Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 647 Table I. Age-related prevalence of dementia. Region Number Age in years (%) 65-69 70-74 75-79 80-84 85-90 90+ Cambridge (25) 2.311 (4.1) (11.3) (19.1) (32.6) Scotland (26) 4.050 (0.4) (2.3) (5.1) (10.4) (18.9) V-Germany (27) 519 (3.2) (2.8) (7.3) (9.2) (22.0) Italy (28) 778 (0) (3.6) (8.1) (17.9) (39.0) (11.1) Rochester (6) 12.000 (0.9) (2.0) (4.3) (8.9) (16.4) Canada (29) 2.257 (2.4)* (11.3)** (29.3) Kungsholmen (17) 1.810 M/F (7.2/7.6) (16.3/25.9) Average (1.4) (2.8) (5.6) (10.5) (20.8) höfundar fóru yfir niðurstöður og túlkuðu. Reynt var að ná til allra, innan sem utan stofn- unar, sem náð höfðu 70 ára aldri hinn 1. desem- ber 1991. Niðurstöður: Af svæði L var rætt við 280 af 353 (79,3%) og af svæði S 190 af 238 (79,8%), voru heimtur því ámóta af báðum svæðum. Fram kom mjög marktækur munur á frammi- stöðu hópanna eftir svæðum og var útkoman betri á svæði L á öllum prófunum. í þremur prófanna náði munurinn marktækni með p- gildi <0,001, en í einu þeirra (slóðarprófi B) var marktæknin p<0,01, en fæstir gátu leyst það próf af hendi. Ef MMS-prófið er notað til að meta algengi heilabilunar á þessum svæðum virðast 14,4% á svæði L og 35,7% á svæði S vera undir viðmiðunarmörkum sem voru við 22/23 stig í þessari rannsókn. Ályktun: Verulegur munur reyndist vera á frammistöðu aldraðra íbúa þessara tveggja landsvæða í úrlausn einfaldra prófa á vitræna getu. Rök eru færð að því að þessi munur sé raunverulegur, en vegna aðferðarfræðinnar sem notast var við er ekki ljóst hvort algengi heilabilunar er hærri hér á landi en annars staðar. Inngangur Fyrsta faraldsfræðilega rannsóknin sem skoðaði heilabilun sérstaklega var birt árið 1963 (1). Áður höfðu birst rannsóknir með fá- um einstaklingum (2) eða rannsóknir þar sem heilabilun hafði verið skoðuð sem hluti af geð- sjúkdómum (3). Fjölmargar rannsóknir hafa síðan verið gerðar víða um heim, meðal annars hér á landi (4). Árið 1987 birtist samantekt á 27 rannsóknum sem fram höfðu farið á Vestur- löndum (5). Niðurstaða þeirrar samantektar og nokkurra sjálfstæðra rannsókna er birt í töflu I og kemur þar glögglega í ljós hversu ólíkar niðurstöður rannsóknanna eru. í heild- ina gefa þær þá niðurstöðu að tíðnin tvöfaldist á hverjum fimm árum frá 65 ára að 85 ára aldri (5). Fjölmörg atriði gera samanburð á faralds- fræðilegum rannsóknum á heilabilun erfiðan, því tilgangur þeirra er misjafn, þýðið sem er til skoðunar mismunandi en ekki síst mælitæki og aðferðir. Það skiptir máli hvort notuð eru ein- föld vitræn próf eða hvort hver einstaklingur er metinn á klínískan hátt og fær sjúkdómsgrein- ingu. Bandarískar rannsóknir hafa til dæmis sýnt afar mismunandi tíðni heilabilunar meðal íbúa 65 ára og eldri eða frá 3,5% (6) til 10,3% (7) og má rekja þann mun að mestu til mismun- andi aðferða. Tilgangur faraldsfræðilegra rannsókna hefur meðal annars verið að kanna þörf á þjónustu og hvernig henni er mætt. Aðrar rannsóknir hafa haft það meginmarkmið að finna áhættu- þætti fyrir heilabilun almennt og fyrir einstaka sjúkdóma, einkum Alzheimers sjúkdóm og fjöldrepaglöp. Þannig hefur verið sýnt fram á að skólaganga hefur áhrif á útkomu prófa á vitræna getu (8) og verður því að taka tillit til þess við túlkun á niðurstöðum. Rannsóknirnar hafa sýnt að aldur er helsti áhættuþáttur þess- ara sjúkdóma en auk þess er jákvæð fylgni á milli Alzheimers sjúkdóms og ættarsögu um sjúkdóminn (9). Aðrir áhættuþættir hafa ekki jafn staðfastlega komið fram í rannsóknum. Aðferðir hafa verið afar misjafnar og í þeim 27 rannsóknum sem skoðaðar voru af Jorm og félögum (5) voru notaðar 11 mismunandi að- ferðir. Oftast eru notuð skimpróf af ýmsum gerðum og er MMS-prófið (Mini Mental State Examination) (10) algengast. Flestar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa farið fram á einu afmörkuðu landsvæði. Áhugi hefur vaknað á því að gera samanburðarrann- sóknir milli landsvæða og milli mismunandi menningarheilda í þeim tilgangi að sýna megi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.