Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 45

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 393 um á fyrsta áratugi eftir greiningu og virðist því full þörf á meðferð. 3. Ættlæg makróglóbúlínemía, illkynja B-eitilfrumusjúkdómar og ofvirkni B-eitilfrumna Helga M. Ögmundsdóttir1', Steinunn Sveinsdóttirl\ Ásbjörn Sigfússon21, Jón Gunnlaugur Jónasson3> Bjarni A. Agnarsson31 1'Rannsóknastofa Krabbameinsfélagi íslands í sam- einda- og frumulíffrœði, 21 Rannsóknastofa Háskóla fslands í ónœmisfrœði, 31 Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði Islenskri fjölskyldu með háa tíðni af góðkynja og illkynja æxlisvexti af eitilfrumuuppruna var fyrst lýst 1978 (Björnsson, et al. Acta Med Scand 1978; 203: 283). I fjölskyldunni hafa greinst þrír sjúklingar með góðkynja makróglóbúlínemíu (benign monoclonal gammopathy), einn með Waldenströms makrógló- búlínemíu, einn með eitilfrumuæxli (immúnóblast- ískt sarkmein) og einn með mergfrumuæxli (multi- ple myeloma). Þegar eitilfrumur úr blóði 35 fjölskyldumeðlima voru rannsakaðar í rækt fannst afbrigðilega mikil framleiðsla á ónæmisglóbúlínum af A, G og M gerð í 10 sýnum (Ögmundsdóttir, et al. Scand J Immunol 1994; 40; 195). Staða þessara 10 fjölskyldumeðlima í ættartré gefur til kynna arfgengi. Grunnframleiðsla á ónæmisglóbúlínum og skipti úr IgM í IgA eða IgG var eðlileg. Ekki fundust afbrigði í hlutfallslegum fjölda B- og T-eitilfrumna eða undirflokka (CD4+ og CD8+) fyrir eða eftir örvun í rækt og hlutföll B-frumna af undirflokkum sem tjá CD5, CD10 eða CDllb voru líka eðlileg. Losun á IL-2 og IL-4 í rækt var eðlileg en minnkuð losun á IL-6 fannst í sýnum tveggja fjölskyldumeðlima með ofvirkar B-frumur af fimm sem mældir voru. Offramleiðsla á ónæmisglóbúlínum fylgir auknu langlífi B-eitilfrumna í rækt, allt að 14 daga. BcI-2 æxlisgenið fannst fyrst í B-frumuæxlum og er kennt við frumulanglífi. Tjáning á prótínafurð þess var mjög svipuð í sjúkum vef úr fjölskyldumeðlimum og óskyldum sjúklingum. Úr sjúklingnum sem fékk mergfrumuæxli fannst í Dungalsafni eitill sem hafði verið fjarlægður vegna berkla 15 árum áður en það æxli greindist. I þessum eitli sást aukin tjáning á Bcl-2 prótíni á B- frumusvæði. I eðlilegum eitlum eða berklasjúkum eitlum úr óskyldum sjúklingum var lítil sem engin tjáning á Bcl-2 á B-frumusvæðum. 4. Hafa brjóstakrabbamein sem eru sýnileg ónæmiskerfinu verri horfur? Ingibjörg Guðmundsdóttir", Jón Gunnlaugur Jónas- sonl>, Helga M. Ögmundsdóttir21, Helgi Sigurðsson31 1) Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafrœði, 2) Rannsóknastofa Krabbameinsfélags fslands í sam- einda- og frumulíffrœði, 3>krabbameinslcekninga- deild Landspítalans Það reynist erfitt að spá fyrir um horfur kvenna sem fá brjóstakrabbamein. Stærð æxlis, fjöldi já- kvæðra eitla og hormónaviðtakar flokka konur í áhættuhópa. í áratugi hafa menn velt fyrir sér hvort frumur ónæmiskerfisins geti haldið æxlisfrumum í skefjum. Það er mjög breytilegt magn eitilfrumna sem sést í og umhverfis brjóstakrabbamein. í flest- um tilfellum geta eitilfrumur ekki brugðist við „ill- kynja frumum“ nema þær síðarnefndu tjái sameind á yfirborði sínu sem nefnist major histocompatibility complex (MHC) class I. Nú er hægt að lita „gamla“ paraffín-kubba fyrir þessari sameind. Klínískra upplýsinga var aflað um 48 konur sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein tveimur til fimm árum áður og brjóstaæxlin lituð með tilliti til MHC class I. Brjóstakrabbameinin voru flokkuð eftir því hvort æxlisfrumurnar tjáðu MHC class I eða ekki eða höfðu breytilega eða óvissa tjáningu. í 19 tilfellum tjáðu æxlin ekki MHC class I. í 12 tilfellum tjáðu flestar æxlisfrumurnar MHC class I og í 17 tilfellum var tjáning breytileg. Niðurstaðan varð sú að í hópi kvenna með brjóstakrabbamein sem hafði breytilega MHC class I tjáningu voru mun fleiri með eitlameinvörp við greiningu og einnig fengu fleiri bakslag (Acta Oncol 1995; 34). Nú hafa verið litaðir 173 paraffínkubbar til viðbót- ar, með tilliti til MHC class I. Þessi brjóstakrabba- meinstilfelli greindust á árabilinu 1981-1984. Rúm- lega helmingur kvennanna eru látnar og í 17 tilfellum var beðið um krufningu. Kynnt verður hvort breyti- leg tjáning innan æxlis á MHC class I er raunveruleg- ur mælikvarði á verri horfur og þar með fyrri niður- stöður studdar eða þeim hnekkt. 5. Meðhöndlun á krabbameini í heila Sveinbjörn Gizurarson. Tryggvi Þorvaldsson Lyfjafrœði lyfsala, Háskóla íslands Krabbamein í heila er illvígara en flest önnur krabbamein. Heilaæxli eru um það bil 20% krabba- meina í börnum, en vegna framfara í greiningu, skurðaðgerð, geisla- og lyfjameðferð hafa h'fslíkur þessara barna aukist úr 20% í allt að 50%. Aldur barns, staðsetning æxlis og stærð þess hafa þó afger- andi áhirf á meðferðina. Lítið er vitað um orsök þessara æxla. í Bretlandi hefur heilaæxlum fjölgað um 40% á síðastliðnum 30 árum. Lyfjameðferð er afar erfið þar sem fæst krabbameinslyf komast til heila án aðgerðar (intrathecal, intracisternal eða intraventricular innspýting), sem fela í sér innlögn á sjúkrahús og ákveðna hættu fyrir sjúklinginn. Almennt er mjög erfitt að koma lyfjum inn í heila

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.