Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 657 útgeislunar sneiðmyndatöku, sem áður var nefnd, getur hjálpað til að greina Alzheimers sjúkdóm meðan sjúklingurinn lifir og getur einnig verið mjög gagnleg til að meta áhrif lyfja (4). Orsakir Alzheimers sjúkdóms Orsakir Alzheimers sjúkdóms eru ekki þekktar þrátt fyrir að ýmsir þættir sem skipta máli við þróun sjúkdómsins séu kunnir. I erfðaefninu eru skýringar á ýmsu er sjúkdóm- inn varðar. Augljós erfðafræðileg tengsl eru sjaldgæf í Alzheimers sjúkdómi en ættartengsl eru mjög algeng. Þegar slík tengsl finnast hjá Alzheimers sjúklingum kallast sjúkdómurinn ættlægur (familial AD, FAD). Alzheimers sjúkdómur er einnig flokkaður eftir því hvenær hann hefst, annars vegar í snemmkominn, fyrir 65 ára aldur, og hins vegar í síðkominn, eftir 65 ára aldur. Langflestir, eða ríflega 90%, fá síð- kominn Alzheimers sjúkdóm (10). Stór hluti hinna sem fá sjúkdóminn snemmkominn eru með kímlínugenagalla í einhverju af eftirfar- andi þremur genum: APP (þ-amyloid precur- sor protein, App) geni á litningi 21q21.2 (11), PS-1 (presenilin, PS) geni á litningi 14q24.3 (12) eða PS-2 geni á litningi lq42.1 (13). Gallinn er ríkjandi með nær 100% sýnd sjúkdómsins og fá þessir einstaklingar yfirleitt Alzheimers sjúkdóm fyrir sextugt (10). Það var árið 1991 sem fyrstu stökkbreyting- unni var lýst í APP geninu í fjölskyldu með snemmkominn, ættlægan Alzheimers sjúk- dóm. Síðan þá hafa hundruð fjölskyldna með þá gerð sjúkdómsins verið rannsakaðar með tilliti til stökkbreytinga í APP geni en þær hafa þó aðeins fundist í 10 til 15 fjölskyldum. Ein- staklingar með þessar stökkbreytingar, sem eru ríkjandi eins og allar kímlínubreytingar sem tengjast Alzheimers sjúkdómi, fá flestir sjúkdóminn á aldursbilinu 40 til 60 ára og er oftast góð fylgni aldurs innan hverrar fjöl- skyldu (5,14). Seint á árinu 1992 var stökkbreyting á litn- ingi 14q24.3 tengd við snemmkominn, ættlæg- an Alzheimers sjúkdóm. Frá þeim tíma hafa fundist fleiri en 35 mismunandi stökkbreyting- ar í yfir 60 óskyldum fjölskyldum í geni sem yfirleitt gengur undir nafninu PS-1. Stökk- breytingar í PS-1 geni skýra nær helming tilfella af snemmkomnum, ættlægum Alzheimers sjúkdómi og kemur sjúkdómurinn fram snemma á ævinni hjá þessum sjúklingum, stundum fyrir fimmtugt og jafnvel fyrir fertugt (2,12). Árið 1995 fannst svo þriðji kímlínugenagall- inn í PS-2 geni á litningi lq42.1 (5,7,13,15,16). PS-2 genið fannst með því að kemba gena- mengið í leit að samsvörunarröðum, það er DNA-bút með svipaða basaröð og PS-1 genið hefur. Eftir uppgötvun PS-2 gensins hófst leit að stökkbreytingum og fannst fyrsta stökk- breytingin meðal þýsk-rússneskra innflytjenda í Bandaríkjunum (Volga-German ættir) sem höfðu snemmkominn, ættlægan Alzheimers sjúkdóm. Að minnsta kosti tvær mismunandi stökkbreytingar hafa fundist í PS-2 geni í óskyldum fjölskyldum. Visst afbrigði apólípóprótíns E (ApoE4) eykur líkur manna á að fá síðkominn Alzheim- ers sjúkdóm. Apólípóprótín E genið á litningi 19ql3.2 er til í þremur algengum samsætum: APOE-s2, APOE-e3 og APOE-e4. Þessar samsætur skrá mismunandi afbrigði af ApoE prótíni, sem eru frábrugðnar innbyrðis um eina amínósýru (17). Aukin hætta á Alzheimers sjúkdómi tengist samsætunni e4. Reiknað hef- ur verið út frá fjölda rannsókna að áhættu- aukningin sé fimm- til átjánföld hjá þeim sem eru arfhreinir e4/e4 (3). Sérstaklega er áber- andi að þessir einstaklingar fá sjúkdóminn fyrr en þeir sem hafa aðrar arfgerðir APOE (18). Sama á við um þá sem eru arfblendnir um samsætuna e4 (e3/e4 eða e2/e4) þó að áhætta þeirra aukist einungis tvö- til fjórfalt (3). Áhættan virðist þó vera tengd kynstofnum og eykst miklu minna meðal sumra kynstofna (19). Fyrr á þessu ári greindi hópur bandarískra vísindamanna frá rannsókn á 52 fjölskyldum með síðkominn, ættlægan Alzheimers sjúk- dóm sem ekki höfðu nein tengsl við þekkt áhættugen sjúkdómsins. í þessum fjölskyldum fundust ný tengsl við fjögur svæði í erfðameng- inu og voru þau sterkustu við svæði á litningi 12. Hið grunaða svæði er ennþá nokkuð stórt eða um 20 cM en 20 til 50 gen gætu rúmast innan þess svæðis. Unnið er að því að þrengja svæðið með fleiri erfðamörkum (10). Súrefnisefnaskiptin í heila Alzheimers sjúk- linga eru verulega skert (20,21). Ymislegt bendir til þess að sjúklingarnir séu með galla í efnaskiptum heilans. í apríl á þessu ári var greint frá því að galli í ensíminu cýtókróm c oxíðasa (CO) sé algengari meðal sjúklinga með síðkominn Alzheimers sjúkdóm en saman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.