7)# 62 (30/32) 2 3 + Tate, et al. (13)* 140 (70/70) 3.5 3.6 - Frazee, et al. (26)* 75 (38/37) 2 2.8 - Mompean, et al.(27)* 200 (100/100) 4.8 6 + Ortega, et al. (25)* 166 (78/86) 2.2 2.8 + Guöbjartsson, et al.# 40 (20/20) 2 3 - # Medial * Mean

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.