Læknablaðið - 15.05.1996, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
381
hafa mælst hjá honum mótefni gegn fosfórlíp-
íðum.
Hjá nokkrum sjúklinganna komu fyrstu
einkenni rauðra úlfa frá taugakerfinu, meðal
annars hjá sjúklingi sem fékk fjöltauga- og
rótakvilla, með kraftskerðingu í ganglimum og
öðrum sjúklingi sem fékk sjóntruflanir vegna
æðabólgu í sjónhimnu.
Þar sem einungis þrír karlar voru í hópnum
með rauða úlfa slepptum við körlum í saman-
burði þessa hóps og samanburðarhópsins (tafla
II). í greiningarviðtalinu fyrir geðræn einkenni
kom ekki fram tölfræðilega marktækur munur
á algengi geðrænna einkenna hjá konum með
rauða úlfa og konum í samanburðarhópnum.
Hjá konum í hópnum með rauða úlfa var
meðalfjöldi geðrænna greininga hjá einstak-
lingi 2,5, en hjá konum í samanburðarhópnum
1,2. Algengasta geðræna greiningin hjá konum
með rauða úlfa var einföld fælni (n=16). næst
komu félagsfælni og víðáttufælni án hræðslu-
kasta (n=ll) og síðan kvíði (n=10), en aðrar
greiningar komu fram hjá innan við 10% sjúk-
linganna. Það var ekki tölfræðilega marktækur
munur milli hópanna nema hvað varðar kvíða,
fælni, vægt þunglyndi og áfengismisnotkun.
Víðáttufælni án hræðslukasta og félagsfælni
voru mun algengari í hópnum með rauða úlfa
en samanburðarhópnum.
Umræða
í hópi 65 sjúklinga með rauða úlfa höfðu
71% (46 sjúklingar) haft eitt eða fleiri einkenni
frá taugakerfinu. í fyrri rannsóknum hefur
tíðni þessara einkenna hjá sjúklingum með
rauða úlfa verið talsvert breytileg. Futrell og
félagar greindu einkenni frá taugakerfi hjá
69% sjúklinga sinna með rauða úlfa (11),
Feinglass og félagar hjá 51% (3), Gibson og
Myers hjá 51% sjúklinga (4), Grigor og félagar
hjá 50% (6) og Abel og félagar hjá 43% sjúk-
linga (5). Omdal og félagar greindu hins vegar
einkenni frá taugakerfi hjá flestum sjúklinga
sinna með rauða úlfa (83%) (2), en Sibley og
félagar einungis hjá 18% sjúklinga með rauða
úlfa (12). Það torveldar í mörgum tilvikum
samanburð niðurstaðna einstakra rannsókna
hve mismunandi aðferðum hefur verið beitt
við val á sjúklingum og að ekki hafa verið
notaðar staðlaðar aðferðir við greiningu tauga-
fræðilegra og geðrænna einkenna frá tauga-
kerfinu (1,10,26). Hætta er á ofmati á alvarleg-
um einkennum sjúkdómsins í rannsóknum sem
byggjast alfarið á sjúklingum innan sjúkrahúsa
(1). Sumar rannsóknir beinast bæði að ein-
kennum frá miðtaugakefi og úttaugakerfi
(3,5,6,11), en aðrar aðeins að einkennum frá
miðtaugakerfi (2,4,12) eða undanskilja ákveð-
in einkenni, svo sem persónuleikabreytingar,
geðdeyfð, höfuðverk og hugsýki (12). Næmari
greiningarpróf, svo sem mæling kjarnamótefna
og aukin meðvitund um rauða úlfa hefur orðið
til þess að fleiri væg tilfelli sjúkdómsins hafa
verið greind og meðhöndluð utan sjúkrahúsa á
síðari árum (1,26). Þetta torveldar enn saman-
burð við eldri rannsóknir. Auk þess getur verið
mjög erfitt að greina á milli hvort einkenni eru
bein afleiðing rauðra úlfa eða óbein afleiðing
sjúkdómsins, svo sem vegna efnaskiptatruflun-
ar, sýkingar eða lyfjameðferðar. Geðræn ein-
kenni hjá sjúklingum með rauða úlfa hafa til
dæmis reynst geta verið afleiðing félagslegs
álags fremur en sjúkdómsins sem slíks (27).
Það að þrír af 65 sjúklingum með rauða úlfa
(4,6%) hafi flogaveiki bendir til að þetta ein-
kenni sé algengara í rauðum úlfum en almennt
gerist, en algengi flogaveiki í þjóðfélaginu hef-
ur greinst um eða innan við 0,6% (28,29).
Þessir þrír sjúklingar hafa mótefni gegn tví-
strengja DNA, sem ekki tengist rauðum úlfum
sem framkallaðir eru af lyfjum. Tíðni í þessari
rannsókn sem byggir á heilli þjóð, er heldur
lægri en í rannsóknum sem byggja á sjúklingum
innan sjúkrahúsa frá Mackworth-Young og
Hughes (30) og Omdal (2) og mun lægri en í
mjög völdum sjúklingahópi Feinglass og félaga
(3).
Rykkjabrettur eru sjaldgæfar í rauðum úlf-
um, en hafa verið tengdar mótefnum gegn fos-
fórlípíðum (3,31) og koma gjarnan fram
snemma á sjúkdómsferlinu (31). í rannsókn-
inni fékk einn af 65 sjúklingum með rauða úlfa
rykkjabrettur og voru þær fyrstu einkenni
rauðra úlfa. Styrkur mótefna gegn fosfórlípíð-
um var hár.
Við greindum mígreni hjá 12 af 65 sjúkling-
um með rauða úlfa (18,5%). Þessi tíðni er ekki
hærri en ævialgengi mígrenis samkvæmt ný-
legri danskri rannsókn með handahófsúrtaki
(32), sé tekið með í reikninginn að mígreni er
algengara hjá konum en körlum og að rauðir
úlfar eru mun algengari hjá konum en körlum.
Höfuðverkur af spennugerð hjá 22 af 65 sjúk-
lingum með rauða úlfa (33,9%) er lægri tíðni
en í rannsókn með handahófsúrtaki (32).
í rannsókninni reyndist heildarhlutfall