Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 16
372 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Ágrip Spurningar um gildi mælinga á blóðþrýstingi í heimahúsum verða sífellt áleitnari eftir því sem gæði sjálfvirkra blóðþrýstingsmæla aukast og verð þeirra lækkar. Einnig er lítið vitað um blóðþrýstingsgildi hjá einstaklingum á vinnu- stað. Margir mælast aðeins með hækkaðan blóðþrýsting hjá læknum en ekki þegar þeir mæla sig sjálfir heima. Þetta fyrirbæri er nefnt hvítsloppaáhrif (white coat effect). í þessari rannsókn voru borin saman blóðþrýstingsgildi hjá 84 körlum á aldrinum 25-65 ára á lækna- stofu, á vinnustað og heima. Notaður var sjálf- virkur blóðþrýstingsmælir (UA-751 Digital Blood pressure Meter). Mælingar með kvika- silfursmæli á stofu sýndu góða fylgni (correla- tion) við sjálfvirkar mælingar á sama stað (r= 0,90; p<0,001). Sýnd er önnur aðferð sem er mat á samræmi (agreement) til að bera saman tvær mæliaðferðir, en þar er misræmið meira. Bæði meðaltals slag- og hvíldarþrýstingur reyndist svipaður á læknastofum og á vinnu- stað en mun lægri í heimahúsum (p<0,001). Hvítsloppaáhrif komu þannig fram við saman- burð á blóðþrýstingsmælingum á læknastofu og heima, en blóðþrýstingsgildin á vinnustað skýrast varla af sömu áhrifum. Inngangur Með faraldsfræðilegum rannsóknum hefur endurtekið verið sýnt fram á samband hækk- aðs blóðþrýstings og aukinnar sjúkdóma- og dánartíðni (1). í rannsóknum þessum hefur rík áhersla verið lögð á að staðla aðstæður fyrir mælingar á blóðþrýstingi. Nær undantekning- arlaust eru þátttakendur boðaðir á rannsókn- arstofnanir í þessum tilgangi, þar sem blóð- þrýstingsmælingarnar eru gerðar af vönu starfsfólki. Engu að síður eru margir óvissu- þættir tengdir túlkun á blóðþrýstingsmæling- um þar eð þær geta meðal annars verið mis- munandi eftir því hver mælir og hvers konar mælar eru notaðir. Með tilkomu handhægra sjálfvirkra blóð- þrýstingsmæla hefur skapast tækifæri til þess að láta fólk mæla þrýstinginn sjálft, þá gjarnan heima hjá sér. Sýnt hefur verið fram á að mæl- ingagildi í heimahúsum eru oft á tíðum mun lægri en þau sem mæld eru af lækni eða á stofnun (2,3), jafnvel þótt sami mælirinn sé notaður á báðum stöðum. Fjölmargir einstak- lingar eru í raun aðeins með háan blóðþrýsting þegar hann er mældur af lækni á stofu, en hann mælist síðan lægri eða undir viðmiðunarmörk- um háþrýstings þegar hann er mældur heima. Þetta fyrirbæri hefur verið nefnt hvítsloppa- áhrif (white coat effect) (4). Þriðja aðferðin við óbeinar mælingar á blóð- þrýstingi utan æðakerfisins er sú að nota sírita (ambulatory monitoring), sem pumpar upp blóðþrýstingsmanséttu með reglulegu millibili til dæmis yfir sólarhringinn á meðan einstak- lingurinn stundar vinnu sína og lifir eðlilegu lífi. Þessi aðferð gefur góða mynd af blóðþrýst- ingssveiflum yfir sólarhringinn og hugsanleg- um áhrifum umhverfis á þrýstinginn. Enda þótt síritun geti gefið góðar upplýsingar um blóðþrýsting einstaklingsins í vinnu, er vert að hafa í huga að viðkomandi sest ekki niður í þeim tilgangi að mæla þrýstinginn eins og í fyrri tilvikunum. Síritandi mælar eru sjaldgæfir enn sem komið er og notkun þeirra og úrlestur niðurstaðna krefst kunnáttu og vana. Enn fremur hefur vafist fyrir mönnum hvort nota eigi meðaltalsgildi 24 stunda mælinga eða að velja einhver ákveðin tímabil, svo sem miðjan daginn, til viðmiðunar (5). Enn skortir því rannsóknir á blóðþrýstingi sem mældur er á vinnustað þar sem beitt er sömu aðferð og á læknastofum og í heimahúsi. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að athuga ofanrituð atriði með því að nota staðl- aða aðferð við að bera saman meðalblóðþrýst- ingsgildi sömu einstaklinga á læknastofu, á vinnustað og í heimahúsi. Efniviður og aðferðir Á tímabilinu 1993-94 tóku læknar á sjö stöð- um á landinu, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, göngudeild háþrýstings á Landspítalan- um og heilsugæslustöðvum á Akureyri, Húsa- vík, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Árbæ, að sér að safna þátttakendum og að hafa umsjón með blóðþrýstingsmælingum. Einn höfunda (BA) ferðaðist milli staða og kenndi læknum á mælitækin og fór yfir staðla rannsóknaráætlun- arinnar. Sjúklingar voru beðnir að taka þátt í rannsókninni þegar þeir komu á stofu til læknis vegna háþrýstingseftirlits, eða voru með háan blóðþrýsting við komu á stofu, enda þótt þeir hefðu ekki enn fengið greininguna háþrýsting- ur. Rík áhersla var lögð á það að ekki mætti breyta lyfjameðferð meðan á rannsókn stæði. Alls tóku 84 karlar á aldrinum 25-65 ára þátt í rannsókninni. Við fyrstu komu til læknis var sjúklingi afhentur sjálfvikur blóðþrýstingsmæl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.