Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 223 Table I. lndications for cardiac evaluation. % Heart murmur only 62 Heart murmur and other symptom/sign 22 Known chromosomal defect 5 Heart failure 3 Cyanosis 1 Other reasons 7 Table II. Indications for surgical correction. Number Ratio (%) Recurrent resp. infections 7 (26) Failure to thrive 4 (15) Heart failure 2 (7) Persistent cyanosis 1 (4) Elective operation 13 (48) Table III. Other associated minor cardiac defects in patients with ASD. Number Ratio (%) Ventricular septal defect (VSD), small 12 (14) Pulmonary stenosis (valvar) 6 (7) Partial anomalous pulmonary venous connection 3 (3,5) Cleft mitral valve 3 (3,5) Patent ductus arteriosus (PDA) 2 (2) No associated defect 61 (70) Greining: Greining var staðfest með óm- skoðun hjá 86 börnum og við krufningu hjá fjórum börnum sem létust. a. Aldur. Börnin voru á aldrinum þriggja daga til 10 ára við greiningu. Þannig greindust 55 börn fyrir sjö mánaða aldur (mynd 2). Þegar op á milli gátta greindist hjá mjög ungum börn- um (yngri en þriggja mánaða) lokaðist opið í flestum tilvikum. b. Líffœrafrœði. Sjötíu og níu börn voru með secundum op á milli gátta (91%), þrjú með sinus venosus op á milli gátta (5,7%) og þrjú með primum op á milli gátta með rauf í mítur- loku. Sjö börn (öll með secundum op á rnilli gátta) voru með gúl í gáttaskilum (atrial septal aneurysma). Hjá fjórum þeirra hvarf gúllinn er opið lokaðist sjálfkrafa. Þegar stærð opanna var skoðuð voru 29 börn (34%) með 4 mm stórt op, 28 börn (31%) voru með op sem var 5-7 mm og 30 börn með op sem var 8 mm eða stærra við greiningu (35%). Stærstu opin voru 20 mm í þvermál. Opið lokaðist hjá 29 börnum af 46 (63%) sem voru með 6 mm op eða minna og hjá einu barni af 26 (4%) sem voru með 7 mm op eða stærra við greiningu. c. Hjartalínurit: Þegar hjartalínurit voru skoðuð reyndust 30 af 34 börnum, sem gengust eða eru talin þurfa gangast undir aðgerð, hafa óeðlilegt hjartalínurit við greiningu. Hins veg- ar var 21 af 45 börnum, sem ekki gengust undir aðgerð, með óeðlilegt rit (p<0,01). d. Röntgenrannsóknir: Röntgenmynd af hjarta og lungum var tekin af börnunum 27 sem gengust undir aðgerð og var hún talin óeðlileg (stórt hjarta og/eða aukið lungnablóð- flæði) hjá 22 börnum (76%) en af 19 börnum sem ekki gengust undir aðgerð og röntgen- mynd var til af voru fimm með óeðlilega mynd við greiningu (p<0,01). Aðgerðarhópur: Af 87 börnum hafa 27 geng- ist undir aðgerð, átta drengir og 19 stúlkur, þar af tvö börn með primum op á milli gátta og þrjú með sinus venosus op á milli gátta. Sjö börn til viðbótar eru talin þurfa á aðgerð að halda síð- ar. Þegar ástæður aðgerðar voru skoðaðar kom í ljós að sex börn fóru í aðgerð vegna endurtek- inna og erfiðra öndunarfærasýkinga, tvö börn vegna hjartabilunar, eitt barn vegna þreytu og slappleika og fjögur börn þar sem þau þyngd- ust lítið. Þrettán börn gengust undir valbundna aðgerð á aldrinum þriggja til sjö ára (tafla II). Þau börn sem ekki gengust undir valbundna aðgerð voru yngri eða á aldrinum sex vikna til 18 mánaða. Öllum primum og sinus venosus opum á milli gátta var lokað með gollurshússhimnu og hjá börnunum með primum op var einnig tek- inn saumur í framblöðku míturlokunnar og raufinni lokað. Secundum opi á milli gátta var hins vegar lokað með saumi án þess að bót væri sett í opið. Af börnunum 27 sem gengust undir aðgerð fékk eitt barn loftbrjóst á öðrum degi eftir aðgerð og gáttatif (atrial fibrillation) en aðrir fylgikvillar komu ekki fram. Legutími var sex til 14 dagar (miðtala 9,6). Börnin voru öll skor- in upp á sjúkrahúsum í London. Aðrir hjartasjúkdómar: Tuttugu og níu börn (34%) voru með aðra hjartagalla sem einir sér hefðu ekki nægt til meðferðar, til dæmis lítil op á milli slegla (ventricular septal defect, VSD), væg þrengsli í lungnaslagæðarloku og svo fram- vegis (tafla III). Hlutfall þeirra barna sem gengust undir aðgerð var það sama hjá börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.