Læknablaðið - 15.05.1996, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
379
Inngangur
Útbreiddir rauðir úlfar (lupus erythematos-
us diseminatus) er langvinnur sjálfnæmissjúk-
dómur sem einkennist af bólgu og skaða í
mörgum líffærakerfum. Tölur um algengi frá
Bandaríkjunum og Norðurlöndunum hafa
verið á bilinu 28-51 á hverja 100.000 íbúa (1). í
nýlegri faraldsfræðilegri rannsókn á rauðum
úlfum á Islandi var sjúkdómurinn mun algeng-
ari hjá konum og reyndist algengi 35,9 á hverja
100.000 íbúa (1). Einkenni frá taugakerfi geta
verið áberandi, svo sem krampar og heilablóð-
fall eða torgreindari, svo sem vitræn skerðing.
Greining rauðra úlfa í taugakerfi byggist á klín-
ísku mati, studdu af niðurstöðum ósérhæfðra
rannsókna og útilokun annarra hugsanlegra
skýringa, einkum óbeinna afleiðinga sjúk-
dómsins sjálfs og meðferðar við honum. Tölur
um tíðni einkenna frá taugakerfi hjá sjúkling-
um með rauða úlfa hafa verið á bilinu 13-83%
(2-12). Þessa breytilegu tíðni má að minnsta
kosti að hluta rekja til breytilegra aðferða,
einkum við greiningu.
í þessari afturskyggnu rannsókn eru könnuð
áhrif rauðra úlfa á taugakerfið hjá óvöldum
hópi sjúklinga þar sem ströngum skilmerkjum
var beitt við greiningu og flokkun rauðra úlfa.
Það að sjúklingarnir eru óvaldir í þessari rann-
sókn ætti að gefa réttari mynd af raunverulegri
tíðni einkenna frá taugakerfi hjá sjúklingum
með rauða úlfa en í flestum fyrri rannsóknum.
Efniviður og aðferðir
Þýði rannsóknarinnar voru allir skráðir
sjúklingar með rauða úlfa á íslandi árið 1990,
sem verið höfðu í meðferð utan sem innan
sjúkrahúsa og uppfylltu að minnsta kosti fjögur
af alþjóðlega viðurkenndum greiningarskil-
merkjum fyrir útbreidda rauða úlfa (ARA skil-
merki frá 1982) (13).
Þegar rannsóknin var gerð var 91 sjúklingur
með rauða úlfa skráður á landinu. Tuttugu og
sex þeirra annað hvort gátu eða vildu ekki taka
þátt í rannsókninni. í rannsóknarhópnum voru
því 65 sjúklingar, 62 konur og þrír karlar.
Meðalaldur sjúklinganna var 49,3 ár (aldursbil
20-80 ár).
Rannsóknin fór fram veturinn og vorið
1990-1991. Samkvæmt fyrirfram ákveðinni
rannsóknaráætlun var aflað upplýsinga um
einkenni frá taugakerfinu, sem sjúklingar
höfðu eða höfðu einhvern tíma haft. Rann-
sóknin skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn fólst í að
kanna sjúkraskrár, bæði innan og utan sjúkra-
húsa og í viðtali og skoðun sérfræðings í tauga-
sjúkdómum. Skráð voru öll einkenni frá tauga-
kerfinu, hvort sem þau höfðu komið fram fyrir
eða eftir greiningu rauðra úlfa. Þar sem svið
einkenna í taugakerfi sem fram geta komið í
rauðum úlfum er mjög breitt og ekki er til nein
skilgreining á þeim sem víðtæk samstaða er
um, var litið á einkenni frá taugakerfi hjá sjúk-
lingum með rauða úlfa sem þátt í sjúkdómnum
ef ekki fannst önnur skýring. Greining mígren-
is og spennuhöfuðverkjar byggðist á alþjóðlega
viðurkenndum skilmerkjum (14).
I síðari hluta rannsóknarinnar fór fram mat á
geðrænum einkennum á æviskeiðinu með kerf-
isbundnu greiningarviðtali fyrir geðræn ein-
kenni (15) í íslenskri þýðingu (16), sem upp-
runalega var þróað til notkunar í geðfaralds-
fræðilegum rannsóknum. Notuð var tölvufærð
útgáfa (17) í íslenskri þýðingu (18). Þessi útgáfa
er jafngild hefðbundnu útgáfunni, en hefur þá
kosti að hlaupa sjálfkrafa milli kafla og spurn-
inga eftir eðli svara og að vinna sjálfkrafa úr
sjúkdómseinkennum og greiningum í lok við-
tals (19). Með notkun þessa greiningarviðtals
er unnt að meta tilvist 43 algengustu greining-
anna í greiningarkerfi bandarísku geðlækna-
samtakanna (DSM-III) (20). Áreiðanleiki
greiningarviðtalsins við að ákvarða greiningar
sanikvæmt ofangreindu greiningarkerfi (21)
hefur reynst mikill (22). Við samanburð á því
að ófaglærðir legðu kerfisbundna greiningar-
viðtalið fyrir sjúklinga og klínísku mati mátti
fremur rekja ósamræmi til mismunandi svara
svarenda en til mistaka hjá spyrli (23).
Til samanburðar var notaður hópur 862 ís-
lendinga sem nýlega hafði svarað greiningar-
viðtalinu í geðfaraldsfræðilegri könnun (24).
Rannsóknarþýðið þar var helmingur íslend-
inga sem fæddist árið 1931 og var búsettur á
Islandi 1. desember 1986. Af þeim 1195 sem
valdir voru með tilviljunarúrtaki uppfylltu 90
ekki kröfur rannsóknarinnar og 18 létust áður
en til viðtals kom. Þannig komu 1087 einstak-
lingar til greina og reyndist þátttaka því rúm-
lega 79%. Báðir hóparnir komu bæði frá þétt-
býli og strjálbýli. Þar sem meðalaldur saman-
burðarhópsins er 10 árum hærri en hópsins
með rauða úlfa ætti að vera heldur hærri ævi-
skeiðstíðni geðrænna vandamála hjá saman-
burðarhópnum.
Rannsóknarhóparnir voru bornir saman
með kí-kvaðrat prófum og Fishers prófi (25).