Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 19

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 565 Table 1. Number of participants and division according to age and residency. Age group years Nursing home n=70 Private home n=50 Total n=120 70-74 8 0 8 75-79 15 0 15 80-84 25 25 50 85-89 22 25 47 Seltjarnarness og Garðabæjar. Hjá þeim voru aðeins athuguð aldursbilin 80-84 og 85-89 ára en úrtökin höfð stærri, 30 konur í hvorum hópi, með tilliti til þess að erfiðara gæti verið að nálgast þær. Á elliheimilunum höfðu tvær konur dáið áður en náðist að taka viðtalið, tvær voru fluttar á hjúkrunardeild og ein baðst undan viðtali. Utan stofnana höfðu fimm kon- ur flutt á elliheimili, þrjár voru fjarverandi til lengri tíma, og tvær vildu ekki vera þátttakend- ur. Staðlað spurningablað var notað til gagna- söfnunar. Spurningar voru lagðar fyrir konurn- ar í viðtali sem tekið var á þeirra eigin heimili eða herbergi. Verkefnið var kynnt konunum, og fengið samþykki þeirra fyrir þátttöku í rannsókninni. Konurnar voru spurðar um til- vist þvagleka, dreifingu þvagláta yfir sólar- hringinn, staðbundin einkenni frá fæðingar- vegi og mat þeirra á óþægindum og vanlíðan frá þvag- og kynfærum. Þvagleki var skil- greindur sem leki tvisvar sinnum eða oftar í mánuði undanfarna þrjá mánuði og tíð þvaglát sem sex sinnum eða oftar yfir daginn. Einnig var spurt um núverandi reykingar, barneignir, sjúkdóma og aðgerðir á þvag- og kynfærum. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám um fjölda þvagfærasýkinga, þvagræktana og sýkla- lyfjakúra og hvort östrógenlyf voru gefin. Til að kanna fjölda þvagfærasýkinga undanfarin tvö ár voru lagðar saman upplýsingar um fjölda jákvæðra ræktana, fjölda sýklalyfjakúra sem gefnir voru við þvagfærasýkingum og fjölda þvagfærasýkinga samkvæmt dagálum, en hver sýking aðeins talin einu sinni. Hjúkrunarfræð- ingar á elliheimilunum voru beðnir um mat á óþægindum kvennanna frá þvag- og kynfær- um. Fengið var samþykki yfirlækna elliheimil- anna og heilsugæslustöðvanna og samþykki siðanefndar Landspítalans fyrir rannsókninni. Borin voru saman hlutföll og stuðst við kí- kvaðrats próf. Einnig var notað kí-kvaðrats leitnipróf (pL), þar sem stuðst var við rað- kvarða til flokkunar á svörum um vaxandi vanda, og athugað hvort (línuleg) leitni væri til hækkandi hlutfalls með hækkandi raðtölu. Niðurstöður voru marktækar ef p var =£0,05. Niðurstöður Alls tóku 120 af 135 konum þátt í rannsókn- inni (88%) (tafla I). Rúmlega helmingur kvennanna (55%) hafði farið í aðgerðir á þvag- og kynfærum og voru brottnám legs, blöðru- og legsigsaðgerðir algengastar. Hjá 14% var saga um sjúkdóm í þvag- eða kynfærum, oftast ómeðhöndlað leg- eða blöðrusig, ýmis nýrna- vandamál og ein kona notaði þvaglegg dag- lega. Alls reyktu 20 konur (17%). Sextán kon- ur (13%) gerðu grindarbotnsæfingar reglulega, óháð aldri eða búsetu. Bleiur eða bindi notuðu 67% kvenna með þvagleka, en 20% kvenna sem ekki voru með þvagleka. Alls voru 57 (48%) konur með þvagleka. Hlutfallið var hærra innan stofnana (54%) en utan (38%), en munurinn ekki marktækur. Þvagleki var daglegur viðburður hjá 34% kvennanna. Konur á elliheimilum voru með tíðari leka en konur í heimahúsum (X22 6,31; p<0,05; pL<0,02). Hvorki aldur, reykingar, grindarbotnsæfingar, aðgerðir, sjúkdómar né fjöldi barna hafði marktæk áhrif á tíðni þvag- leka. Bráðaleki var algengastur (39%), síðan blandleki (32%) og áreynsluleki (26%). Ekki var marktækur munur á tegund þvagleka mið- að við aldur, búsetu, reykingar, fjölda barna, aðgerðir eða sjúkdóma. Þvaglát voru tíð hjá 24% kvennanna og 62% vöknuðu að næturlagi til að kasta þvagi. Aðeins 8% kvennanna þurftu að vakna þrisvar eða oftar. Samtals höfðu 35% kvennanna haft þvag- færasýkingu og 11% fengið fimm eða fleiri sýk- ingar. Ekki var marktækur munur á fjölda sýk- inga eftir aldri, búsetu, aðgerðum eða tilvist þvagleka. Þær konur sem vöknuðu oftar á nóttunni voru oftar með sýkingar (X22 18,29; p<0,001; pL<0,001). Þær sem voru með þekkta sjúkdóma í þvag- og kynfærum fengu oftar sýkingar (X22 9,00; p<0,02; pL<0,005). Af konunum höfðu 33% fengið sýklalyfjakúra við þvagfærasýkingu og 11% fengið fimm eða fleiri kúra. Mestur fjöldi sýklalyfjakúra yfir tveggja ára tímabilið var 22. Þrjár konur voru samfleytt á sýklalyfjum við þvagfærasýkingum. Konum með þvagleka voru oftar gefin sýklalyf en þeim sem ekki voru með þvagleka (X2, 13,59; p<0,005; pL<0,001). Ekki var munur á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.