Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 53

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 401 13 eru staðsett að minnsta kosti tvö gen sem talin eru bæla æxlismyndun í brjóstum. Annað þessara gena er BRCA2, en rúmlega 30% fjölskyldna með arf- genga aukna hættu á brjóstakrabbameinsmyndun bera stökkbreytt form þessa gens. Við höfðum áhuga á að kanna þátt þessa gens í brjóstaæxlis- myndun án tillits til erfðabakgrunns sjúklingsins. Tilviljunarkennt úrtak 160 æxlissýna frá sjúkling- um með brjóstakrabbamein, greindum á árunum 1990-1992, var rannsakað og sýndu 43% þeirra tap á litningasvæði BRCA2 gensins. Æxlin sem höfðu tapað BRCA2 litningasvæðinu höfðu marktækt fleiri frumur í skiptingu (hátt hlutfall frumna í S- fasa) og minna magn prógesterón viðtaka en þau sem ekki sýndu tap. Ekki var fylgni við magn estró- gen viðtaka, æxlisstærð eða fund meinvarpa í eitl- um. Sjúklingar með æxli sem sýndu tap á erfðasvæði BRCA2 gensins höfðu marktækt verri lífshorfur en sjúklingar með æxli án þessara breytinga. Fjölþátta mat sýndi að erfðaefnistap á litningasvæði BRCA2 gensins er sjálfstæður þáttur við mat á horfum sjúk- linga með brjóstakrabbamein. Niðurstöður rannsókna okkar benda því til að BRCA2 genið eða annað gen í nálægð þess taki þátt í bælingu æxlisvaxtar í brjóstavef. Verði genið óvirkt leiðir það til aukinnar tíðni frumuskiptingar og verri horfa sjúklingsins. V-4. Áhrif cýklódextrína á stöðugleika og ieysanleika krabbameinslyfja Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson, Jóhanna Baldvinsdóttir Lyfjafrœði lyfsala, Háskóla íslands Leysanleiki og stöðugleiki lyfja er mikilvægur þáttur í frásogi lyfja og dreifingu. Ýmsar eðlislyfja- fræðilegar aðferðir eins og breytingar á sýrustigi (pH), notkun yfirborðsvirkra efna og fléttumyndun (komplexmyndun) hafa verið notaðar til þess að auka leysanleika fituleysanlegra lyfja og til að auka líftíma óstöðugra lyfja. Innan lyfjafræðinnar er alltaf verið að leita að nýjum og betri aðferðum við að auka leysanleika og stöðugleika lyfja. Cýklódextrín (CD) eru hringlaga fásykrungar sem myndaðir eru úr glúkósaeiningum sem tengdar eru saman með a-(l,4) tengjum. Þrjú náttúruleg cýkló- dextrín hafa verið einangruð, þau samanstanda af 6(a-),7(b-) eða 8(g- cýklódextrín) glúkósaeiningum, einnig er fjöldi hálfsamtengdra afbrigða á markaðn- um. Markmiðið með rannsókninni sem hér er lýst var að athuga áhrif cýklódextrína á leysanleika og stöðugleika krabbameinslyfja í vatni. Krabbameins- lyfin lómustín og tauramustín, sem meðal annars eru notuð við meðhöndlun á heila- og lungnaæxlum, og estramustín, sem notað er við krabbameini í blöðru- hálskirtli, voru prófuð í þessari rannsókn. Stöðug- leiki lyfjanna í stuðpúðalausnum á breiðu pH bili var athugaður og áhrif sex cýklódextrínafbrigða á stöð- ugleikann. Helstu niðurstöðurnar urðu þær að öll cýklódext- rínafbrigðin juku stöðugleika þessara þriggja krabbameinslyfja í vatni. Þau cýklódextrínafbrigði sem lengdu líftíma lómustíns mest voru hýdroxýpró- pýl-b-cýklódextrín og hýdroxýethýl-b-cýklódextrín, þau afbrigði sem juku stöðugleika tauramustíns mest voru hýdroxýprópýl-b- cýklódextrín og hýdr- oxýprópýl-a-cýklódextrín. Þau cýklódextrínafbrigði sem höfðu mest áhrif á líftíma estramustíns voru dimethýl-b-cýklódextrín og blanda af maltosýl og dimaltosýl-b-cýklódextríni. Dæmi um áhrif cýkló- dextrína á leysanleika og stöðugleika fleiri krabba- meinslyfla eins og karbóplatíns, klórambucíls, doxórubicins og melphalans verða einnig gefin V-5. Boðefni ónæmiskerfisins í brjóstakrabbameini. Aukning á IL-6 og TNF-a í sjúklingum með brjóstakrabbamein og áhrif þessara boðefna á frumur úr brjóstakrabbameinsæxlum í rækt Helga M. Ögmundsdóttir, Kristján Skúli Ásgeirsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam- einda- og frumulíffrœði Menn hafa lengi velt fyrir sér mikilvægi eitil- frumuíferðar í brjóstakrabbameinsæxlum án þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Fyrri rannsóknir okkar hafa meðal annars sýnt að eitilfrumur geta í sumum tilvikum örvað vöxt æxlisfrumna úr brjósta- krabbameinum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla hvaða boðefni sýndu viðbrögð í brjóstakrabbameini og kanna áhrif slíkra boðefna á brjóstakrabbameins- frumur í rækt. Boðefnið IL-6 mældist hækkað (mið- að við 6 pg/ml) í 16 af 60 blóðsýnum, sem tekin voru úr sjúklingum með brjóstakrabbamein á skurðað- gerðardegi, borið saman við eitt af 46 sýnum úr viðmiðunarhópi. Munur á meðalgildi sjúklinga (4,8 pg/ml) og viðmiðunarhóps (0,6 pg/ml) var marktæk- ur með p=0,008). TNF-a var mælt í floti af vefjabit- um úr brjóstakrabbameinsæxlum og til samanburðar voru bitar úr eðlilegum brjóstavef úr sömu konum, 32 sýnapör. TNF-a mældist marktækt hærra í æxlis- vef en eðlilegum vef, parað t-próf var marktækt með p=0,008. Meðalgildi fyrir æxlissýni var 0,47 pg/ml en 0,03 pg/ml fyrir sýni úr eðlilegum vef; losun á TNF-a var hærri í æxlisvefnum í 12 sýnapörum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.