Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
585
beita, að viðkomandi hafi áður gefið frjálst
vitneskjusamþykki sitt. Viðkomandi skulu
gefnar viðeigandi upplýsingar um tilgang og
eðli íhlutunarinnar, svo og um afleiðingar og
áhættu henni samfara. Viðkomandi er frjálst
að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er.
Sjötta grein (Verndun þeirra sem ekki eru hæf-
ir til að veita samþykki)
1. Einstakling, sem ekki er hæfur til að veita
samþykki, má því aðeins beita íhlutun, að það
sé honum beint til hagsbóta, háð ákvæðunum í
sautjándu og tuttugustu grein hér á eftir.
2. Hjá einstaklingi undir lögaldri, sem lögum
samkvæmt er ekki hæfur til að veita samþykki
fyrir íhlutun, má því aðeins beita henni að fyrir
liggi leyfi forráðamanns eða yfirvalda, eða ein-
staklings eða hóps sem lög mæla fyrir um.
Skoðun einstaklings, sem er undir lögaldri,
skal í auknum mæli metið sem úrslitaatriði í
hlutfalli við aldur og þroskastig hans eða henn-
ar.
3. Þegar fullorðnir einstaklingar, vegna geð-
hömlunar, sjúkdóms eða af svipuðum
ástæðum, teljast lögum samkvæmt ekki hæfir
til þess að samþykkja íhlutun, má því aðeins
beita íhlutuninni að fengið sé leyfi forráða-
manns eða yfirvalda eða einstaklings eða hóps
sem lög mæla fyrir um. Viðkomandi einstak-
lingur skal taka þátt í aðgerðum, sem leiða til
samþykkis, svo sem kostur er.
4. Forráðamaðurinn, yfirvöldin, einstakling-
urinn eða hópurinn, sem nefnd eru í annarri og
þriðju málsgrein hér að ofan, skulu við sömu
skilyrði fá þær upplýsingar, sem nefndar eru í
fimmtu grein.
5. Leyfisveitingu þá, sem vísað er til í annarri
og þriðju málsgrein hér á undan, má draga til
baka hvenær sem er í þágu bestu hagsmuna
þess sem hlut á að máli.
Sjöunda grein (Vernd mannvera sem haldnar
eru geðröskun)
Mannveru með alvarlega geðröskun má án
samþykkis hennar því aðeins beita íhlutun,
sem ætlað er að meðhöndla geðröskunina að
líklegt sé að viðkomandi verði fyrir alvarlegum
skaða á heilsu sinni, sé meðferðinni ekki beitt
og að það sé gert við vernduð skilyrði, sem
mælt er fyrir um í lögum og að þau feli í sér
aðferðir við eftirlit, stjórnun og málskot.
Attunda grein (Neyðartilvik)
Þegar um neyðartilvik er að ræða og ekki er
hægt að afla viðeigandi samþykkis, má tafar-
laust beita hverri læknisfræðilega nauðsynlegri
íhlutun til hagsbóta fyrir heilbrigði þess er í
hlut á.
Níunda grein (Áður tjáðar óskir)
Sé sjúklingur ekki fær um að tjá óskir sínar um
læknisfræðilega íhlutun, þegar henni skal beitt,
en hann hefir áður tjáð óskir sínar í því efni,
skal tekið tillit til þeirra óska.
III. Einkalíf og réttur á upplýsingum
Tíunda grein (Einkalíf og réttur til að fá upp-
lýsingar)
1. Allir eiga rétt á að einkalíf þeirra sé virt, að
því er varðar upplýsingar um heilbrigði þeirra.
2. Einstaklingar eiga rétt á að fá að vita um
hverjar þær upplýsingar, sem safnað er um
heilbrigði þeirra. Hins vegar skal virða óskir
einstaklinga um það, að þeim verði ekki veittar
upplýsingar á þennan hátt.
3. í þágu sjúklingsins er í undantekningartil-
vikum í lögum hægt að takmarka beitingu þess
réttar, sem felst í annarri málsgreinin.
IV. Genamengi mannsins
Ellefta grein (Bann við mismunun)
Bönnuð er hvers kyns mismunun gegn mann-
veru vegna erfðauppruna hennar.
Tólfta grein (Forspárerfðapróf)
Prófum, sem segja fyrir um erfðasjúkdóma eða
koma að haldi annað hvort við að bera kennsl á
þann er ber gen, sem veldur sjúkdómi eða við
að uppgötva arfbundna hneigð til sjúkdóms
eða næmi fyrir sjúkdómi, má aðeins beita í
heilbrigðisskyni eða í vísindarannsóknum
tengdum heilbrigðismarkmiðum og sé það háð
því, að veitt sé viðeigandi erfðaráðgjöf.
Þrettánda grein (Ihlutun í genamengi manns-
ins)
Ihlutun, sem ætlað er að breyta genamengi
mannsins má aðeins beita í forvarnar-, lækn-
inga- og greiningarskyni og þá því aðeins, að
ætlunin sé ekki að valda breytingum á gena-
mengi neinna afkomenda.
Fjórtánda grein (Bann við kynvali)
Ekki skal leyfa notkun læknisfræðilegrar
tækniaðstoðar við æxlun, í því skyni að velja
kyn þess barns sem í vændum er, nema að
ætlunin sé að koma í veg fyrir alvarlegan kyn-
bundinn erfðasjúkdóm.
V. Vísindarannsóknir
Fimmtánda grein (Almenn regla)
Frjálst er að stunda vísindarannsóknir á sviði
líffræði og læknisfræði og er það háð skilyrðum