Læknablaðið - 15.08.1996, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
601
Tillögur Siðaráðs landlæknis
Varðandi: Siðanefndir og
siðaráð — tillaga að nýju
skipulagi
Siðaráð landlæknis hefur nú
starfað í rúman áratug og í
reynd hefur það gegnt tvöföldu
hlutverki, bæði sem vísinda-
siðanefnd og siðaráð, þar sem
ýmis siðferðileg vandamál
tengd heilbrigðisþjónustu hafa
verið til almennrar umfjöllunar
og álitsgerðar. Málefni vísinda-
siðanefnda hér á landi er í
nokkrum ólestri, allmargar slík-
ar nefndir eru starfandi, bæði á
vegum fagfélaga og sjúkrahúsa,
en lítið sem ekkert samráð eða
samstarf er þeirra í milli. Engar
samræmdar vinnureglur hafa
verið samdar þeim til fulltingis.
Siðaráð hefur áður fjallað um
þessi mál, meðal annars með
bréfi frá 2. júní 1994 og bréfi
landlæknis til þáverandi heil-
brigðisráðherra frá 13. júní
1994.
Nú eins og þá er samstaða um
að ástæða sé til þess að aðskilja
starfsemi vísindasiðanefndar og
siðaráðs. Að þessu hníga all-
mörg rök. Vísindasiðanefndir
eiga að fjalla um vísindarann-
sóknir frá siðferðilegu sjónar-
miði, en faglegt mat vegur þar
mjög þungt. Pörf er á lands-
nefnd um þessi efni. Þátttaka
íslendinga í fjölþjóðlegum
rannsóknum er mjög vaxandi og
undantekningalaust gera þeir
sem að slíkum rannsóknum
standa kröfur um að fjallað sé
um rannsóknina í hverju landi
af viðurkenndri, opinberri vís-
indasiðanefnd.
Mjög mikilvægt er að nefnd af
þessu tagi sé þverfagleg, að
minnsta kosti með þátttöku
lækna, siðfræðinga, hjúkrunar-
fræðinga og lögfræðinga. Slík
siðanefnd yrði að starfa í náinni
samvinnu við þverfaglegar siða-
nefndir sjúkrahúsa, í heilsu-
gæslu og víðar, sjá að neðan.
Siðaráð gegnir hins vegar
öðru hlutverki. Það þarf einnig
að vera landsráð og skipað fólki
með mismunandi menntun og
reynslu. Hlutverk siðaráðs yrði
umfjöllun um ýmis siðferðileg
álitsefni, stefnumótun og um
þau mál, samningu siðareglna
og svo framvegis. Má ætla að
stefnumótunarhlutverkið verði
og eigi að vera mikilvægasta
verkefni ráðsins. Fólk í slíku
siðaráði getur haft allt annan
bakgrunn, reynslu og menntun
en fólk sem hæfast væri til setu í
vísindasiðanefnd. I reynd er
starfsemi þessara tveggja
nefnda/ráða svo ólík, að full
ástæða er til að skilja þau að.
Því er lagt til að komið verði á
nýrri skipan þessara mála hér-
lendis og er nánari grein gerð
fyrir þeim hér á eftir.
1. Vísindasiðanefnd. Nefndin
verði landsnefnd og skipuð
af heilbrigðisráðherra og
menntamálaráðherra. Hún
er/yrði þverfagleg. Megin-
hlutverk hennar yrði umsögn
um vísindarannsóknir. A
stærri sjúkrahúsum og í
heilsugæslu störfuðu síðan
sérstakar þverfaglegar siða-
nefndir. Siðanefndar yrði
einnig þörf til að fjalla um
nemendarannsóknir í há-
skólanum og síðar verður
líklega þörf sérstakrar siða-
nefndar til að fjalla um rann-
sóknir á fólki sem gerðar eru
af sálfræðingum, félagsfræð-
ingum, félagsráðgjöfum og
fleirum, án tengsla við heil-
brigðisstofnanir. Hinarýmsu
„undirnefnir“ fjölluðu um
rannsóknir hver á sínu sviði.
Unnt væri þó að áfrýja úr-
skurðum til landsnefndar.
Landsnefndin setti sjálfri
sér og öðrum nefndum
vinnureglur sem yrðu byggð-
ar á alþjóðlegum sáttmálum
á borð við Helsinkisáttmál-
ann, Nurnbergssamþykktina
og ráðleggingar ráðherran-
efndar Evrópuráðsins. Fram
hafa komið hugmyndir um
að öllum rannsóknum á
mönnum sem gera eigi á Is-
landi skuli vísað til lands-
nefndarinnar, sem síðan vísi
þeim áfram til hinna ýmsu
„undirnefnda". Landsnefnd-
in hefði þannig yfirsýn yfir
klínískar rannsóknir í land-
inu og gæti því betur metið
hvort um endurtekningu
væri að ræða og samræmt
vinnubrögð. Til þess þyrfti
landsnefndin að sjálfsögðu
starfsmann/menn.
2. Siðaráð. Yrði einnig lands-
ráð, en skipað af landlækni.
Eins og áður hefur komið
fram yrði hlutverk ráðsins
fyrst og fremst stefnumótun
um ýmis siðferðileg álitamál,
er lúta að heilbrigðisþjón-
ustu, samningu vinnureglna
/siðareglna og fleira. Ráðið
yrði þverfaglegt eins og
áður. Á vegum fagfélaga,
sjúkrahúsa og annarra heil-
brigðisstofnana starfa og
geta starfað siðaráð með
hliðstæð hlutverk. Mikilvægt