Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 33

Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 579 Fig. 1. Contact reaction to rubber gloves. próf með þeim hlut sem talinn er valda ein- kennunum. Einnig er hægt að mæla IgE mót- efni fyrir latexi í blóði. Slík próf hafa þó ekki verið talin eins næm og húðprófin (9). Fölsk jákvæð húð- og blóðpróf koma fyrir og því þarf ætíð að skoða niðurstöðurnar úr ofnæmisrann- sóknum í samhengi við einkenni viðkomandi einstaklings. Húðprófin og sérstaklega þolprófin, geta verið varasöm. Pví ættu eingöngu aðilar með reynslu á þessu sviði að framkvæma prófin. Hvernig má draga úr hættu af latexofnæmi? Læknar hafa velt þessari spurningu fyrir sér, einkum með tilliti til þeirrar áhættu sem fylgir skurðaðgerðum. I eftirfarandi ráðleggingum er stuðst við álit starfshóps á vegum samtaka amerískra ofnæmislækna (The American Aca- demy of Allergy Asthma and Immunology (AAAAI)) (11): I. Að finna þá sem eru í áhættuhópum. II. Að spyrja þá sem eru á leið í aðgerð um einkenni sem geta bent til latexofnæmis. III. Að rannsaka sjúklinga í áhættuhópum og með grunsamleg einkenni fyrir latexofnæmi. IV. Að tryggja að þeir sem hafa latexofnæmi geti farið í aðgerðir í latexfríu umhverfi. V. Að merkja þá sem hafa þekkt latexofnæmi með Medic Alert merkjum. VI. Að þeir sem fengið hafa alvarleg einkenni beri á sér adrenalínsprautur (Epi-Pen) í örygg- isskyni. Aðstæður eru nokkuð sérstakar á íslandi. Mjög fjölmennir starfshópar nota gúmmí- hanska að jafnaði í vinnunni. Auk heilbrigðis- starfsmanna má sérstaklega nefna sjómenn og fiskvinnslufólk. Það er því full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart latexofnæmi. Þeir sem eru með sterkt latexofnæmi eru í bráðri hættu lendi þeir í skurðaðgerð án þess að vitað sé um ofnæmið. Á sjúkrahúsum er fjöldi hluta í notkun daglega sem innihalda latex. Það er erfitt eða nær ómögulegt að sneiða hjá latexi nema með vökulu eftirliti. Vaktsjúkrahúsin verða að vera viðbúin því að sjúklingar með latexofnæmi leggist þar inn í bráðatilfellum. Þau þurfa því að hafa viðbúnað til að framkvæma svæfingar og aðgerðir í lat- exfríu umhverfi. Nú er æ algengara að hanskar séu notaðir þegar matvæli eru handfjötluð. Á þann hátt geta ofnæmisvakar úr latexi borist í matvælin. Þetta kemur vafalaust ekki að sök, ef matvælin eru soðin eftir snertinguna. Öðru máli gegnir um matvæli sem eru handfjötluð með lat- exhönskum þegar þau eru tilbúin til notkunar. Reynslan ein getur skorið úr því hvort þau eru hættuleg fólki með latexofnæmi. HEIMILDIR 1. Stern JE. Uberempfindligkeit gegen Kautschuk als Ur- sache von Urticaria und Quinckeschem Odem. Klin Wo- chenschr 1927; 6: 1479. 2. Nutter AF. Contact urticaria to rubber. Br J Dermatol 1979; 101: 597-8. 3. Subramaniam A. The Chemistry of Natural Rubber La- tex. Immunol Allergy Clin North Am 1995; 15: 1-20. 4. Truscott W. The Industry Perspective on Latex. Immu- nol Allergy Clin North America 1995; 15: 89-121. 5. Downing JG. Dermatitis from rubber gloves. N Eng J Med 1933; 208: 196-8. 6. Kurup VP, Murali PS, Kelly KJ. Latex Allergy. Immu- nol Allergy Clin North Am 1995; 15: 45-59. 7. Thomson RL. Education Challenges of Latex Protein Allergy. Immunol Allergy Clin North Am 1995; 15:159- 74. 8. Frankland AW. Latex allergy (editorial). Clin Exper Allergy 1995; 25: 199-201. 9. Slater JE. Latex allergy. J Allergy Clin Immunol 1994; 94: 139-50. 10. Sussman GL, Beezhold DH. Allergy to latex rubber. Ann Intern Med 1995; 122: 43-6. 11. Task Force on Allergic Reactions to Latex (committee report). J Allergy Clin Immunol 1993; 92: 16-8.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.