Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 30
382 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þeirra sem fengu einhvers konar ævigreiningu geðrænna einkenna jafnt hjá sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópnum (49%). Hjá Lim og félögum (10) og Hay og félögum (26) var algengi geðrænna einkenna ekki heldur hærra hjá hópi sjúklinga með rauða úlfa en hópi sjúklinga með iktsýki. Hjá konum með rauða úlfa var meðalfjöldi geðrænna greininga hjá einstaklingi hins vegar 2,5, en í viðmiðun- arhópi kvenna 1,2. Petta er sambærilegt við niðurstöðu Lim og félaga (10), þar sem fjöldi geðrænna einkenna var marktækt meiri sam- hliða rauðum úlfum en í viðmiðunarhópnum og einkenni sjúklinga með rauða úlfa voru al- varlegri. í yfirlitsgrein Adelman, Saltiel og Klinenberg (33) var tíðni geðrænna einkenna 60%. Þetta er nokkru hærri tala en í okkar rannsókn, sem gæti skýrst af því að sjúklinga- hópur okkar er ekki valinn. Okkar hópur ætti því að gefa betri mynd af algengi geðrænna einkenna hjá sjúklingum með rauða úlfa al- mennt. Algengi víðáttufælni án hræðslukasta er marktækt hærra í hópi sjúklinga með rauða úlfa en viðmiðunarhópnum. Þetta gæti að minnsta kosti að einhverju leyti skýrst af því að sjúklingar með rauða úlfa fari hjá sér vegna þeirra áberandi húðútbrota sem fylgt geta sjúk- dómnum. Þekkt er að vitræn skerðing getur fylgt rauð- um úlfum. í nýlegri rannsókn greindu Hanly og félagar vitræna skerðingu hjá 21% sjúklinga með rauða úlfa með taugasálfræðilegum próf- um (34). í okkar rannsókn greindist ekki um- talsverð vitræn skerðing hjá neinum sjúkling- anna þegar þeir komu til skoðunar og hún kom heldur ekki fram í fyrri sögu. Þar sem slík einkenni eru hins vegar oft tímabundin og fela í sér tímabundna minnisskerðingu álitum við sérstaka afturskyggna athugun á þessu vanda- máli svo óáreiðanlega að hún ætti ekki rétt á sér. Skörun við aðra sjálfnæmissjúkdóma er al- geng í rauðum úlfum, meðal annars við vöðva- slensfár (35). I rannsókninni höfðu nokkrir sjúklingar með rauða úlfa einhver einkenni i sjúkrasögu sem bentu til óeðlilegrar vöðva- þreytu (en ekkert hlutlægt að finna við skoð- un), en skilmerki fyrir greiningu vöðvaslens- fárs voru ekki uppfyllt í neinu tilviki og mótefni gegn nemum asetýlkólíns voru ekki til staðar í blóði. Þar sem þetta er afturskyggn rannsókn reyndum við ekki að tengja einkenni frá tauga- kerfi við almenna klíníska virkni rauðra úlfa eða niðurstöður rannsókna. Ekki er fjallað um niðurstöður lífeðlisfræðilegra rannsókna, geislagreiningar eða segulómunar taugakerfis, þar sem slíkar rannsóknir höfðu aðeins farið fram í völdum tilvikum og voru ekki hluti rann- sóknaráætlunarinnar. Verkjavandamál voru skoðuð hjá þessum sama hópi sjúklinga með rauða úlfa. Niður- stöðurnar hafa þegar verið birtar (36). Rannsóknir á einkennum frá taugakerfi í óvöldum hópum sjúklinga með rauða úlfa hafa verið fáar (10). í þessari rannsókn er tilvísunar- skekkja lítil og ættu niðurstöðurnar að gefa réttari mynd af sköddun taugakerfis í rauðum úlfum en flestar fyrri rannsóknir. Þar sem ein- kenni frá taugakerfi í rauðum úlfum eru oft tímabundin og án eftirstöðva myndi aftur- virkni þessarar rannsóknar fremur leiða til vangreiningar en ofgreiningar. Þakkir Þessi rannsókn var styrkt af Vísindasjóði ís- lands. Við þökkum Gyðu Kristinsdóttur fyrir mikilvæga aðstoð við að leggja fyrir greiningar- viðtalið fyrir geðræn vandamál. HEIMILDIR 1. Guðmundsson S, Steinsson K. Systemic lupus erythema- tosus in Iceland 1975 through 1984. A nationwide epide- miological study in an unselected population. J Rheuma- tol 1990; 17: 1162-70. 2. Omdal R, Mellgren SI. Husby G. Clinical neuropsychia- tric and neuromuscular manifestations in systemic lupus erythematosus. Scand J Rheumatol 1988; 17: 113-7. 3. Feinglass EJ, Arnett FC, Dorsch CA, Zizic M, Stevens MB. Neuropsychiatric manifestations of systemic lupus erythematosus: Diagnosis, clinical spectrum, and rela- tionship to other features of the disease. Medicine 1976; 55: 323-39. 4. Gibson T, Myers AR. Nervous system involvement in systemiclupus erythematosus. Ann Rheum Dis 1976; 35: 398^106. 5. Abel T, Gladman DD, Urowitz MB. Neuropsychiatric lupus. J Rheumatol 1980; 7: 25-33. 6. Grigor R, Edmonds J, Lewkonia R, Bresnihan B, Hughes GRV. Systemic lupus erythematosus. A pro- spective analysis. Ann Rheum Dis 1978; 37: 121-8. 7. Devinsky O, Petito CK, Alonso DR. Clinical and neuro- pathological findings in systemic lupus erythematosus: the role of vasculitis, heart emboli, and thrombotic thrombocytopenic purpura. Ann Neurol 1988; 23: 380-4. 8. Estes D, Christian CL. The natural history of systemic lupus erythematosus by prospective analysis. Medicine 1971; 50: 85-95. 9. Wendell AW, Hughes GRV. Rheumatic disease in Ja- maica. Ann Rheum Dis 1979; 38: 320-5. 10. Lim L, Ron MA, Ormerod IEC, David J, Miller DH, Logsdail SJ, et al. Psychiatric neurological manifesta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.