Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 34

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 34
224 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 sem voru með annan hjartagalla og hjá þeim sem eingöngu höfðu op á milli gátta (mynd III) Aðrir sjúkdómar: Þrjátíu og sex börn (42%) höfðu einhverja aðra alvarlega eða langvinna sjúkdóma. Þar af voru átta börn með Downs heilkenni, þrjú börn voru með aðra litninga- galla og 15 með aðra meðfædda galla þannig að 26 börn af 87 (34%) voru með fæðingar- og/eða litningagalla (tafla IV). Tíu börn voru með aðra langvinna sjúkdóma (til dæmis astma og bakflæði í vélinda). Þegar hlutfall annarra sjúkdóma hjá börnunum sem gengust undir aðgerð var borið saman við börnin sem ekki gengust undir aðgerð kom enginn marktækur munur í ljós. Fyrirburar: Átján börn voru fædd fyrir tím- ann (meðgöngulengd innan 36 vikna), fjórir drengir og 14 stúlkur (drengir/stúlkur 1:3,5). Öll höfðu þessi börn secundum op á milli gátta. Tvö barnanna hafa gengist undir aðgerð og eitt til viðbótar er talið þurfa á aðgerð að halda. Hjá átta börnum hefur opið lokast sjálfkrafa. Þrír fyrirburanna létust (sjá dánartölur). Afdrif og dánartölur: Af 83 eftirlifandi sjúk- lingum hafa 78 (94%) skilað sér í eftirlit á réttum tíma. Enn eru börn í þessum hópi sjúk- linga sem eiga eftir að gangast undir aðgerð. Tvö börn með lítið op höfðu ekki komið til skoðunar í meira en tvö ár. Ekki hafðist upp á einu barni með meðalstórt op. Tvö börn sem gengust undir aðgerð hafa ekki verið skoðuð eftir agerð. Tafla V sýnir í stórum dráttum hvernig sjúklingunum hefur farnast. Fjögur börn létust (4,6%). Eitt barn var með samgang milli vélinda og barka (tracheo-oesophageal fistula) og var dánarorsök lungnabólga (Klebs- iella pneumonia). Eitt barn sem fæddist eftir 28 vikna meðgöngu var með Downs heilkenni og var dánarorsök vanþroskuð lungu (hyaline ntembrane disease). Eitt barn lést vegna Cand- ida albicans sveppasýkingar. Eitt barn var með þrílitnu 18 og lést þriggja mánaða gamalt. Ekk- ert barnanna sem lést hafði gengist undir að- gerð. Umræða Þessi rannsókn er sérstæð að því leyti að hér eru kynntir allir sjúklingar hjá heilli þjóð og endurspeglar því lágmarksnýgengi ops á milli gátta í okkar þjóðfélagi. Reynslan hefur sýnt okkur að sjúkdómurinn getur greinst á öllum aldri og nokkuð oft hjá fullorðnum. Þannig má búast við að fleiri sjúklingar fæddir á þessum Fig 3. Associated minor cardiac defects in patients with ASD. Table IV. Other associated extracardiac anomalies and dis• eases. Chromosomal defect Number Ratio (%) Trisomy 21 (Down’s syndrome) 8 (9) Other chromosomal defects 3 (3,5) Other congenital anomalies 15 (17) Other chronic diseases 10 (11,5) No associated anomalies or diseases 51 (59) Table V. Follow-up and fate of patients with ASD. Number Ratio (%) Operated or will be operated due to size of defect 34 (39) Spontaneous closure of ASD 29 (33) ASD smaller but not closed 12 (14) Unchanged size 2 (2) Uncertain wether operated or not (med/mod size) 4 (5) No follow-up in the past two years 2 (2) Total 87 (100) árum greinist. Nýgengi fer vaxandi þegar þessi hópur er skoðaður. í rannsókn þar sem ný- gengi og greining meðfæddra hjartagalla var skoðuð fyrir árin 1985-1989 kom fram að ný- gengi ops á milli gátta var 1,5 á hver 1000 lifandi fædd börn. Þannig má einnig lesa úr mynd 1 að tiltölulega fá börn greindust með op á milli gátta á árunum 1984 og 1985. Þetta má þakka bættri greiningartækni (Dopplers og litómun), og þeirri staðreynd að allir sjúklingarnir sem koma til skoðunar vegna hugsanlegra hjarta- galla koma á sama stað og allar ómskoðanirnar eru framkvæmdar af sama aðila. Dreifing eftir gerð opsins er í samræmi við

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.