Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 37

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 583 linga frá sjónarhorni sjúklingsins sjálfs. í stað þess að ganga út frá skyldum starfsfólks og tala út frá reynslu heilbrigðisstarfsmannsins er tal- að um rétt sjúklingsins og við setjum okkur í spor hans. En það sem gerir það sérstaklega brýnt siðferðilega að skoða málin út frá sjónar- horni sjúklingsins er einmitt sú veika staða og þar með sú hætta á kúgun sem hann er í innan heilbrigðiskerfisins. Með þessum nýja sjónar- hóli birtast ný sjónarmið sem nauðsynlegt er að taka tillit til. Þau réttindamál sem talin hafa verið hvað brýnust í dag og koma fram í Amst- erdamyfirlýsingunni birtast í þáttum eins og hvernig eigi að; - tryggja upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð, - greiða aðgang hans að sjúkraskrám, - vernda persónuupplýsingar um sjúklinginn og - greiða leið kvartana til réttra aðila. Með breyttum aðstæðum gætu önnur mál öðlast meira vægi og farið væri að tala um til dæmis: - Réttinn til að þekkja eigin uppruna í tilvik- um þar sem einstaklingurinn er getinn með gjafasæði, - réttinn til að þekkja ekki eigin erfðaefni og - réttinn til að takmarka aðgang að vefjasýn- um frá sjúklingi. Þótt ofangreind atriði séu ekki mikilvæg í dag- legu lífi þeirra einstaklinga sem njóta þjónustu heilbrigðiskerfisins í dag þá kunna þau að öðl- ast aukið vægi á komandi árum. Umræðan verður því að vera í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað á sviði rannsókna og lækn- inga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.