Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 33

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 385 fyrir einstofna mótefnum gegn taugaþráðlu- prótíni (neurofilment protein) og syn- aptóphýsíni, og fjölstofna mótefni gegn sér- tækum taugafrumuenólasa (neuron specific enolase, NSE), en neikvæðar fyrir fjölstofna æðavirku þarmapeptíði (vasoactive intestinal peptide, VIP) og einstofna krómgraníni. Stoð- vefsþættirnir voru jákvæðir fyrir fjölstofna mótefni gegn S-100 prótíni, en neikvæðir fyrir fjölstofna taugatróðs-súrþráðlu prótíni (glial fibrillary acidic protein, GFAP) og einstofna vímentíni. Umræða Hnoðaæxli (ganglioneurema) eru góðkynja æxli, samansett úr hnoðafrumum og tauga- þráðum. Þau eru jafn algeng hjá báðum kynj- um og flest greinast hjá fólki innan við tvítugt þó að þeim hafi verið lýst á öllum aldri, þar á meðal í nýburum og áttræðu fólki (2). Þau geta skotið upp kollinum í hnoðum sjálfráða tauga- kerfisins (autonomic ganglia) og hefur verið lýst í nánast öllum líffærum (2). Oftast er þau að finna í semjustofnshnoðum (sympatic ganglia) í aftanskinurými (retroperitoneum) eða miðmæti en sjaldnar í utansemjuhnoðum (parasympatic ganglia) kviðarholslíffæra, þar á meðal botnlanga. Mjög fáum hnoðaæxlum í meltingarvegi hef- ur verið lýst. Samkvæmt rannsókn Stout frá árinu 1947 (2) voru til dæmis aðeins 20 af 243 (8%) hnoðaæxlum, sem lýst hafði verið, stað- sett í meltingarfærum og voru sex þeirra í botn- langa. Tíu árum síðar yfirfóru Dahl og félagar Fig. 1. Diffuse and nodular mucosal proliferation of spindleshaped cells with separation ofcrypts and narrowing ofthe lumen ofthe appendix (hematoxylin and eosin stain, low magnification). Fig. 2. Scattered ganglion cells (arrows) and neural tissue stroma in lamina propr- ia (hematoxylin and eosin stain, high magnification).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.