Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 72

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 72
416 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Námskeið í ortópedískri medisín að Reykjalundi dagana 13.-15. september Ákveðiö hefur verið að halda námskeið í ortópedískri medisín að Reykjalundi í september næstkomandi. Er fyrirhugað að þetta verði hið fyrsta í röð fjögurra slíkra námskeiða. Námskeiðin eru fyrst og fremst hugsuð sem framhaldsnámskeið fyrir þá sem lokið hafa grunnnámskeiði í greiningu, en þó er gert ráð fyrir að hægt sé að ná tilætlaðri grunnþekkingu með heimavinnu. Þá mun og verða rifjuð upp greining á námskeiðunum, en áhersla lögð á meðferð. Aðalkennari mun verða Bernt Ersson læknir í Gávle í Svíþjóð, en hann hefur nýlega gefið út fjórar kennslu- bækur í faginu (Grundlággande ortopedisk medisin). Á þessu fyrsta námskeiði verður farið í greiningu og meðferð vandamála í öxl og brjóstgrind. Eftirtalin námskeið eru síðan fyrirhuguð: Annað námskeið - lendhryggur og mjöm. Þriðja námskeið - hálshryggur og hnakki. Fjórða námskeið - útlimir. Er reiknað með að annað námskeiðið verði haldið vorið 1997. Kennt verður á ensku eða sænsku eftir þörfum. Námskeiðin eru ætluð læknum og sjúkraþjálfurum en fjöldi þátttakenda verðurtakmarkaður og gert ráð fyrir að þeir sem fyrstir sækja gangi fyrir. Upplýsingar um námskeiðin gefa Magnús Ólason læknir á Reykjalundi í síma 566 6200 og Óskar Reykdalsson læknir í Hálsoinvest i Sandviken í Svíþjóð í síma 00 46 26 245310 og 23 23001 þar til 15. júní næstkomandi, en eftir það er Óskar á Heilsugæslustöðinni á Selfossi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.