Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 16

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 16
564 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 indi frá þvag- og kynfærum voru hjá 21% kvennanna. Þriðjungur kvennanna, marktækt fleiri á elliheimilum, hafði rætt um þvagfæra- óþægindi við lækni nýlega. Ályktun: Með hliðsjón af algengi þvagleka og þvagfæravandamála meðal elstu kvenna á íslandi mætti ætla að fleiri konur gætu haft gagn af læknisfræðilegu mati og meðferð. Gildi og ábendingar östrógenmeðferðar fyrir aldrað- ar konur með þvag- og kynfæravanda þyrfti að skilgreina betur. Astæða er til að ætla að lækn- ar geti bætt meðferðina með forvörnum, virkri eftirgrennslan eftir einkennum og aukinni greiningarvinnu og þannig bætt lífsgæði elstu kvenna. Inngangur Þvagleki og þvagfærasýkingar eru algeng vandamál hjá öldruðum konum. Utan stofn- ana eru 15-30% aldraðra kvenna með þvag- leka en á elliheimilum hrjáir þvagleki liðlega helming vistmanna (1). Aldurstengdar breytingar, svo sem minnkað rúmmál þvagblöðru, ósjálfráðir samdrættir í blöðruvegg, minnkað viðnám í þvagrás og blöðrusig, stuðla að þvagleka og auka líkur á þvagfærasýkingum (2). Vöðvarýrnun, minnk- uð hreyfifærni, skert skyn og heilaskaði auka enn á algengi þvagleka meðal eldri borgara (1,3). Þvagleki er tvöfalt algengari hjá konum en körlum (1,3). Til viðbótar stuðlar lækkun östrógens eftir tíðahvörf að auknum óþægind- um frá þvag- og kynfærum. Þvagleki hefur verið skilgreindur sem sjáan- legur og óviljandi missir þvags sem veldur hreinlætis- og félagslegum vanda (4). Önnur líkamleg vandamál geta fylgt, svo sem útbrot, húð- og þvagfærasýkingar (1). Margar konur skammast sín fyrir slæma lykt og fyrirferðar- miklar bleiur. Þær veigra sér við að fara í heim- sóknir eða lengri ferðir og takmarka hreyfingu eins og leikfimi og dans sem ýtt gæti undir leka. Konurnar einangrast, svefn raskast, sjálfsör- yggi minnkar og þunglyndi sest að (1,5). Áætlað er að 10% af útgjöldum elliheimila komi til vegna þvagleka. Fjármagna þarf bleiur, netbuxur, hanska og önnur hjálpar- gögn, þvott og mikla vinnu starfsmanna. Kostnaður fyrir hvern einstakling í heimahúsi er minni en á stofnunum, en fellur á einstak- linginn (6). Hjá heilbrigðisstéttum ber enn á því viðhorfi að þvagleki fylgi ellinni og lítill hluti eldri kvenna fær meðhöndlun (1). Aldraðar konur eru tregar til að gangast undir skurðaðgerðir. Lyf við þvagleka valda oft óheppilegum auka- verkunum hjá öldruðum og konurnar eiga erf- itt með að læra og viðhalda grindarbotnsæfing- um. Östrógenlyf gætu verið ákjósanleg með- ferð hjá gömlum konum. Mjólkursýrugerlum í fæðingarvegi fjölgar á ný við meðferðina en þeir vernda gegn sýkingum (3,7). Húð leg- ganga þykknar og blóðrás batnar, þannig að staðbundin óþægindi minnka (8). Á þeim lágu skömmtum sem notaðir eru hjá gömlum kon- um eru litlar líkur á hvimleiðum blæðingum frá legi (3). Rannsóknir á þvagleka kvenna hafa að mestu beinst að árunum í kringum tíðahvörf. Árið 1991 var gerð athugun á þvagleka meðal aldraðra á stofnunum á íslandi með sérstöku tilliti til hreyfigetu og skilvitundar (2). Nýlega voru tíðni þvagleka og áhrif einfaldrar með- ferðar meðal kvenna í Öxarfjarðarhéraði könnuð, en aðeins þriðjungur úrtaksins var yfir sextugt og breytur voru ekki athugaðar sér- staklega með tilliti til aldurs (9). Tilgangur þessarar athugunar var að afla upplýsinga um algengi þvag- og kynfæravanda- mála elstu kvenna og hvort munur væri á kon- um í þjónusturými elliheimila eða í heimahús- um. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til 135 kvenna á höfuð- borgarsvæðinu. Konunum var skipt í fjóra ald- ursflokka miðað við 1. janúar 1995, það er 70- 74, 75-79, 80-84 og 85-89 ára. Skrá var fengin yfir vistmenn í þjónusturými á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, miðað við marsbyrj- un 1995. Konur í þjónusturými fremur en hjúkrunarrými voru valdar til að fá betri sam- anburðarhóp við þær sem voru í heimahúsum hvað varðar almennt heilsufar. Hlutfallslega fáar konur á elliheimilum voru undir áttræðu (n=25) en þeim var öllum boðin þátttaka. Hendingarval var notað til að fá 25 konur í hvorn af tveimur eldri aldursflokkunum. Öll- um konum innan hvers aldursflokks var gefið raðnúmer frá 1-X. Tölva var notuð til að fá hendingarúrtak af stærðinni 3X, og endurtekn- ar tölur fjarlægðar. Nöfnunum var endurraðað samkvæmt hendingarúrtakinu og efstu 25 kon- urnar valdar. Til þess að ná til kvenna sem bjuggu utan stofnana var fenginn listi yfir kon- ur sem sækja þjónustu til heilsugæslustöðva

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.