Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 30
576
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Latexofnæmi — nýtt
heilbrigðisvandamál
Davíð Gíslason, Unnur Steina Björnsdóttir
Gíslason D, Björnsdóttir US
Latex Allergy — an Emerging Hcalth Care Problem
Læknablaðið 1996: 82; 576-9
Since immediate hypersensitivity reaction to natural
rubber was described 17 years ago, the incidence of
latex allergy has been increasing rapidly. This is in
part due to a growing awareness of the problem
along with improved diagnostic methods. Addition-
ally, in accordance with universal health care plans
and the HIV epidemic, more rubber products such
as latex gloves and condoms are in general use.
Changes in methods of rubber production may also
contribute to the increasing prevalence in latex al-
lergy.
Individuals at greatest risk for developing latex al-
lergy are patients who have undergone multiple op-
erations. These include children with myelomenin-
gocele (spina bifida) and congenital defects of the
urinary tract. Another high risk group includes
health care providers and individuals working in
rubber production.
Latex containing products are in general use in the
hospital setting as well as in the home environment.
They can therefore pose a great risk to sensitized
patients if prophylactic measures are not undertak-
en.
Defining high risk patients and subsequent diagnosis
with appropriate skin tests are important. Patients
with latex allergy must then be provided with self-
administered adrenalin (Epi-pen) and instructed in
avoidance measures.
In this article we describe 23 individuals who have
been diagnosed allergic to latex in Iceland.
Frá Vífilsstaðaspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Davíð Gísla-
son, Vífilsstaðaspítala, 210 Garðabær.
Ágrip
Fyrir 17 árum var vakin athygli á því að latex
gæti valdið bráðaofnæmi. Á þeim árum sem
liðin eru síðan virðist sem tíðni latexofnæmis
hafi fari hratt vaxandi. f>að kann að einhverju
leyti að skýrast af almennt meiri þekkingu á
ofnæmi, en líklega er aðalástæðan breytingar á
framleiðsluháttum og mikil aukning í notkun
gúmmís.
Þeir sem eru í mestri hættu á að fá latexof-
næmi eru börn með fæðingargalla, sem krefjast
endurtekinna aðgerða. Dæmi um það eru börn
með klofinn hrygg (spina bifida) og fæðingar-
galla í þvagfærum. Heilbrigðisstarfsmenn og
fólk sem vinnur við framleiðslu á gúmmívörum
er einnig í sérstakri hættu á að fá latexofnæmi.
Latexvörur eru mikið notaðar á sjúkrahús-
um og á heimilum. Ofnæmi fyrir latexi getur
verið sérlega hættulegt í tengslum við meðferð
á sjúkrahúsum. Mikilvægt er að skilgreina
áhættuhópa og finna með húðprófum þá sem
hafa ofnæmi.
Á íslandi hafa greinst um 30 einstaklingar
með latexofnæmi. Sagt er í stuttu máli frá ein-
kennum 23 þeirra.
Bent er á nokkrar varúðarráðstafanir til að
draga úr þeirri hættu sem fylgir latexofnæmi.
Inngangur
Stundum skjóta ný vandamál upp kollinum í
læknisfræðinni án þess að orsakir liggi í augum
uppi. Eitt slíkt er bráðaofnæmi fyrir latexi.
Latexofnæmi var fyrst lýst árið 1927 (1), en
vakti þá enga athygli, líklega vegna þess að
læknar könnuðust ekki við vandamálið og
þekking á ofnæmissjúkdómum var þá afar tak-