Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
647
Table I. Age-related prevalence of dementia.
Region Number Age in years (%)
65-69 70-74 75-79 80-84 85-90 90+
Cambridge (25) 2.311 (4.1) (11.3) (19.1) (32.6)
Scotland (26) 4.050 (0.4) (2.3) (5.1) (10.4) (18.9)
V-Germany (27) 519 (3.2) (2.8) (7.3) (9.2) (22.0)
Italy (28) 778 (0) (3.6) (8.1) (17.9) (39.0) (11.1)
Rochester (6) 12.000 (0.9) (2.0) (4.3) (8.9) (16.4)
Canada (29) 2.257 (2.4)* (11.3)** (29.3)
Kungsholmen (17) 1.810 M/F (7.2/7.6) (16.3/25.9)
Average (1.4) (2.8) (5.6) (10.5) (20.8)
höfundar fóru yfir niðurstöður og túlkuðu.
Reynt var að ná til allra, innan sem utan stofn-
unar, sem náð höfðu 70 ára aldri hinn 1. desem-
ber 1991.
Niðurstöður: Af svæði L var rætt við 280 af
353 (79,3%) og af svæði S 190 af 238 (79,8%),
voru heimtur því ámóta af báðum svæðum.
Fram kom mjög marktækur munur á frammi-
stöðu hópanna eftir svæðum og var útkoman
betri á svæði L á öllum prófunum. í þremur
prófanna náði munurinn marktækni með p-
gildi <0,001, en í einu þeirra (slóðarprófi B)
var marktæknin p<0,01, en fæstir gátu leyst
það próf af hendi. Ef MMS-prófið er notað til
að meta algengi heilabilunar á þessum svæðum
virðast 14,4% á svæði L og 35,7% á svæði S
vera undir viðmiðunarmörkum sem voru við
22/23 stig í þessari rannsókn.
Ályktun: Verulegur munur reyndist vera á
frammistöðu aldraðra íbúa þessara tveggja
landsvæða í úrlausn einfaldra prófa á vitræna
getu. Rök eru færð að því að þessi munur sé
raunverulegur, en vegna aðferðarfræðinnar
sem notast var við er ekki ljóst hvort algengi
heilabilunar er hærri hér á landi en annars
staðar.
Inngangur
Fyrsta faraldsfræðilega rannsóknin sem
skoðaði heilabilun sérstaklega var birt árið
1963 (1). Áður höfðu birst rannsóknir með fá-
um einstaklingum (2) eða rannsóknir þar sem
heilabilun hafði verið skoðuð sem hluti af geð-
sjúkdómum (3). Fjölmargar rannsóknir hafa
síðan verið gerðar víða um heim, meðal annars
hér á landi (4). Árið 1987 birtist samantekt á 27
rannsóknum sem fram höfðu farið á Vestur-
löndum (5). Niðurstaða þeirrar samantektar
og nokkurra sjálfstæðra rannsókna er birt í
töflu I og kemur þar glögglega í ljós hversu
ólíkar niðurstöður rannsóknanna eru. í heild-
ina gefa þær þá niðurstöðu að tíðnin tvöfaldist
á hverjum fimm árum frá 65 ára að 85 ára aldri
(5).
Fjölmörg atriði gera samanburð á faralds-
fræðilegum rannsóknum á heilabilun erfiðan,
því tilgangur þeirra er misjafn, þýðið sem er til
skoðunar mismunandi en ekki síst mælitæki og
aðferðir. Það skiptir máli hvort notuð eru ein-
föld vitræn próf eða hvort hver einstaklingur er
metinn á klínískan hátt og fær sjúkdómsgrein-
ingu. Bandarískar rannsóknir hafa til dæmis
sýnt afar mismunandi tíðni heilabilunar meðal
íbúa 65 ára og eldri eða frá 3,5% (6) til 10,3%
(7) og má rekja þann mun að mestu til mismun-
andi aðferða.
Tilgangur faraldsfræðilegra rannsókna hefur
meðal annars verið að kanna þörf á þjónustu
og hvernig henni er mætt. Aðrar rannsóknir
hafa haft það meginmarkmið að finna áhættu-
þætti fyrir heilabilun almennt og fyrir einstaka
sjúkdóma, einkum Alzheimers sjúkdóm og
fjöldrepaglöp. Þannig hefur verið sýnt fram á
að skólaganga hefur áhrif á útkomu prófa á
vitræna getu (8) og verður því að taka tillit til
þess við túlkun á niðurstöðum. Rannsóknirnar
hafa sýnt að aldur er helsti áhættuþáttur þess-
ara sjúkdóma en auk þess er jákvæð fylgni á
milli Alzheimers sjúkdóms og ættarsögu um
sjúkdóminn (9). Aðrir áhættuþættir hafa ekki
jafn staðfastlega komið fram í rannsóknum.
Aðferðir hafa verið afar misjafnar og í þeim 27
rannsóknum sem skoðaðar voru af Jorm og
félögum (5) voru notaðar 11 mismunandi að-
ferðir. Oftast eru notuð skimpróf af ýmsum
gerðum og er MMS-prófið (Mini Mental State
Examination) (10) algengast.
Flestar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa
farið fram á einu afmörkuðu landsvæði. Áhugi
hefur vaknað á því að gera samanburðarrann-
sóknir milli landsvæða og milli mismunandi
menningarheilda í þeim tilgangi að sýna megi