Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 41

Læknablaðið - 15.08.1996, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 587 Mannslíkaminn og hlutar hans skulu ekki vera uppspretta fjárhagslegs ágóða. Tuttugasta og önnur grein (Eyðing brottnum- inna líkamshluta) Þegar einhver hluti líkamans er numinn brott meðan á íhlutun stendur, má því aðeins geyma hann og nota í öðrum tilgangi en ætlunin var við brottnámið, að beitt sé viðeigandi aðferð- um við að veita upplýsingar og að afla sam- þykkis. VIII. Brot á ákvæðum samningsins Tuttugasta og þriðja (Brot á meginreglunum) Aðilar samningsins skulu sjá fyrir viðeigandi réttarvernd, til þess skjótlega að koma í veg fyrir eða stöðva ólögmæt brot á meginreglun- um, sem settar eru fram í samningi þessum. Tuttugasta og fjórða grein (Bætur fyrir ótil- hlýðilegt tjón) Sá, sem orðið hefir fyrir ótilhlýðilegu tjóni vegna íhlutunar, á rétt á sanngjörnum bótum samkvæmt skilyrðum og aðferðum, sem lög mæla fyrir um. Tuttugasta og fimmta grein (Viðurlög) Aðilar samningsins skulu setja viðurlög við hæfi, sem beitt verði, ef brotið er gegn ákvæð- unum í þessum kafla. IX. Tengsl þessa samnings og annarra ákvæða Tuttugasta og sjötta grein (Takmarkanir á beit- ingu réttindanna) 1. Engar takmarkanir skal setja á beitingu rétt- indanna og verndarákvæðanna sem felast í samningi þessum, aðrar en þær sem mælt er fyrir um í lögum og nauðsynlegar eru í lýðræð- issamfélagi í þágu almannaöryggis, til þess að koma í veg fyrir afbrot, til þess að vernda heil- brigði almennings eða til þess að verja réttindi og frelsi annarra. 2. Takmörkunum, sem gert er ráð fyrir í máls- greininni hér á undan, má ekki ekki beita á elleftu, þrettándu, fjórtándu, sextándu, sautj- ándu, nítjándu, tuttugustu, og tuttugustu og fyrstu grein. Tuttugasta og sjöunda grein (Víðtækari vernd) Ekkert ákvæði samnings þessa skal túlka þann- ig, að það takmarki eða hafi önnur áhrif á möguleika samningsaðila, til þess að veita víð- tækari vernd en mælt er fyrir í samningi þess- um, að því er varðar beitingu líffræði og lækn- isfræði. X. Opinber umræða Tuttugasta og áttunda grein (Opinber umræða) Aðilar samningsins skulu sjá til þess, að grunnspurningarnar, sem þróun líffræði og læknisfræði vekja, fái viðeigandi opinbera um- ræðu, sérstaklega í ljósi tilhlýðilegra læknis- fræðilegra, félagslegra, efnahagslegra, sið- fræðilegra og lagalegra vísbendinga og að hugsanleg beiting þeirra fái viðeigandi umfjöll- un opinberlega. XI. Túlkun samningsins og hvernig honum skal fylgt eftir Tuttugasta og níunda grein (Túlkun samnings- ins) Mannréttindadómstóll Evrópu getur án beinn- ar vísunar til nokkurs málareksturs fyrir dóm- stóli, látið uppi skoðun sína til ráðgjafar um lögfræðileg vafamál að því er varðar túlkun þessa samnings, þegar eftirtaldir óska eftir því: - stjórn aðildarríkis, þegar hún hefir látið hin aðildarríkin vita, - nefndin, sem sett er á stofn samkvæmt þrítugustu og annarri grein og er aðild ein- skorðuð við fulltrúa aðildarríkja samningsins og skal samþykktin hljóta tvo þriðju hluta greiddra atkvæða eða nreira. Þrítugasta grein (Skýrslur um framkvæmd samningsins) Samningsaðilar skulu skýra frá því með hverj- um hætti landslög tryggja raunhæfa fram- kvæmd sérhverra ákvæða samnings þessa, þegar aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins óskar þess. XII. Viðbótarsamningar Þrítugasta og fyrsta grein (Viðbótarsamningar) Hægt er að gera viðbótarsamninga í samræmi við þrítugustu og aðra grein, í því skyni að þróa meginreglurnar í samningi þessum á nánar til- greindum sviðum. Viðbótarsamningar skulu liggja frammi til undirritunar fyrir samningsaðila. Þá skal full- gilda, viðurkenna eða samþykkja. Samnings- aðili getur ekki fullgilt, viðurkennt eða sam- þykkt viðbótarsamninga nema hafa áður, eða samtímis, fullgilt samninginn. XIII. Breytingar á samningnum Þrítugasta og önnur grein (Breytingar á samn- ingnum) 1. Verkefnin, sem ætluð eru „nefndinni" í þess-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.