Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 369 þannig að ísland sýnir millitíðni miðað við þessar þjóðir. Smitleiðir H. pylori sýkinga eru ekki að fullu þekktar og geta verið mismun- andi milli þjóða. I okkar heimshluta er talið að meginsmitleiðin sé frá munni til munns (oral- oral), en í löndum þriðja heimsins kemur sennilega einnig til smit frá hægðum í gegnum óhreint vatn (faecal-oral), en almennt virðist H. pylori smit hjá ungu fólki fylgja fátækt og óþrifnaði. Við þessi skilyrði eru flestir sem á annað borð eru móttækilegir fyrir smiti sýktir um og upp úr tvítugu, Náttúrlegur gangur H. pylori sýkingar virðist vera sá að flestir sýkjast án einkenna. Allir fá magabólgu af gerð B sem eftir nokkra áratugi leiðir til rýrnunar á maga- slímhúð (atrophic gastritis), en við það ástand hverfur H. pylori sýkingin af sjálfu sér (16), þá hverfur ónæmissvarið væntanlega líka á nokkr- um árum. í ljósi þessa er athyglisvert að í okkar rannsókn komu ónæmissvör með jaðargildum (intermediate response) nær eingöngu fyrir í aldurshópnum 20-40 ára og yfir 70 ára. Þetta eru þeir aldurshópar á Islandi sem annað hvort eru að mynda svar eða missa það. Þegar H. pylori er útrýmt úr magaslímhúð með lyfja- meðferð tekur það um eitt ár fyrir ónæmis- glóbúlín G mótefni í blóðvatni að lækka urn 50% (17). Óvíst er hvers vegna íslendingar sýkjast fyrr á ævinni en íbúar í nágrannalöndunum. Ekki er líklegt að fátækt og óþrifnaði sé um að kenna, þar sem afkoma hér er svipuð og á hinum Norðurlöndunum, og tíðni mótefna gegn lifrarbólguveiru A (sem oft tengist óþrifn- aði og fátækt) er síst hærri hér en annars staðar í Norður-Evrópu (1,6% í einstaklingum undir 20 ára aldri) (18). Mögulega er skýringuna að finna í því að íslendingar hafa haft aðrar mat- arvenjur og stærri fjölskyldur en þekkist í ná- grannalöndunum. Ekki er þó útilokað að slæmar aðstæður hafi áður fyrr haft meira að segja hérlendis, og leiða má getum að því að fyrr á öldinni hafi H. pylori sýking verið ennþá útbreiddari en hún er nú, þar sem algengi mót- efna gegn lifrarbólguveiru A í framangreindri rannsókn var 69% í aldurshópnum eldri en 60 ára (18). Útbreiðsla H. pylori sýkinga á íslandi hefur sérstaka þýðingu vegna hárrar tíðni maga- krabbameins. H. pylori sýking er nú talin einn af áhættuþáttum fyrir magakrabbameini. Cor- rea (19) hefur sett fram tilgátu um hlutverk H. pylori sýkingar í myndun magakrabbameins og er megininntak hennar að H. pylori valdi þrá- látri magabólgu sem leiði til rýrnunar (atrop- hy) á magaslímhúð og misvexti (dysplasy). Því fyrr á ævinni sem sýkingin verður þeim mun meiri hætta er á magakrabbameini. Tilgátan er studd af afturskyggnum (20,21) og faralds- fræðilegum rannsóknum (7, 22-25). Ennfrem- ur hefur verið sýnt fram á að H. pylori sýking í maga lækkar C vítamín í magasafa (26). Rann- sóknir Níelsar Dungal og Júlíusar Sigurjóns- sonar á mataræði íslendinga á árunum 1940- 1950 sýndu, að verulega skorti á neyslu C víta- míns (27-29) sem gæti annars hafa haft vernd- andi áhrif. Mæling í blóðvatni á mótefnum gegn H. pyl- ori hefur sýnt sig að vera nægjanlega nákvæm og sértæk til faraldsfræðilegra rannsókna og klínískra nota (30,31). í okkar rannsókn voru notaðir tvenns konar mótefnavakar, báðir staðlaðir í þeim löndum sem þeir voru fengnir frá, það er Bretlandi og Svíþjóð. Prófin tvö voru ekki gerð á nægjanlega mörgum einstak- lingum til að hægt væri að kanna samsvörun prófanna, en það hefur áður verið gert við mælingar hjá öðrum einstaklingum og reyndist samsvörunin vera mjög góð (KGK, óbirtar niðurstöður). Niðurstöðurnar fyrir dreifingu RAA gildanna (mynd 1) benda til þess að þeir sem hafa ekki myndað mótefni eða séu að tapa þeim, hafi gildi undir 35-40, en aðrir hafi gildi yfir 25. Þetta er í fullu samræmi við mótefna- mælingar með þessu prófi á sannanlega sýktum og ósýktum einstaklingum (9). Prófið hefur einnig verið borið saman við tilbúin próf á markaðnum og reynst vera fyllilega sambæri- legt (32). Mótefnamælingarnar eru gagnlegar til að kanna útbreiðslu H. pylori sýkinga og aldurs- tengt algengi. Nýlegar rannsóknir hafa enn- fremur bent til þess að þær kunni að vera gagn- legar til að meta árangur meðferðar, en í þeim tilfellum þar sem sýklalyfjameðferð nær að út- rýma bakteríunni úr magaslímhúðinni lækkar mótefnatíterinn marktækt. Mæling á H. pylori mótefnum er nú orðin ein af þeim rannsóknum sem læknum stendur til boða til klínískra nota á sýklafræðideild Landspítalans. Algengi mótefna gegn H. pylori virðist meira á íslandi en í nágrannalöndunum, en minna en í vanþróuðum löndum, jafnframt virðast íslendingar sýkjast fyrr en tíðkast í ná- grannalöndunum. Útbreiðsla H. pylori sýk- inga á íslandi hefur sérstaka þýðingu vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.