Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 47

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 395 svæði. Að lokum, mældum við IL-6 í plasma 60 þessara sjúklinga. Niðurstöður okkar sýna að 16 af 66 (24%) sýn- anna sýndu jákvæða litun fyrir E-cadheríni, en 50 þeirra (76%) sýndu blandaða eða neikvæða litun. Öll sex lóbúlar brjóstakrabbameinin sýndu bland- aða eða neikvæða litun. Eitlameinvörp líktust frum- æxlinu í langflestum tilfellum. Tap á arfblendni greindist í 15 af 36 sýnum (42%) sem upplýsingar fengust úr. Tap á arfblendni tengdist marktækt blandaðri og neikvæðri E-cadherín litun (p=0,013). Hækkuð plasmagildi á IL-6 (>6pg/ml) reyndust vera í 16 af 60 sjúklingum (27%), en engin tengsl voru milli hækkaðra gilda og E- cadherín tjáningar. Al- gert tap á E-cadherín tjáningu virðist valda því að krabbameinið taki sig fyrr upp en ella, en fjöldi sjúklinga og tímabilið sem skoðað var reyndist ekki fullnægjandi til nákvæmrar tölfræðilegrar úttektar. Niðurstaðan er sú að minnkuð E-cadherín tjáning sé algeng í brjóstakrabbameini og tengist þessi minnkaða tjáning marktækt úrfellingum á E- cad- herín genasvæðinu, þó svo að aðrar leiðir til minnk- aðrar tjáningar komi augljóslega einnig til. 8. Tjáning komplement stjórnprótína í kirtilfrumuþekju í brjósta- og ristilfrumukrabbameini Leifur Þorsteinsson0, Paulin Harrington2), Gerry 0'Dowd2), Peter Johnson21 11 Rannsóknastofnun í ónœmisfrœði og vefjasýna- bankinn, 2)Háskólinn í Liverpool, P.O. Box 147, Liverpool L69 3BX Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að frumur fósturvefs og krabbameinsfrumur hafa að hluta til sambærilega eiginleika. Meðal þeirra er tjáning komplement stjórnprótína, membrane cofactor protein, MCP=CD46, decay accelerating factor, DAF=CD55, og CD59, an inhibitor of membrane attack complexformation. Það er því ekki óhugsandi að sambærilegir ferlar séu í gangi við krabbameins- vöxt og fósturþroskun í móðurlífi. Athuganir á þess- um prótínum í krabbameinsfrumum gætu því leitt til aukins skilnings á eðli krabbameina. Efniviðurinn samanstóð af: 1) 48 vefjasýnum úr brjósti, 28 brjósta- krabbamein af ductal gerð, níu fibroadenoma og 11 sýni úr eðlilegum vef; 2) 33 sýnum úr ristli, 18 ristil- krabbamein og 15 sýni úr eðlilegum vef. Gerð var ónæmislitun á vefjasneiðum með mótefnum gegn CD46, CD55 og CD59. Af CD46 eru til mismunandi ísóform. Því var gert Western blott á brjóstavef fyrir CD46 ef vera kynni að áður óþekkt ísóform af pró- tíninu fyndist. Ef svo væri myndi það hugsanlega opna leið til að meðhöndla meinið. Niðurstöður sýndu að CD46 var tjáð í kirtilfrumu- þekju í öllum gerðum vefs úr brjósti, þó sterkast í fibroadenoma. Tjáning CD59 var mjög svipuð og tjáning CD46 í fibroadenoma en í kirtilfrumuþekju brjóstakrabbameins og í eðliiegum vef var tjáning CD59 h.v. ívið veikari heldur en tjáning CD46. CD55 var aðeins tjáð í stromal vef. Western blott fyrir CD46 í brjóstakrabbameini sýndi sama ísóform og tjáð var í heilbrigðum vef. í 18 ristilkrabbameins- sýnum voru CD46 og CD59 greinilega tjáð andstætt við heilbrigðan ristilvef. Eins og í brjósti var CD55 aðeins tjáð í stromal vef. Tjáning CD46, CD55 og CD59 er sérstaklega sterk í syncytotrophoblasts í legkökunni. Mjög sennilegt er að þau hafi verndandi hlutverk. Niðurstöður okkar benda til að sambæri- legir ferlar geti varið krabbameinsvöxt gegn ónæm- ishöfnun. 9. Brjóstakrabbamein. Tengsl litningagreiningar við ýmsa líffræðilega þætti Margrét Steinarsdóttir11, Ingibjörg Pétursdóttir1, Kesara Anamthawat-Jónsson3), Rut Valgarðsdóttir2), Jón Gunnlaugur Jónasson", Helgi Sigurðsson4), Jór- unn E. Eyfjörð21, Helga M. Ögmundsdóttir21 "Litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafrœði, 2) Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam- einda- og frumulíffræði, 3) Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 4)krabba- meinslœkningadeild Landspítalans Litningagreining á brjóstakrabbameinsfrumum hófst hér á landi sem rannsóknarverkefni fyrir fimm árum. Litningagreining á æxlisfrumunum gefur ná- kvæma heildarmynd af erfðaefni sérhverrar frumu, sem er í skiptingu, þegar litningar eru heimtir. Ýms- ar aðrar rannsóknir gefa meðaltalsniðurstöður úr fjölda frumna og/eða upplýsingar um einn ákveðinn litning eða litningahluta. Ahugavert er því að bera litninganiðurstöðurnar saman við aðrar rannsóknir á sömu æxlissýnum. Helstu niðurstöður til þessa sýna marktækan mun á litningagerð æxlisfrumna sem greindar eru úr beinni heimtu og ræktun. Samsvörun finnst á milli útlits frumna í ræktun og litningagerðar. Hefðbund- in litningagreining og greining með flúrljómun litn- inga (fluorescent in situ hybridization) gefa sam- bærilegar niðurstöður. Að auki bætir flúrljómunin við nákvæmari greiningu fyrir þá litninga sem skoð- aðir eru, sérstaklega varðandi smáar yfirfærslur og frumur í interfasa. Marktæk fylgni finnst á milli stökkbreytinga í geni p53 og flókinna litningabreyt- inga. Samanburður á mögnun og úrfellingu erfða- marka á fimm litningaörmum og klónal litninga- breytingum sýndi samsvörun í um það bil tveimur þriðju hluta tilfella. Samsvörunin var marktækt betri á litninganiðurstöðum úr beinum heimtum miðað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.