Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 32
384 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hnoðaæxli í botnlanga Sjúkratilfelli Tómas Guöbjartsson1', Helgi J. ísaksson2*, Höskuldur Kristvinsson11, Jónas Magnússon1,31 Guðbjartsson T, ísaksson HJ, Kristvinsson H, Magnússon J Ganglioneuroma of the appendix. A case report Læknablaðið 1996; 82: 384-6 Ganglioneuroma of the appendix are among the most uncommon benign appendiceal tumours. They sometimes obstruct the lumen of the appendix and cause abdominal pain or appendicitis but some are diagnosed incidentally at autopsy or abdominal op- erations. The first known case in Iceland is repre- sented and the literature reviewed. Ágrip Æxli í botnlanga eru sjaldgæf og á það bæði við um góðkynja æxli og krabbamein. Hnoða- æxli (ganglioneuroma) eru í hópi þeirra fyrr- nefndu en þau eru með sjaldséðustu botn- langaæxlum (1). Þau geta stíflað botnlangann og valdið kviðverkjum eða botnlangabólgu. Einnig geta þau greinst fyrir tilviljun við að- gerðir á kviðarholi eða krufningu. Lýst er fyrsta tilfellinu af hnoðaæxli í botnlanga á Is- landi. Sjúkratilfelli Sextíu og eins árs gamall maður leitaði á bráðamóttöku Landspítalans með sólarhrings- Frá '’handlækningadeild Landspítalans, 2,Rannsóknastofu Háskóla (slands í meinafræði, 3)læknadeild Háskóla (s- lands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, Svanebácksvágen 25B, S-260 40 Viken, Sverige. Netfang: tgiskir@gemini.ldc.lu.se. Lykilorð: Hnodaæxti (ganglioneuroma), botnlangi, sjúkra- tilfelli. sögu um kviðverki í hægri mjaðmargróf (fossa iliaca), ógleði, uppköst og lystarleysi. Fimm- tán árum áður hafði hann gengist undir hluta- brottnám á maga (Billroth II) vegna magasárs, að öðru leyti var fyrra heilsufar ómarkvert. Við skoðun var sjúklingurinn veikindalegur með 38°C hita og púls 82. Sleppieymsli og vöðvavörn voru yfir McBurneys punkti við þreifingu á kviði. Á baki sást 1,7 cm „café au lait“ blettur, að öðru leyti var húð eðlileg. Blóðrauði við komu mældist 146 g/1, hvítfrum- ur 12,7/pl með 9,7/pl flipkjarnahvítfrumum og sökk 26 mm/klst. Sjúklingurinn gekkst undir hefðbundna botnlangatöku og útskrifaðist á öðrum degi eftir aðgerð með minniháttar eymsli í skurðsári. Botnlanginn var 7,5 cm að lengd með slétt og glansandi yfirborð og aukinni æðateikningu á hálu (serosa). Miðhlutinn var gildastur en þvermál mældist 0,5 til 0,7 cm. Smásjárskoðun af miðhlutanum leiddi í ljós hringvaxandi æxli í slímu (mucosa) sem þrengdi verulega hol botnlangans. Engin sármyndun var til staðar né heldur greinileg merki bólgu. Æxlið mjókk- aði í báða enda og samanstóð af hnoðafrumum (gangliocytes), taugavef og trefjastoðvef (fi- brous stroma) (mynd 1). Hnoðafrumurnar voru annað hvort stakar eða í hópum og flestar þeirra voru þroskaðar (mynd 2). Einnig fund- ust einstaka óþroskaðar hnoðafrumur en í þeim sáust engar kjarnaskiptingar eða skörp merki um illkynja vöxt (atypi). í slímubeð (submucosa) nálægt æxlinu sáust stórar tauga- flækjur (nerve plexus) og fjölgun hnoða- frumna. Vöðvahjúpsflækjur (myenteric plex- us) voru einnig áberandi. Við ónæmisvefja- rannsókn reyndust hnoðafrumur jákvæðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.