Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 399 á sjúkdómsmyndinni eftir fjölskyldum þegar tekið er tillit til annarra æxlisgerða en brjóstakrabbameins er greinst hafa í einstaklingum sem erft hafa gallað eintak gensins. Helstu æxlisgerðirnar, auk brjósta- krabbameins, eru blöðruháls- og eggjastokka- krabbamein. Pað að BRCA2 genið taki mögulega þátt í myndun þessara æxlisgerða, er stutt með úr- fellingum sem finnast í æxlunum á heilbrigða eintaki litningaparsins. 17. Tíðni BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga í brjóstaæxlum íslenskra kvenna Rósa Björk Barkardóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Þór Bergþórsson, Guðný Eiríksdóttir, Valgarð- ur Egilsson, Júlíus Guðmundsson, Sigurður Ingvars- son, Simon Gayther* Bruce A. Ponder* Mike Strat- ton** Aðalgeir Arason, Aðalbjörg Jónasdóttir Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði, *Addenbrooke’s Hospital, Cambridge, **Institute of Cancer Research, Sutton, Surrey Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að um 5% brjóstakrabbameinstilfella séu tilkomin vegna erfða. Stökkbreytingar í öðru hvoru krabbameins- genanna BRCAl og BRCA2 eru taldar geta skýrt aukna hættu á brjóstakrabbameini í allt að 90% fjölskyldna með hækkaða tíðni meinsins. Rannsókn- ir á bandarískum og evrópskum fjölskyldum með hækkaða tíðni brjóstakrabbameins sýndu að í tæp- lega helmingi slíkra fjölskyldna eru tengsl sjúkdóms- myndunar við BRCAl genið og í kringum 30% við BRCA2 genið. Rannsóknir okkar á íslenskum fjölskyldum með hækkaða tíðni meinsins benda hins vegar til þess að á íslandi sé tíðni BRCA2 gensins mun hærri en tíðni BRCAl gensins. Af 24 fjölskyldum sem rannsakað- ar voru sýndu 70% tengsl milli sjúkdómsmyndunar og BRCA2 gensins en 12% tengsl milli sjúkdóms- myndunar og BRCAl gensins. Einkar athyglisvert er að þær fjölskyldur sem sýna tengsl við BRCA2 genið hafa samskonar erfðamynstur á því litninga- svæði sem BRCA2 genið liggur. Bendir það til þess að um sömu BRCA2 stökkbreytingu sé að ræða í öllum þessum fjölskyldum, stökkbreytingu sem upp- runnin er hjá sameiginlegum forföður. Raðgreining BRCAl gensins leiddi í ljós sömu BRCAl stökk- breytinguna í öllum íslensku fjölskyldunum sem sýndu sjúkdómstengsl við litningasvæði BRCAl gensins. Líklegt er því að íslensku BRCAl fjölskyld- urnar eigi sér einnig sameiginlegan forföður. Fyrri rannsóknir hafa beinst að fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins og sýnt fram á um- talsverða hættu á að arfberar fái krabbamein. Til að fá hugmynd um þátt BRCAl og BRCA2 genanna í myndun brjóstakrabbameins almennt höfum við kannað tíðni þessara stökkbreytinga í tilviljana- kenndu úrtaki íslenskra kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein. Niðurstöður rannsóknar- innar verða kynntar. 18. Horfur sjúklinga með brjóstakrabbamein, sem bera BRCA2 erfðavísinn, virðast síðri en almennt gerist Helgi Sigurðssonn, Ingveldur Björnsdóttir>>, Bjarni A. Agnarsson2>, Jón G. Jónasson21, Rósa B. Barkar- dóttir', Sunna Gunnlaugsdóttir11, Laufey Tryggva- dóttir3>, Júlíus Guðmundsson2>, Hrafn Tulinius31, Valgarður Egilsson2> 11 Krabbaameinslœkningadeild Landspítalans, 2>Rannasóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði, 3>Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands Erfðir gegna lykilhlutverki hjá að minnsta kosti 5% sjúklinga með brjóstakrabbamein. Því er haldið fram að góðar horfur séu ein af forsendum þess að vera álitin með fjölskyldutengdan sjúkdóm, þar sem nokkrar rannsóknir hafi sýnt að horfur eru að jafn- aði nokkuð betri hjá sjúklingum með fjölskyldu- sögu. Nýlega hafa greinst tvö áhættugen, BRCAl og BRCA2, en þau til samans eru álitin skýra um 90% arfbundinna brjóstakrabbameina. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort horfur kvenna með BRCA2- tengd brjóstakrabba- mein væru sambærilegar horfum kvenna almennt með sjúkdóminn og jafnframt að kanna mismun í sjúkdómsstigun og æxlishegðun. Fimm BRCA2-tengdar ættir hafa greinst hérlend- is og hafa 40 konur í þeim greinst með brjósta- krabbamein. Til viðmiðunar voru konur á sambæri- legum aldri sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1981-1984, fjórar konur voru í viðmiðunar- hópnum (n=160) fyrir hverja konu með BRCA2- tengdan sjúkdóm. Sjúkdómsstigunin var sambærileg á milli BRCA2- hóps og viðmiðunarhóps. Æxli sjúklinga úr BRCA2- hópi reyndust oftar með meira magn af hormónavið- tökum bæði estrógen (p<0,001) og prógesterón (p=0,03), en samt reyndist frumusérhæfing í BRCA2-æxlunum vera minni (p=0,003) og frumu- skiptingar voru algengari (p=0,02). Horfur sjúk- linga með BRCA2-æxli voru verri (p=0,01), sjúk- dómsfrítt líf eftir átta ár var 40% í BRCA2-hópi og 55% í viðmiðunarhópi. Konur í BRCA2-hópnum sem höfðu tekið getn- aðarvarnarpillur fyrir fæðingu fyrsta barns greindust að jafnaði nokkuð yngri með sjúkdóminn, eða 39 ára en annars 49 ára. Enda þótt hér væri einungis um fjórar konur að ræða var þessi munur marktækur (p=0,03). Niðurstöður okkar gefa til kynna að góðar horfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.