Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 40

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 40
392 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Krabbameinsrannsóknir á íslandi Ráðstefna 19.-20. janúar 1996 Ágrip erinda Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Samtaka um krabbameinsrannsóknir á íslandi 1. Krabbamein í brjóstum karla á ísiandi 1955-1994 Jón Gunnlaugur Jónasson13, Bjarni A. Agnarsson", Steinunn Thorlacius3>, Jórunn E. Eyfjörð21, Hrafn Tulinius31 ''Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafrœði, 2>Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam- einda- og frumulíffrceði, 3> Krabbameinsskrá, Krabbameinsfélags íslands Öll illkynja æxli á íslandi upprunnin í brjóstum karla á tímabilinu 1955-1994 voru metin með tilliti til vefjaflokkunar, þroskunargráðu og niðurstöðu úr flæðigreiningu. Alls greindist 31 illkynja brjóstaæxli í körlum á tímabilinu og voru 29 þeirra krabbamein af þekju- uppruna (carcinoma). Brjóstakrabbamein í körlum er 1% allra brjóstakrabbameina í landinu og eru 0,25% allra illkynja æxla í körlum. Um 80% æxl- anna í rannsókninni voru greind á seinna helmingi ránnsóknartímabilsins og reyndist aukningin vera tölfræðilega marktæk (p<0,05). Meðalaldur sjúk- linga við greiningu var 66,3 ár og hlutfallið milli vinstra og hægra brjósts var 1,9. Æxlin í hægra brjósti voru illvígari en þau sem voru vinstra megin. Meðal- stærð æxlanna var 2,6 cm. Flest æxlin voru af ífar- andi ductal gerð (NOS) eða79%. Af þeim voru 22% gráða I, 43% gráða II og 35% gráða III. Totu- krabbamein (papillary-) voru 17%. Þau æxli komu hjá ívið eldri einstaklingum og voru tvílitna (dip- loid). Alls voru 57% æxlanna mislitna (aneuploid) en af ífarandi ductal (NOS) krabbameinum voru 70% mislitna. Mislitna æxlin voru að meðaltali stærri, af hærri gráðu og með hærri S-fasa. Meðaltals S-fasi æxlanna var 7,2%, sem er svipað og í krabba- meinum í brjóstum kvenna á íslandi. Við ályktum að hlutfall krabbameina í brjóstum karla og kvenna á íslandi sé svipað og hjá öðrum vestrænum þjóðum. Aldursstaðlað nýgengi hefur aukist verulega síðustu 20 árin. Totuvefjagerð brjóstakrabbameins hjá körlum er hlutfallslega al- geng hér á landi. 2. Staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli á íslandi 1983 og 1984. Banvænn sjúkdómur Jón Tóniasson, Eiríkur Jónsson, Laufey Tryggva- dóttir, Hrafn Tulinius Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands Deilt er um hvort meðhöndla þurfi sjúklinga sem greinast með staðbundið krabbamein í blöðruháls- kirtli. Árin 1983 og 1984 greindust samtals 132 karl- menn á lífi með adenocarcinoma prostate og var þeim skipt íþrjá hópa eftir greiningarstigi. Fjörtíu og tveir voru á stigi A1 (huldumein. (latent)), 40 höfðu meinvörp við greiningu (Ml) en 50 staðbundinn sjúkdóm (M0). Farið var yfir sjúkragögn, dánar- vottorð og upplýsingar fengnar um sjúkdómsástand þeirra sem voru á lífi. Nær allir í M1 hópnum fengu hormónameðferð við greiningu, en sjúklingar í A1 hópnum fengu enga meðferð. Af þeim 50 sem höfðu staðbundið krabbamein (M0) fengu átta geislameð- ferð við greiningu, hjá einum var kirtill numinn brott, 13 fengu hormónameðferð og 28 fengu enga meðferð. Sjúkdómssértækar lífslíkur (cause specific survival) voru reiknaðar út samkvæmt Kaplan- Meyer greiningu á lífslíkum. Einungis einn sjúklingur (2%) með huldumein (Al) hefur látist úr sjúkdómnum 11 árum eftir grein- ingu en helmingur sjúklinga með M1 sjúkdóm lést innan tveggja ára. Lífslfkur sjúklinga með staðbund- ið krabbamein voru 71% eftir fimm ár og 36% eftir 10 ár. Eins og við var búist eru horfur sjúklinga með huldukrabbamein góðar og þarfnast þeir einungis eftirlits, en sjúklingum með útbreiddan sjúkdóm reiðir illa af. Sjúklingar með staðbundið krabbamein reyndust vera í mikilli hættu að deyja úr sjúkdómn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.