Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 31

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 577 mörkuð. Það var fyrst eftir að skrifað var um latexofnæmið í annað sinn árið 1979 að læknar fóru að gefa því verulegan gaum (2). Hvað er latex? Latex sem er grunnefnið í gúmmíi, kemur úr safa trésins Hevea brasiliensis*. Safanum er safnað með því að rista raufar í börk trésins sem safinn seytlar eftir niður í safnker. Um leið og safanum er safnað er bætt í hann ammóníaki til að hindra kekkjun og sýklagróður. Aðalefnin í latexi eru kolvetnasambönd. Við framleiðslu á gúmmíi er latex blandað brennisteini og myndar hann bindingu milli kolefnisjóna. Þessi blanda ákvarðar eiginleika gúmmís svo sem teygjanleika og þol. Við fram- leiðsluna eru notaðir efnahvatar. Annars gengi framleiðslan hægar og eiginleikar gúmmís yrðu lakari. Einnig eru notuð efni sem hindra oxun og önnur sem draga úr tærandi áhrifum ósons. Oft er litarefnum bætt í gúmmíið á lokastigum framleiðslunnar og það síðan mótað í hinar ýmsu framleiðsluvörur (3). Gúmmí var þekkt í samfélögum indíána í Ameríku þegar Evrópubúar komu þangað. Gúmmítréð er upprunnið í Suður-Ameríku, en það var flutt meðal annars til Suðaustur-Asíu á seinni hluta 19. aldar, þar sem ræktun þess er mest í dag. Svíinn Halstead varð fyrstur til að búa til gúmmíhanska 1889 (4). Latexofnæmi Fljótlega kom í ljós að gúmmíhanskar gátu orsakað húðskaða (5). Annars vegar voru ert- andi áhrif á húðina við notkun hanska og hins vegar exem vegna snertiofnæmis. Hanskarnir erta húðina vegna þess að húðin soðnar undan þeim og vegna þess að fituleysanleg efni í hreinlætisvörum, lokast inni á húðinni og eyða fituvörn hennar. Snertiofnæmið myndast fyrir efnum sem eru notuð við gúmmíframleiðsluna en líklega ekki (eða sjaldan) fyrir latexinu sjálfu. Þetta eru meðal annars efnaflokkarnir thiurams, thiazol- es, phenylenediamine. Þessi efni eru notuð sem efnahvatar, rotvarnarefni og litarefni. Of- næmi fyrir þeim er kannað með plástraprófum. * Orðið latex er hér notað yfir hráefni í gúmmíi, sem unnið er úr safa gúmmítrésins Hevea Brasil- iensis. Orðið latex er stundum notað yfir gúmmí í fullunnum gúmmívörum og einnig vatnsblandan- lega akrýlmálningu sem er alveg án gúmmíefna. Um 1% af latexi eru prótfnsambönd. Þau geta vakið mótefnasvörun af IgE gerð og bráð ofnæmisviðbrögð. Um er að ræða allmarga of- næmisvaka með mólekúlþunga á bilinu 5-100 kd (kíló-Dalton)(6). Telja sumir að mikilvæg- asti ofnæmisvaldurinn sé prótínsamband 14,6 kd sem hefur þýðingu fyrir teygjanleika gúmm- ís (rubber elongation factor) (6). Þetta er þó ekki fullkannað. Nokkrar fæðutegundir úr jurtaríkinu bera í sér ofnæmivaka sem valda krosssvörun við lat- ex. Neysla þessara fæðutegunda orsakar of- næmiseinkenni hjá um það bil helmingi þeirra sem hafa latexofnæmi. Að jafnaði eru þau einkenni vægari en af latexi. Þær fæðutegundir sem oftast gefa þessi einkenni eru bananar, avókadó og kastaníuhnetur. Bráðaofnæmi fyrir latexi er mun alvarlegri sjúkdómur en snertiofnæmi fyrir gúmmíi og getur verið lífshættulegt. Á þeim 17 árum sem liðin eru síðan latexofnæminu var lýst öðru sinni, virðist tíðni þess hafa aukist hratt. Fyrir því kunna að vera nokkrar ástæður. Notkun gúmmís hefur farið ört vaxandi, sérstaklega meðal heilbrigðisstarfsmanna, sem eru hvattir til að nota gúmmfhanska af ótta við lifrarbólg- ur og eyðni. Sem dæmi um það má nefna, að í Bandaríkjunum voru notaðir 1,4 milljarðar hanska 1986 en átta milljarðar hanska árið 1993 (7) . Lögð hefur verið aukin áhersla á notkun smokks við kynmök af sömu ástæðu. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir gúmmíi er hugsan- legt að breyting hafi orðið á framleiðsluferli þess. Það gæti þýtt að nú væri meira af ofnæm- isvökum í framleiðsluvörum úr gúmmíi en áður (8) . Aukin þekking og betri rannsóknaraðferð- ir hafa leitt til auðveldari greiningar á ofnæm- inu og getur af þeim sökum virst sem tíðnin fari vaxandi. Reynslan hefur sýnt að sérstökum hópum í samfélaginu hættir öðrum fremur til að fá lat- exofnæmi. Þetta á einkum við um þrjá hópa: í fyrsta hópnum eru þeir sem á ungum aldri þurfa oft að gangast undir aðgerðir eða vera með umbúðir úr latexi. Þetta eru einkum börn sem fæðast með klofinn hrygg (spina bifida) eða galla á þvagfærum. í rannsóknum á börn- um með klofinn hrygg höfðu 28-67% latexof- næmi (9). í öðrum hópnum eru heilbrigðis- starfsmenn. í þeim hópi er starfsfólk á skurð- stofum í mestri hættu vegna mikillar notkunar latexhanska. í sumum rannsóknum hafa allt að 10% þessara starfsmanna latexofnæmi (9). í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.