Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 6
630 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83, 630-3 Ritstjórnargrein Leikið á ellikerlingu Að margfalda líkurnar á góðri heilsu Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu við aldraða er um það bil þriðjungur af útgjöldum til heilbrigðismála enda þótt þeir séu aðeins um 11% af þjóðinni. Árið 2005 má búast við að um það bil helmingur útgjalda til heilbrigðis- mála verði vegna aldraðra. Árið 2050 gæti kostnaður vegna aldurstengdra sjúkdóma hafa sexfaldast ef ekki koma til frekari lækningar á sjúkdómum eða fyrirbyggjandi aðgerðir. Mest fjölgun er nú í öldungahópnum eldri en 85 ára og gæti fjöldi þeirra hafa þrefaldast árið 2030 og hugsanlega sextánfaldast árið 2050. Öld- ungar eru líklegastir til að þurfa á langtíma umönnun að halda, sem er eitt kostnaðarsam- asta form heilbrigðisþjónustunnar (1). Ævilíkur hafa vaxið jafnt og þétt á þessari öld og horfa æ fleiri íslendingar fram á að lifa um árabil eftir að starfsævinni líkur. Aldraðir eru nú tiltölulega lágt hlutfall af þjóðinni og verður svo allt fram til ársins 2015 er barna- sprengja eftirstríðsáranna kemst á eftirlaun. Fjöldi 65 ára og eldri vex jafnt og þétt og mun að öllu óbreyttu hafa nálægt því tvöfaldast árið 2030 og stefnir þá í að aldraðir verði 18% þjóð- arinnar. Ólíklegt er að hlutfall aldraðra vaxi mikið umfram það (2). Ellin einkennist af auknum breytileika ein- staklinganna vegna flókins samspils erfða- og umhverfisþátta og minnkaðri hæfni til þess að bregðast við ytra áreiti og margir verða hrum- ir. Rannsóknir á þeim sem ná að lifa við góða heilsu í hárri elli sýna að margt það sem áður var talið óhjákvæmilegur fylgifiskur ellinnar er það í raun ekki, heldur gefa heilbrigðir lifnað- arhættir og hæfileg hreyfing ellinni nýja og bætta ásýnd (3). Hæfileg líkamsrækt kemst einna næst því að uppfylla skilyrði þess sem kalla mætti yngingarmeðal, og nú er vitað að það er aldrei of seint að byrja (4)! Hver og einn gerir ekki aðeins vel í því að undirbúa sig fjár- hagslega til lífs á háum aldri, heldur er ekki síður mikilvægt að undirbúa sig heilsufarslega. Einstaklingar, læknar og samfélagið í heild geta lagst á eitt og aukið til muna líkur þess að ellin verði eftirsóknarvert æviskeið. Aldurstengdir sjúkdómar tvöfaldast á fimm ára fresti eftir 70 ára aldur (5). Eftir miklu er því að slægjast við að hindra eina tvöföldun. Ef hættan á einhverjum sjúkdómi við 70 ára aldur verður 2% í stað 4%, yrði algengi 16% í stað 32% við 85 ára aldur. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að margir sjúkdómar tengjast. Pannig er sykur- sýki tengd heilaáföllum, hjartasjúkdómum og nýrnabilun. Skortur á kvenhormóni tengist beinþynningu og æðakölkun. Beinþynning tengist auknu nýgengi mjaðmarbrota, sem aft- ur tengist færnitapi og fylgikvillum svo sem blóðtappa og dauða. Einnig er rétt að hafa í huga að sum lyf hafa áhrif á marga sjúkdóma samtímis. Þannig getur meðferð með ACE- hamlandi lyfjum minnkað skemmdir af völdum háþrýstings og sykursýki og fækkað heiláföll- um, hjarta- og nýrnabilunum (6). Kvenhor- món geta bætt líðan kvenna en einnig fækkað fylgifiskum beinþynningar og æðakölkunar (7). Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn algengum sjúkdómum verða að vera margþættar en einn- ig einstaklingsbundnar. Hið klassíska dæmi eru varnir gegn æðakölkun, þar sem ná má fram margfeldisáhrifum í meðferðinni með því að lækka háþrýsting og kólesterólgildi, hætta reykingum og stjórna nákvæmlega meðferð við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.