Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 32

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 32
222 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82 1. Börn fædd á 10 ára tímabili á árunum 1984-1993. 2. Stærð ops á milli gátta við greiningu 4 mm eða stærra. 3. Op á milli gátta var ekki hluti af öðrum alvarlegum hjartagalla eins og Fernu Fal- lot, víxlun stóru slagæðanna, stóru opi á milli slegla eða öðrum göllurn, þar sem aðgerðar var þörf. Þannig voru sjúklingar með op á milli gátta og aðra lítilfjörlega hjartagalla sem hefðu ekki þurft aðgerðar einir sér, teknir með. Aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár með greininguna op á milli gátta (ICD núrner 745,5 og 745,6) á Barnaspítala Hringsins og einnig sjúkraskrár með sömu greiningu af stofu ann- ars höfundar (HH) sem er sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna. Eftirtalin atriði voru athuguð: Tilvísunarað- ili, ástæða tilvísunar, einkenni sjúklings og ald- ur við greiningu. Hjartalínurit voru endurmet- in og röntgenmyndir af lungum og hjarta end- urskoðaðar. Farið var yfir niðurstöður ómrannsókna, það er gerð opsins, hvort um stakt eða fleiri op á milli gátta væri að ræða og athugað hvort gúlmyndun hefði orðið á gátta- skilum. Einnig var fjöldi fyrirbura í þessum hóp at- hugaður (börn fædd fyrir 36. viku meðgöngu). Loks voru skráðir aðrir hjartagallar og aðrir meðfæddir gallar eins og litningagallar og aðrir alvarlegir sjúkdómar. Hjartalínurit voru skoðuð og endurmetin. Þau börn sem höfðu óeðlilegt hjartalínurit voru með hægri öxulsveigju og/eða merki um stækkun á hægri slegli. Notuð voru McCam- mons skilmerki þegar tekin var afstaða til hvað teldist eðlilegt eða óeðlilegt (18). Greining var staðfest í öllum tilvikum með ómskoðun. Fyrstu árin var notuð General El- ectric ómsjá með 3 MHz ómhaus, en frá 1. maí 1988 hefur verið notuð Hewlett-Packard ómsjá með 5,0 og 3,5 MHz ómhausum. Notuð hefur verið tvívíddarómun með lita- og Dopplers óntun. Gáttaskil voru skoðuð með því að beita ómhausnum undir bringspalir (subxyphoid long and short axis) í lang- og skammás. Minnsta þvermál opsins var síðan notað við útreikninga. Tölfrœði: Tölfræðilegur útreikningur við samanburð, þar sem því var komið við, var gerður með kí- kvaðrati; p-gildi minna en 0,05 var talið tölfræðilega marktækt. Niðurstöður Sjúklingar: Op á milli gátta greindist hjá 87 börnunr, 61 stúlku og 26 drengjum, hlutfall stúlkna/drengja var því 2,4:1. A tímabilinu fæddust 43.809 lifandi börn á íslandi og var nýgengi ops á milli gátta því 0,2% (1,98 á hver 1000 lifandi fædd börn). Fjöldi nýgreindra til- fella fór vaxandi á tímabilinu (mynd 1). Þegar skoðað var hvernig börnunum var vís- að til hjartaskoðunar kom fram að 30% var vísað frá fæðingarstofnun, 22% úr ungbarna- eftirliti, 15% frá barnadeildum (Barnaspítali Hringsins og Landakotsspítali) og 32% eftir skoðun hjá öðrunt læknum. Eitt barn (1%) kom til skoðunar að frumkvæði foreldra. Astœða tilvísunar var oftast hjartaóhljóð en aðrar ástæður voru blámi, mæði, vanþrif, litn- ingagallar eða endurteknar sýkingar (tafla I). No. of pnticnts 20-, ___________ 1984-85 1986-87 1988-89 1990-91 1992-93 Year of birth Fig. 1. Number of patients diagnosed with ASD in Iceland 1984-1993.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.