Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
223
Table I. lndications for cardiac evaluation.
%
Heart murmur only 62
Heart murmur and other symptom/sign 22
Known chromosomal defect 5
Heart failure 3
Cyanosis 1
Other reasons 7
Table II. Indications for surgical correction.
Number Ratio (%)
Recurrent resp. infections 7 (26)
Failure to thrive 4 (15)
Heart failure 2 (7)
Persistent cyanosis 1 (4)
Elective operation 13 (48)
Table III. Other associated minor cardiac defects in patients
with ASD.
Number Ratio (%)
Ventricular septal defect (VSD), small 12 (14)
Pulmonary stenosis (valvar) 6 (7)
Partial anomalous pulmonary venous connection 3 (3,5)
Cleft mitral valve 3 (3,5)
Patent ductus arteriosus (PDA) 2 (2)
No associated defect 61 (70)
Greining: Greining var staðfest með óm-
skoðun hjá 86 börnum og við krufningu hjá
fjórum börnum sem létust.
a. Aldur. Börnin voru á aldrinum þriggja
daga til 10 ára við greiningu. Þannig greindust
55 börn fyrir sjö mánaða aldur (mynd 2). Þegar
op á milli gátta greindist hjá mjög ungum börn-
um (yngri en þriggja mánaða) lokaðist opið í
flestum tilvikum.
b. Líffœrafrœði. Sjötíu og níu börn voru með
secundum op á milli gátta (91%), þrjú með
sinus venosus op á milli gátta (5,7%) og þrjú
með primum op á milli gátta með rauf í mítur-
loku. Sjö börn (öll með secundum op á rnilli
gátta) voru með gúl í gáttaskilum (atrial septal
aneurysma). Hjá fjórum þeirra hvarf gúllinn er
opið lokaðist sjálfkrafa. Þegar stærð opanna
var skoðuð voru 29 börn (34%) með 4 mm
stórt op, 28 börn (31%) voru með op sem var
5-7 mm og 30 börn með op sem var 8 mm eða
stærra við greiningu (35%). Stærstu opin voru
20 mm í þvermál. Opið lokaðist hjá 29 börnum
af 46 (63%) sem voru með 6 mm op eða minna
og hjá einu barni af 26 (4%) sem voru með 7
mm op eða stærra við greiningu.
c. Hjartalínurit: Þegar hjartalínurit voru
skoðuð reyndust 30 af 34 börnum, sem gengust
eða eru talin þurfa gangast undir aðgerð, hafa
óeðlilegt hjartalínurit við greiningu. Hins veg-
ar var 21 af 45 börnum, sem ekki gengust undir
aðgerð, með óeðlilegt rit (p<0,01).
d. Röntgenrannsóknir: Röntgenmynd af
hjarta og lungum var tekin af börnunum 27
sem gengust undir aðgerð og var hún talin
óeðlileg (stórt hjarta og/eða aukið lungnablóð-
flæði) hjá 22 börnum (76%) en af 19 börnum
sem ekki gengust undir aðgerð og röntgen-
mynd var til af voru fimm með óeðlilega mynd
við greiningu (p<0,01).
Aðgerðarhópur: Af 87 börnum hafa 27 geng-
ist undir aðgerð, átta drengir og 19 stúlkur, þar
af tvö börn með primum op á milli gátta og þrjú
með sinus venosus op á milli gátta. Sjö börn til
viðbótar eru talin þurfa á aðgerð að halda síð-
ar.
Þegar ástæður aðgerðar voru skoðaðar kom
í ljós að sex börn fóru í aðgerð vegna endurtek-
inna og erfiðra öndunarfærasýkinga, tvö börn
vegna hjartabilunar, eitt barn vegna þreytu og
slappleika og fjögur börn þar sem þau þyngd-
ust lítið. Þrettán börn gengust undir valbundna
aðgerð á aldrinum þriggja til sjö ára (tafla II).
Þau börn sem ekki gengust undir valbundna
aðgerð voru yngri eða á aldrinum sex vikna til
18 mánaða.
Öllum primum og sinus venosus opum á
milli gátta var lokað með gollurshússhimnu og
hjá börnunum með primum op var einnig tek-
inn saumur í framblöðku míturlokunnar og
raufinni lokað. Secundum opi á milli gátta var
hins vegar lokað með saumi án þess að bót væri
sett í opið.
Af börnunum 27 sem gengust undir aðgerð
fékk eitt barn loftbrjóst á öðrum degi eftir
aðgerð og gáttatif (atrial fibrillation) en aðrir
fylgikvillar komu ekki fram. Legutími var sex
til 14 dagar (miðtala 9,6). Börnin voru öll skor-
in upp á sjúkrahúsum í London.
Aðrir hjartasjúkdómar: Tuttugu og níu börn
(34%) voru með aðra hjartagalla sem einir sér
hefðu ekki nægt til meðferðar, til dæmis lítil op
á milli slegla (ventricular septal defect, VSD),
væg þrengsli í lungnaslagæðarloku og svo fram-
vegis (tafla III). Hlutfall þeirra barna sem
gengust undir aðgerð var það sama hjá börnum