Læknablaðið - 15.08.1996, Page 3
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
551
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
8. tbl. 82. árg. Ágúst 1996
Útgefandi:
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Aðsetur og afgreiðsla:
Hlíðasmári 8 - 200 Kópavogur
Símar:
Skiptiborð: 564 4100
Lífeyrissjóður: 564 4102
Læknablaðið: 564 4104
Bréfsími (fax); 564 4106
Ritstjórn:
Guðrún Pétursdóttir
Gunnar Sigurðsson
Hróðmar Helgason
Jóhann Agúst Sigurðsson
Vilhjálmur Rafnsson ábm.
Ritstjórnarfulltrúi:
Bima Þórðardóttir
Auglvsingar:
Margrét Aðalsteinsdóttir
Ritari:
Ásta Jensdóttir
Upplag: 1.500
Áskrift: 6.840,- m/vsk.
Lausasala: 684,- m/vsk.
© Læknablaðið, Hlíðasmára 8,
200 Kópavogur, sími 564 4104.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Grafík hf.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Pökkun:
Plastpökkun, Skemmuvegi 8,
200 Kópavogur.
ISSN: 0023-7213
Fræðigreinar
Ritstjórnargrein.................................. 554
Marfans heilkenni á íslandi:
Einar Örn Einarsson, Ragnar Danielsen, Haraldur
Sigurðsson og Einar Stefánsson ................ 557
Athugað var algengi sjúkdómsins á Islandi og dreifing sjúkdóm-
seinkennafrá hjarta og æðakerfi, augum og stoðkerfi. Kannaðar
voru sjúkraskrár þeirra sem greinst höfðu á nokkrum spítölum
árin 1989 til 1994 og gögn fengin frá hjarta-, augn-, barna- og
heimilislæknum. Alls voru skoðaðir 22 sjúklingar á aldrinum 7 til
71 árs. Af þeim töldust 17 með öruggt heilkenni Marfans. Algengi
sjúkdómsins er svipað og í nágrannalöndum, 6,5/100.000.
Þvagleki og þvagfærasýkingar hjá konum 70-89 ára:
Lilja Þ. Björnsdóttir, Reynir T. Geirsson,
Pálmi V. Jónsson............................... 563
Könnuð voru algengi og birting þvagleka og þvagfærasýkinga
hjá 120 konum á aldrinum 70-89 ára sem valdar voru með
hendingarvali. Alls voru 47,5% með þvagleka, 23% daglega.
Bráðaleki var algengastur, 39%, blandleki 32% og áreynsluleki
26%. Ályktað er að læknar geti bætt meðferð með forvörnum,
virkri eftirgrennslan og aukinni greiningarvinnu og bætt með því
lífsgæði elstu kvenna.
Hjartaígræðsla — Meðferð fyrir börn og unglinga
með hjartasjúkdóm á lokastigi:
Gunnlaugur Sigfússon, F. Jay Fricker........ 569
Hjartaígræðsla er nýleg og áhrifamikil meðferð fyrir börn og
unglinga með hjartasjúkdóm á lokastigi. Fjallaö er um val á
sjúklingum fyrir slíka aðgerð, sjálfa aðgerðina, eftirlit og meðferð
sem hjartaþegar gangast undir. Skammtímaárangur er góður en
minna er vitað um langtímahorfur þar sem aðgerðin hefur ein-
ungis verið framkvæmd síðustu 15 árin. Rætt um fylgikvilla ón-
æmisbælingar sem eru hvimleiðir og alvarlegir.
Latexofnæmi — nýtt heilbrigðisvandamál:
Davíð Gíslason, Unnur Steina Björnsdóttir ........ 576
Fyrir 17 árum var vakin athygli á því að latex gæti valdið bráðaof-
næmi og virðist sem tíðni þess hafi farið hraðvaxandi. Hugsan-
lega má rekja það til betri þekkingar á ofnæmi en aðalástæðan
er talin breytingar á framleiðsluháttum og mikil aukning í notkun
á gúmmíi. Áhættuhópar eru börn með fæðingargalla sem krefj-
ast endurtekinna aðgerða, heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem
vinna við framleiðslu á gúmmívörum. Greinst hafa 30 einstakl-
ingar með latex-ofnæmi og er greint frá einkennum þeirra. Bent
er á nokkrar varúðarráðstafanir.
Viðhorfsbreyting í samskiptum sjúklinga og
heilbrigðisstarfsfólks — Erindi flutt á málþingi L.í.
um réttindi sjúklinga:
Ástríður Stefánsdóttir........................... 580