Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 31

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 221 reyndust 26 (33%) hafa aöra meðfædda fæð- ingargalla; Downs heilkenni átta börn (9%), aðra litningagalla þrjú börn (3,5%), aðra galla 15 börn (17%) og króníska langvinna sjúkdóma 10 börn (11%). Þá voru 29 börn (34%) með tengdan hjartasjúkdóm þótt op á milli gátta væri aðalgallinn. Fjögur börn (5%) létust en dánarorsakir voru í öllum tilvikum aðrar en op á milli gátta og hafði ekkert þeirra gengist und- ir hjartaaðgerð. Af 87 sjúklingum hafa eða munu 34 börn (39%) gangast undir aðgerð þar sem opinu var lokað en hjá 29 börnum (33%) hefur opið lok- ast, en minnkað verulega hjá 12 börnum (14%) þannig að ekki er þörf á aðgerð. Ekkert barn- anna lést vegna aðgerðar og einn sjúklingur fékk fylgikvilla. Við ályktum að op á milli gátta sé algengari sjúkdómur á barnsaldri en fram að þessu hefur verið talið og tengd vandamál oft margvísleg. Það torveldar greiningu að einkenni eru oft óljós og óhljóð sem fylgir oft sakleysislegt. Paö er auðvelt og öruggt að lagfæra gallann og leysast oft veruleg vandamál við þá aðgerð. Inngangur Op á milli gátta (atrial septal defect, ASD) er algengur meðfæddur hjartasjúkdómur og greinist hann á öllum aldri (1—4). Þannig eru 7-18% sjúklinga með meðfædda hjartagalla með op á milli gátta án þess að hafa annan alvarlegan hjartagalla (2-4). Ein íslensk rann- sókn er til um nýgengi meðfæddra hjartagalla og reyndist op á milli gátta vera næstalgengasti gallinn eða 16% alvarlegra hjartagalla (5). Hjá sjúklingum sem greinast með hjartagalla á full- orðinsárum eru 33% með op á milli gátta (6). Þá er þessi hjartagalli oft hluti af öðrum alvar- legri hjartagöllum (7). Op á milli gátta skiptist í fjórar gerðir eftir staðsetningu á gáttaskilum. Op á milli gátta á miðjum gáttaskilum (ASD secundum, ASD 2°) er algengast og er í eða við sporgróf hjart- ans (fossa ovalis) á gáttaskilum. Sinus venosus op á milli gátta (SV ASD) er op sem liggur aftarlega og ofan til á gáttaskilum þar sem hægri lungnabláæð og efri meginholæð (vena cava superior) tengjast hjartanu (7). Primum op á milli gátta (ASD 1°) er op staðsett neðst á gáttaskilum og orsakast af ófullnægjandi sam- vexti lokuvísa (endocardial cushions) og fylgir að jafnaði rauf í framblöðku míturlokunnar (cleft mitral valve) (6,7). Sjaldgæfasta gerðin af opi á milli gátta er op í kransæðabláæð (sinus coronarius) þannig að blóð frá vinstri gátt á leið að hægri gátt um sínusinn sem stækkar og víkkar. Op á milli gátta er algengara meðal stúlkna en drengja og er kynjahlutfalli oftast lýst 2:1. Einn annar hjartagalli er einnig algengari hjá stúlkum, opin fósturæð, en allir aðrir hjarta- gallar eru algengari hjá drengjum (5,7). Pað er fremur fátítt að op á milli gátta valdi veikindum á unga aldri. I rannsókn frá Nýja Englandi, sem tók til barna sem gengust undir hjartaaðgerð á fyrsta ári, var aðeins 1% barn- anna með op á milli gátta (8). Oftast eru klínísk einkenni lítil og fremur óljós (1,4) og hjartaóhljóð sem fylgir er oft sakleysislegt eða heyrist alls ekki fyrr en komið er fram á fullorðinsár. Börn eru oft einkenna- laus (4,7). Petta tefur greiningu verulega. Þó hefur aldur við greiningu heldur farið lækkandi samfara bættri greiningartækni (ómskoðanir, Dopplers ómun (7). Horfur barna sem greinast með op á milli gátta og gangast undir aðgerð eru góðar þegar til langs tíma er litið. Þegar sjúkdómurinn greinist á fullorðinsaldri eru horfur mun lakari og víkkun á hægri slegli og hægri gátt leiðir til síðkominna vandamála jafnvel þótt opinu hafi verið lokað (13). Þegar op á milli gátta greinist er að jafnaði beðið þriggja til fimm ára aldurs með að gera skurðaðgerð þar sem jafnvel stór op geta lok- ast sjálfkrafa (1,3,9,13-17). Þau börn sem enn hafa stór op, sinus venosus eða primum op á milli gátta gangast þá undir skurðaðgerð og opinu er lokað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga breytingar á nýgengi ops á milli gátta á 10 ára tímabili. Við athuguðum einnig hvaða einkenni það eru hjá börnunum, sem leiða til greiningar, aldur við greiningu og stærð opsins, og ennfremur hvort op á milli gátta sé algeng- ari hjá fyrirburum og árangur aðgerða og dán- artölur. Efniviður og aðferðir Sjúklingar: Farið var yfir niðurstöður allra ómskoðana sem gerðar hafa verið á börnum frá upphafi ómrannsókna á hjarta á Landspít- ala fram til 1. júní 1994. Öll börn sem greinst hafa með op á milli gátta á íslandi hafa komið þangað til skoðunar. Skilyrði þess að börn voru tekin með í þessa rannsókn voru:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.