Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 52
400 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 séu ekki ein af forsendum þess að vera álitinn með fjölskyldutengt brjóstakrabbamein, þar sem horfur kvenna með BRCA2-tengdan sjúkdóm virðast síðri en almennt gerist. V-1. Undirbúningsrannsókn á krabbameini og forkrabbameini í munni Álfheiður Ástvaldsdóttir, Jóhann Heiðar Jóhanns- son, Peter Holbrook Tannlæknadeiid Háskóla íslands Flöguþekjukrabbamein í munni er sjötta algeng- asta krabbamein í heimi. Munnkrabbamein eru einnig nokkuð algeng á íslandi og alltaf greinast nokkur tilfelli á ári. Þrátt fyrir að leitaraðferðir, greining og meðferð hafi án efa tekið miklum fram- förum á undanförnum árum hefur dánartíðni enn ekki lækkað. Vitað er að ákveðnar mjúkvefjabreyt- ingar svo sem slímuþykkildi (leukoplakia), Candida leukoplakia, erythroplakia og lichen planus geta verið undanfarar flöguþekjukrabbameins í munni og hafa því ákveðið forspárgildi. Langvarandi snerting við stökkbreytivalda svo sem alkóhól og tóbak auka einnig hættuna á myndun flöguþekjukrabbameins í munni. Auðveldur aðgangur að munnholi gefur tilvalið tækifæri til að rannsaka samband arfbundinna- og umhverfisþátta í langtímarannsókn á þróun krabba- meins. Þessi rannsókn er upphafsskoðun á því efni sem til staðar er á íslandi í tengslum við flöguþekjukrabba- mein í munni, þó sérstaklega með tilliti til stökk- breytinga á geninu p53. Þess konar stökkbreyting hefur verið skráð í allt að 60% tilfella flöguþekju- krabbameins í munni. Einnig hefur stökkbreytingin fundist í mjúkvef sem sýnir þær forstigsbreytingar sem áður voru nefndar, en aftur á móti ekki í mjúk- vef sem sýnir engar breytingar og sjúklingar eru ekki í þekktum áhættuhópi. Krabbameinsskráin innihélt 386 tilfelli af flögu- þekjukrabbameini í munni á árunum 1955 til 1994. Frá 1983 hefur Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafræði skráð öll tilfelli í tölvu, en það gerir kleift að finna þá sjúklinga sem bæði eiga sýni með forstigsbreytingum og seinna með krabbameins- breytingum. Aðeins átta sjúklingar áttu sýni með forstigsbreytingum áður en krabbamein greindist. Fjöldi sýna úr munni hefur verið að aukast og bendir það til þess að grundvöllur sé að skapast fyrir langtímarannókn á þessu sviði. Ætlunin er að skoða eitthvað af þeim sýnum sem til eru annars vegar frá sjúklingum sem fengu flöguþekjukrabbamein í munn og hins vegar frá sjúklingum með forstigs- breytingar. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði Háskóla íslands. V-2. Tap á arfblendni á litningi 1p í brjóstakrabbameini og samband þess við klínískar breytur og úrfellingar á öðrum litningum Gísli Ragnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Guðný Eiríks- dóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Rósa Björk Bark- ardóttir, Sigurður Ingvarsson Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði Leitað var að tapi á arfblendni (loss of heterozyg- osity, LOH) eða úrfellingum í arfblendnum sýnum á litningi lp í brjóstakrabbameinsvef með átta „microsatellite" (short tandem repeat, STR) erfða- mörkum. Tap á arfblendni fannst með að minnsta kosti einu erfðantarki í 99 af 232 æxlum, eða í 43% tilfella. Sérlega há tíðni kom fram í erfðamörkum frá tveimur svæðum, Ip34-p35 og lp31.1, sem bendir til að minnsta kosti tveggja æxlisbæligena. Æxli með og án úrfellinga voru borin saman við líffræðilega og klíníska þætti sem einkenna æxlisvöxtinn. Notuð var kí-kvaðrats greining við tölfræðilega úrvinnslu. Æxli með tap á arfblendni á litningi lp sýndu marktækt samband við S-fasa, en ekki við mislitni (aneuploi- dy), æxlisstærð, æxlisgerð, eitlameinvörp, magn est- rógen og prógesterón viðtaka né aldur sjúklinga við greiningu. Ekki reyndist vera marktækt samband milli taps á arfblendni og lifunar sjúklinga. Aftur á móti var marktækt samband milli taps á arfblendni á litningi lp og arfblendnitaps á 3p, 6q, 13q, 16q og 17p. Ekki var marktækt samband taps á arfblendni á lp við arfblendnitap á 9p, llp, llq eða 17q. V-3. Erfðaefnistap á litningasvæði BRCA2 gensins í brjóstaæxlum. Fylgni við verri horfur sjúklinga Guðrún Jóhannesdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Sigurð- ur Ingvarsson, Ingveldur Björnsdóttir*, Ásgeir Sig- urðsson, Valgarður Egilsson, Helgi Sigurðsson*, Rósa Björk Barkardóttir Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði, *krabbameinsdeild Landspítal- ans Þróun heilbrigðrarfrumu yfir í illkynja æxlisfrumu einkennist af uppsöfnun mismunandi skemmda í erfðaefni frumunnar. Einn af alvarlegri atburðum er þegar afurðir svokallaðra æxlisbæligena hverfa eða verða óstarfhæfar. Gerist það oft þannig að fruman tapar erfðaefnisbút sem inniheldur æxlisbæligenið. Með því að bera saman erfðaefni heilbrigðrar frumu og æxlisfrumu er hægt að greina slíkt tap. Á litningi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.