Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 7

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 363 Bretlandi. Fljótlega voru færðar að því líkur að smitið hefði borist með fóðurmjöli, sem unnið var úr sláturafurðum sauðfjár, en riða í sauðfé hefur verið landlæg í Bretlandi í tvær aldir. Þótt ekki hafi verið færð fram endanleg sönnun fyrir því að smitið hafi borist þannig í kýrnar, þá eru yfirgnæfandi líkur fyrir því. Faralds- fræðilegar athuganir hafa leitt í ljós að nokkr- um árum eftir að bannað var að nota slíkt mjöl sem kýrfóður árið 1988, hefur tilfellum af kúa- riðu fækkað verulega (5) og virðast allar horfur á að faraldurinn deyi sjálfkrafa út enda hefur ekkert enn komið fram sem bendir til að kýrn- ar smiti hver aðra. Eftir að kúariðan kom upp í Bretlandi hefur hún greinst í nokkrum öðrum löndum í Evrópu. Þau tilfelli eru fá og hafa öll verið rakin til nautgripa sem fluttir voru inn frá Bretlandi. Hérlendis hefur kúariðu ekki orðið vart, enda er mjöl sem unnið er úr sláturafurð- um sauðfjár ekki notað sem kýrfóður hérlend- is. Sem fyrr greinir vaknaði sú spurning, þegar sýnt þótti að riða hefði borist úr sauðfjárafurð- um í kýr, hvort mönnum væri hætt? Bresk yfirvöld brugðust meðal annars við á þann veg að 1989 voru settar strangar reglur um vinnslu sláturafurða af nautgripum til að tryggja að kjötið mengaðist ekki af smitefni og yrði neysluhæft, en smitefnið finnst ekki í vöðvum. Ari síðar var endurvakin stofnun í Edinborg sem hafði það hlutverk að hafa eftirlit með faraldsfræði Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins í Bretaveldi. A grundvelli þeirra rannsókna orð- aði heilbrigðismálaráðherrann hugsanleg tengsl kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúk- dóms. Nú hafa þær niðurstöður nýlega verið birtar (6). Þar kemur fram að meginástæðan fyrir því að vikið var að hugsanlegum tengslum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins og kúariðu var að á 10 mánaða skeiði á árunum 1994-1995 höfðu greinst 10 tilfelli sjúkdómsins sem voru óvenjuleg hvað varðar aldur, klínísk einkenni, sjúkdómsgang og síðast en ekki síst vefja- meinafræðilegar breytingar í heila. Það sem vóg þyngst var að allir sýndu þá megindrætti sem einkenna vefjaskemmdir í Creutzfeldt-Ja- kob sjúkdómi en mynstur vefjabreytinganna, það er hvaða drættir voru mest áberandi og staðsetning þeirra, var áþekkt í öllum sjúkling- unum og frábrugðið því sem lýst hefur verið í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi, jafnvel í ungu fólki, en sjúkdómurinn hefur stöku sinnum áður greinst í ungu fólki jafnvel innan við tví- tugt. Þareð rannsókn á príon geni þessara sjúk- linga leiddi ekki í ljós neinar stökkbreytingar sem tengjast arfgenga forminu á sjúkdómnum komust höfundar að þeirri niðurstöðu að hugs- anlegt væri að þau tengdust kúariðu þótt það gæti engan veginn talist sannað á grundvelli þessara rannsókna. Ekki fundust neinir áhættuþættir utan þess að allir höfðu neytt nautakjöts á undanförnum 10 árum (hvaða Breti skyldi ekki hafa gert það). Enginn hafði etið heila (þar er smitmagnið mest), einn hafði verið slátrari um tveggja ára skeið. í greininni er engu slegið föstu um orsaka- samhengi kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúk- dóms. Það er vandskýrt af hverju sjúkdómur- inn kemur einvörðungu fram í ungu fólki. Gæti hugsast að ástæðan fyrir því að þessi tilfelli greindust væri vegna aukinnar árvekni í kjölfar þess að kúariðan kom upp? Það er mjög sér- stætt að sjúkdómseinkenni í þessum tilfellum voru það afbrigðileg að það verður að endur- skoða skilmerki fyrir klínískri greiningu sjúk- dómsins. Þess er rétt að geta að tilfellum af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi hefur að vísu fjölgað í Bretlandi eftir 1990 en sú fjölgun hefur aðallega verið vegna þess að fleiri öldungar, eldri en 75 ára, hafa greinst með sjúkdóminn, sem rekja má til betri greiningar. Þau tilfelli hafa verið dæmigerð fyrir Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm. Engin augljós skýring er á því af hverju kúa- riða ætti fremur að smita fólk en riða í sauðfé. Bretar hafa búið við riðu í sauðfé í að minnsta kosti tvær aldir og aldrei fundið neina vísbend- ingu um að hún gæti borist í fólk og valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi. Sama gildir hér- lendis. Við höfum búið við riðu í sauðfé á aðra öld. Lengst af hefur sauðkindin verið nýtt út í hörgul. Það sem ekki var etið var nýtt í klæði og skæði. Við höfum allt frá árinu 1980 fylgst grannt með því hvort nokkrar líkur væru á því að sauðfjárriða gæti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi. Hvatinn að því var að árið 1974 var sú kenning sett fram að neysla augna úr sauðfé gæti leitt til sjúkdóms- ins. Sú tilgáta hvfldi á því að fundist hafði margfalt hærri tíðni hans hjá lýbískum gyðing- um í ísrael en öðrum íbúum (7). Þeir voru sauðfjárbændur og neyttu meðal annars augna. Hér var og er sá siður enn útbreiddur og í sumum héruðum var frameftir öldinni einnig siðvenja að neyta heila. Það er skemmst frá því að segja að á tímabilinu 1960 til 1995 hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.