Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 59

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 603 Tryggingastofnun ríkisins í við- komandi löndum eru líka öll á einn veg. Það er með öllu óhugsandi að farið verði með upplýsingar um sjúklinga á þennan hátt. Jafnframt er tekið fram, til rökstuðnings þessu sjónarmiði, að hér sé um að ræða einstaklingsbundin rétt- indi sem annað hvort eru virt eða ekki, það er annað hvort virðum við þagnarskylduna og friðhelgi einkalífsins eða ekki. Hér er með öðrum orðum ekk- ert val. Skyldur og ábyrgð gagnvart sjúklingi vega allajafnan þyngst í starfi heilbrigðisstétta. Þagn- arskyldu heilbrigðisstarfsfólks er ætlað að tryggja ákveðin verðmæti, svo sem sjálfræði sjúklings, einkalíf hans og mannhelgi. Þagnarskyldan stuðlar jafnframt að trausti milli heilbrigðisstarfsmanns og sjúk- lings. Þó getur hugsanlega verið rétt í einhverjum tilvikum að brjóta þagnarskylduna, svo sem ef sjúklingur er líklegur til að stefna lífi í hættu með framferði sínu. Það þarf því mikið til að brotin verði ein af grundvallar- reglum heilbrigðisþjónustunnar og áhætta tekin á því að pers- ónulegar upplýsingar berist til óviðkomandi aðila innan eða utan heilbrigðiskerfisins. Landlæknir Heilsugæslulæknir Heilsugæslulækniróskasttil starfa við Heilsugæslustöð- ina á Kirkjubæjarklaustri (H1-stöð) frá 1. október næst- komandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Valdimars- son heilsugæslulæknir í síma 487 4800 en umsóknum skal skilað til Hönnu Hjartardóttur, formanns stjórnar, fyrir 25. ágúst næstkomandi. Sjúkrahús Suðurlands Yfirlæknir Staða yfirlæknis handlækningasviðs við Sjúkrahús Suðurlands er laus til um- sóknar. Leitað er eftir lækni með alhliða þekkingu og reynslu í skurðlækningum og fæðingarhjálp. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í almennum skurðlækning- um, kvensjúkdómum eða bæklunarskurðlækningum. Búseta á Selfossi eða nágrenni er skilyrði fyrir veitingu stöðunnar. Nánari upplýsingar gefa Þorkell Guðmundsson yfirlæknir kvensjúkdómasviðs í síma 482 3264 og Bjarni Ben. Arthursson framkvæmdastjóri í síma 482 1300. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, rannsóknir og fyrri störf ásamt starfsvottorðum. Umsóknir sendist Bjarna Ben. Arthurssyni framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suð- urlands pósthólf 160, 802 Selfoss, fyrir 19. ágúst næstkomandi. Sjúkrahús Suðurlands

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.