Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 34
224 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 sem voru með annan hjartagalla og hjá þeim sem eingöngu höfðu op á milli gátta (mynd III) Aðrir sjúkdómar: Þrjátíu og sex börn (42%) höfðu einhverja aðra alvarlega eða langvinna sjúkdóma. Þar af voru átta börn með Downs heilkenni, þrjú börn voru með aðra litninga- galla og 15 með aðra meðfædda galla þannig að 26 börn af 87 (34%) voru með fæðingar- og/eða litningagalla (tafla IV). Tíu börn voru með aðra langvinna sjúkdóma (til dæmis astma og bakflæði í vélinda). Þegar hlutfall annarra sjúkdóma hjá börnunum sem gengust undir aðgerð var borið saman við börnin sem ekki gengust undir aðgerð kom enginn marktækur munur í ljós. Fyrirburar: Átján börn voru fædd fyrir tím- ann (meðgöngulengd innan 36 vikna), fjórir drengir og 14 stúlkur (drengir/stúlkur 1:3,5). Öll höfðu þessi börn secundum op á milli gátta. Tvö barnanna hafa gengist undir aðgerð og eitt til viðbótar er talið þurfa á aðgerð að halda. Hjá átta börnum hefur opið lokast sjálfkrafa. Þrír fyrirburanna létust (sjá dánartölur). Afdrif og dánartölur: Af 83 eftirlifandi sjúk- lingum hafa 78 (94%) skilað sér í eftirlit á réttum tíma. Enn eru börn í þessum hópi sjúk- linga sem eiga eftir að gangast undir aðgerð. Tvö börn með lítið op höfðu ekki komið til skoðunar í meira en tvö ár. Ekki hafðist upp á einu barni með meðalstórt op. Tvö börn sem gengust undir aðgerð hafa ekki verið skoðuð eftir agerð. Tafla V sýnir í stórum dráttum hvernig sjúklingunum hefur farnast. Fjögur börn létust (4,6%). Eitt barn var með samgang milli vélinda og barka (tracheo-oesophageal fistula) og var dánarorsök lungnabólga (Klebs- iella pneumonia). Eitt barn sem fæddist eftir 28 vikna meðgöngu var með Downs heilkenni og var dánarorsök vanþroskuð lungu (hyaline ntembrane disease). Eitt barn lést vegna Cand- ida albicans sveppasýkingar. Eitt barn var með þrílitnu 18 og lést þriggja mánaða gamalt. Ekk- ert barnanna sem lést hafði gengist undir að- gerð. Umræða Þessi rannsókn er sérstæð að því leyti að hér eru kynntir allir sjúklingar hjá heilli þjóð og endurspeglar því lágmarksnýgengi ops á milli gátta í okkar þjóðfélagi. Reynslan hefur sýnt okkur að sjúkdómurinn getur greinst á öllum aldri og nokkuð oft hjá fullorðnum. Þannig má búast við að fleiri sjúklingar fæddir á þessum Fig 3. Associated minor cardiac defects in patients with ASD. Table IV. Other associated extracardiac anomalies and dis• eases. Chromosomal defect Number Ratio (%) Trisomy 21 (Down’s syndrome) 8 (9) Other chromosomal defects 3 (3,5) Other congenital anomalies 15 (17) Other chronic diseases 10 (11,5) No associated anomalies or diseases 51 (59) Table V. Follow-up and fate of patients with ASD. Number Ratio (%) Operated or will be operated due to size of defect 34 (39) Spontaneous closure of ASD 29 (33) ASD smaller but not closed 12 (14) Unchanged size 2 (2) Uncertain wether operated or not (med/mod size) 4 (5) No follow-up in the past two years 2 (2) Total 87 (100) árum greinist. Nýgengi fer vaxandi þegar þessi hópur er skoðaður. í rannsókn þar sem ný- gengi og greining meðfæddra hjartagalla var skoðuð fyrir árin 1985-1989 kom fram að ný- gengi ops á milli gátta var 1,5 á hver 1000 lifandi fædd börn. Þannig má einnig lesa úr mynd 1 að tiltölulega fá börn greindust með op á milli gátta á árunum 1984 og 1985. Þetta má þakka bættri greiningartækni (Dopplers og litómun), og þeirri staðreynd að allir sjúklingarnir sem koma til skoðunar vegna hugsanlegra hjarta- galla koma á sama stað og allar ómskoðanirnar eru framkvæmdar af sama aðila. Dreifing eftir gerð opsins er í samræmi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.